Líf og list - 01.08.1950, Blaðsíða 9

Líf og list - 01.08.1950, Blaðsíða 9
VICTORIA SMÁSAGA eftir Geir Kristjánsson Hann stundar hvíldaræíingar eftir forskriftum amerískrar bókar — liggur á bakinu uppi i hótelherbergi með kodda undir hr.ésbótunum og annan kodda undir hnakkanum — og slakar á öllum vöðvum. Fyrir nokkrum dögum sá hann Miðjarðarhafið í fyrsta skipti á ævinni, og þegar hann kemur heim, ætlar hann að segja, að það sé ekki eins blátt og menn halda. Sólin hélt áfram að skína dag eft- ir dag — ónáttúrlega hvít sól, sem gerði þessa febrúardaga að vordög- um á meðan næturnar héldu áfram að vera vetrarnætur. Hann sat og kipraði hvarmana utan urn kald- blá, ofurlítið fljótandi augu. Bankastjóri ofan úr Normandíu, borðfélagi hans á hótelinu, rétti honum máttla.usa hönd í kveðju- skyni þrisvar á dag — vísiíingurinn kræktur inn í lófann eins og öngull — drakk ölkelduvatn með matnum — konan hans, ofurlítill svartur í- korni, iðaði og klappaði saman lóf- unum, svo ókunnugir skyldu ekki sjá, hvað henni leiddist. l»að var étin stcikt önd, og þeir töluðu af kunnáttu um andaveiðar og blöndun kokkteila milli þess, sem þeir kyngdu. Svo komu enda- lausir bíltúrar um nágrennið — sömu vegarspottarnir uppi í hæð- ardrögunum fram og altur — milli sofandi smájiorpa, sem öll voru eins, með blómstrandi mímósu- trjánr í illa hirtum görðurn og grænmáluðum hlerum fyrir öllum gluggum. — Very nicel Very nicel The sunl Vcry nicel Hann sat einn í aftur- sætinu og l'yllti út hversdagsleik þessarra orða með mikilúðlegu handapati. — Magnifique! Merveilleux! tísti frúin og klappaði sarnan lófunum á meðan Jressi föli og kinnfiska- sogni bankastjóri keyrði, eins og hann væri með lögregluna á hæl- unum. Áður en Jrau skildu niðri við bifreiðageymsluna minntust þau á, hvað allt hefði verið dásamlegt, og hann tók Jréttingsfast í fingur- krækta liönd bankastjórans og kvaddi frúna með virktum, ánægð- ur yfir að hafa lent í fínum félags- skap. Þessi bankastjórahjón gáfu sér aldrei tíma lil að stanza neinsstað- ar á leiðinni, og liann var ofurlítið stirður í hnjánum og bakinu fyrsta spölinn niður eftir götunni. Hann leitaði uppi stólinn sinn á „Pró- menadinum“, og það pústaði dauf- um vindlajrcf upp úr fötum hans um leið og hann settist. Hann hafði stungið giftingar- hringnum í vestisvasann, látið taka mynd aí sér undir pálmatré — og nú setti hann upp dökk sólgleraugu og horfði á kvenfólkið. Kalkhvítar forhliðar lúxushótel- anna glömpuðu í sólinni, og pálmablöðin verptust í hitanum. Hann flutti sig niður í fjöruna, Jrar sem hálfnaktar konur veltu sér í hvítu grjótinu eins og brúnar slöngur og rosknir menn á aldur við hann sjálfan köstuðu á milli sín stórum boltum eins og þeir væru í fæðingarleik. Hann liafði tekið með sér bók- ina, þar sem mönnum var kennt að hvíla sig, og setzt hjá stúlku, sem lá ein sér undir hvítum strand- veggnum og hafði fallcga fætur. Þegar hún leit á hann, dró liann upp sígarettupakka og gætti Jress að nokkrir þúsundfrankascðlar fylgdu með í ógáti. — Do you want American cigar- ettes? iStúlkan mældi hann með augun- um og fékk gæsahúð, Jregar hún varð þess vör, að liann horfði á hana. — No, thank you, sagði hún stutt. — Nice town? sagði hann og bandaði með höfðinu í áttina til lúxushótelanna. — Yes. — Nice weather to-day? — I must go now, sagði stúlkan og ilutti sig. — Ég verð að passa mig á að gera GEIR KRISTJÁNSSON lauk stúdentsprófi irá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1943, nam norræn fræði við Háskóla Islands um skeið, lagði síðan stund á slav- nesk mál við háskólann í Uppsölum. Síð- astliðið ár dvaldist Geir í París og stund- aði bókmcnnta- og fagurfræðinám við Sorbonne-háskólann. LÍF og LIST 9

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.