Líf og list - 01.08.1950, Side 6

Líf og list - 01.08.1950, Side 6
TONLIST Pablo Casals leggur augun aftur og raular við sjálfan sig, þegar hann leikur á sellóið. Samvizka og selló (Grein um Pablo Casals) Spánverjar hafa nú um langa hríð orðið að fara á mis við tvo mestu núlifandi listamenn sína, Pablo Casals og Pablo Picasso. Myndlistarjöfurinn hefur reyndar starfað utan ættlands síns megin- hlutann af ævinni,- eða síðan 1904, að hann settist að í París. Og af stjórnmálaástæðum kemur ekki til mála, að verk hans verði sýnd í heimalandi hans meðan fasistar sitja þar að völdum. Hins vegar varð sigur fasista í spænsku borg- arastyrjöldinni þess valdandi, að Pablo Casals, einhver mesti selló- leikari sem uppi hefur verið, fór sjálfviljugur í útlegð og strengdi þess heit, að halda ekki hljómleika „fyrr en glæpamaðurnn Franco hefur hrökkiazt frávöldum“,erhaft eftir honum. Því að Casals er meira en heimsins mesti sellóleikari. Ge- orges Bidault, fyrrverandi forsætis- ráðherra Frakka hefur kallað hann „samvizku samtíðarinnar". Einhver verður að muna. Það var fyrir ellefu árum, að Pablo Casals settist að í landa- mærabænum Prades í Suður-Frakk- landi til að hefja mótmælaverkfall sitt gegn þeim, sem tóku völdin af lýðveldisstjórninni á Spáni. Síðan þá hefur hann ekki fengizt til að snerta sellóstrengina nema í hópi nánustu vina sinna, þangað til nú í sumar, á 200 ára dánarafmæli Jó- 'hans Sebastians Bach. „Ég man ætíð viðurstyggð stríðs- ins, grintmdina kvölina, þjáning- una. En heimurinn gleymir. Ég get ekki leikið fyrir fólk, sem snýr sér undan. Þó ætla ég að gera undan- tekningu vegna Bachs. Bach er eins og biblían. Bach er grundvöllur lífsins. Ég ætla að smala saman góðum tónlistarmönnum í litla hljómsveit. Svo förum við inn í litlu þórpkirkjuna. Við æfum sam- an Brandenborgarkonsertana. Ég ætla að leika sellósvítur og sónötur Bachs. Fólk getur komið og hlust- að, ef það kærir sig um það. En það hlustar á Bachs, ekki Casals. Síðan labba ég með sellóið mitt heim, og í framtíðinni leik ég að- eins fyrir vini mína. Héðan í frá mun ég ekki leika fyrir umheim- inn. Mig tekur þetta sárt. En ein- liver verður að muna. Það er þýð- ingarmeira en allt annað.“ Leiðin liggur til Prades. Merkasta tónlistarhátíð ársins er Bach-hljómleikarnir í Prades, sem fóru fram fyrir fáum vikum. Cas- als, hinn mikli túlkandi Bachs, hafði hafnað öllum boðum um að koma fram í stórborgunum á minningartónlcikum um tónskáld- ið. Bandaríkjamenn sendu honum að gjöf píanó, hið fyrsta sem hann hefur eignazt í útlegðinni. En Cas- als getur ekki fyrirgefið Bandaríkj- unum og Bretlandi. Hann kennir þeim ófarir lýðveldisstjórnarinnar spænsku. Þá tóku margir beztu tónlistar- túlkendurveraldarinnar að streyma til Prades, frá Ameríku, Bretlandi, Frakklandi, Sviss, Hollandi, ísrael. í þeim hópi voru fiðluleikararnir Alcxander Schneider, Isaac Stern og Joseph Szigeti, píanóleikarar Clara Haskill, Paul Baumgarten, Mieczyslaw Horszowski og Rudolf Serkin. Áheyrendur komu í hópum frá flestum löndum til að hlusta á manninn, sem fyrir hálfri öld ger- breytti skilningi manna á verkum eins mesta tónskálds sögunnar. Þakliarskuldin við Bach. „í mínum augum," segir Casals, „er Bach litríkasti snillingur, sem lifað hefur. Hann er maður, sem 6 LÍF og LIST

x

Líf og list

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.