Líf og list - 01.08.1950, Síða 12

Líf og list - 01.08.1950, Síða 12
heíðum heldur átt að fara til Maidenhaid. Þar var líka „uppi í sveit.“ Veitingakráin var ekki nákvæm- lega þar, sem mig minnti, að hún hefði verið. Þarna var ráðhúsið, en það hafði verið reist nýtt kvik- myndahús með márisku hvelfþaki og veitingastofu, og þarna var bif- reiðaskýli, sem hafði ekki verið þarna í minni tíð. Ég hafði einnig gleymt vegarspottanum, sem beygði til vinstri upp bratt ieiti. „Ég trúi því ekki, að þessi vegur hafi verið til, þegar ég var hér.“ „Þegar þú varst hér?“ spurði Lóla. „Sagði ég þér ekki, að ég er fædd- ur hér?“ „Þér hlýtur að finnast skrýtið að koma með mig hingað,“ sagði Lóla. „Ég býst við, að þú hafir oft hugsað um svona nætur, þegar þú varst drengur." „Já, sagði ég, vegna þess að það var ekki henni að kenna. Hún var ágæt. Ég kunni vel við ilmvatnið, sem hún notaði. Hún notaði líka smekklegan varalit. Þetta var mér að vísu nokkuð dýrt allt saman, fimm sterlingspund handa henni í vasapeninga og að viðbættum öll- um reikningum, fargjöldum og á- fengi, en mér fannst því betur var- ið til þess en nokkurs annars. Ég staldraði við um stund neðst á veginum. Eitthvað var að brjót- ast um í huga mér, en ég býst ekki við, að ég hefði munað það, ef hóp- ur barna hefði ekki komið þar að ofan frá hæðardrögunum og birzt í hélugráu götuljósinu,með liávaða og glymjandagangi, og um leið og þau gengu undir Ijósið lagði mökk úr vitum þeirra vegna frostkuld- ans.Þau báru öll línpoka og nokkr- ir þeirra voru saumaðir fanga marki. Þau voru klædd sínum beztu fötum og vissu töluvert af sér. Litlu telpurnar voru sér í hóp, í eins konar þéttri og umsetinni fylkingu, og manni datt ósjálfrátt í hug slaufur í hári og gljáskór og hægt glamur á slaghörpu. Allt þetta rifjaðist upp fyrir mér: þau höfðu öll verið í danstímum, alveg eins og ég hafði eitt sinn verið, í litlu íerhyrntu húsi á miðri hæð- inni — það lá afleggjari að húsinu og beggja vegna óxu sígrænir runn- ar. Og nú óskaði ég þess meira en nokkru sinni fyrr, að Lóla væri ekki með mér, og hún sómdi sér þarna enn síður, er mér var hugsað til þess, „að eitthvað vantaði á myndina". Og ég fann til einhvers logandi sársauka um hjartaræturn- ar. Við drukkum nokkur glös af viskíblöndu á barnum, en það var enn hálftími, þangað til við feng- um kvöldverðinn framreiddan. „Þig langar ekki til að eigra hér um þorpið. Ef Jjér er sama, þá æila ég að skreppa út í tíu mínútur og líta á stað, sem ég þekki.“ Henni var sama. Það var maður þarna á barnum, sennilega skólakennari úr Jtorpinu, sem beinlínis þreyði að bjóða henni snafs; ég sá, hve hann blóðöfundaði mig, vesalings mað- urinn, af því, að koma með hana hingað úr borginni til jaess eins að vera með henni um nótt. Ég gekk upp hæðardragið. Fremstu húsin voru öll ný. Mér liugnaði þau ekki. Þau byrgðu fyr- ir ýmislegt, sem ég hefði munað eftir, eins og akra og skógargötur. Þetta minnti á landabréf, sem hef- ir velkzt til og blotnað í vasanum, svo að það hefir límzt saman á köflum; og þegar þú opnar það, vantar á það heila bletti. En þarna GRAHAM GREENE (f. 1904) þykir frumlegur og ferskur skáldsagnahöfundur og fer hróður hans sí- vaxandi í enskum bókmenntum. Hann stundaði há- skólanám í Öxnafurðu, var blaðamaður við „The Times“ 1926—30 og ritaði kvikmyndagagnrýni í „The Spectator 1935—39. Fyrsta skáldsaga hans, „The Man Within“, kom út 1929. Hefir hún nýlega birzt á ís- lenzku, útgefin af Helgafelli og íslenzkuð af Siglaugi Brynleifssyni, bókaverði á Akureyri. Mikilfenglegustu skáldsögur Greenes eru „The Power and the Glory“ og „Brighton Rock“. Hefir sú síðarnefnda verið kvik- mynduð ásamt „The Man Within“. Greene er kaþólskur, en stíll hans þykir bera mik- inn keim af róttækum hugsjónum vinstri sinnaðra rit- höfunda Breta, hinnar svonefndu „The Left Wing Group“. Enskur bókmenntagagnrýnir merkur, John Pudney, hefir sagt, að Greene sé einhver hárfínasti og hugvitsamasti rithöfundur, sem nú er uppi. í greininni um enskar bókmenntir í fyrsta hefti þessa tímarits er þessa höfundar getið ítaiíega. 12 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.