Líf og list - 01.10.1950, Side 4

Líf og list - 01.10.1950, Side 4
máli, cn liann var svo sem nógu góður, siðspilltur og angurvær smá- borgari. Hann orti allra manna bczt um ketti, það má liann eiga. — Og nú er hann löngu dauður, sem betur fer. — Telur þú, að ljóðagerð þín og þinna líka vcrði farsæl í land- inu, nái til fólksins? — Já, vel á minnzt, fólkið, hvað er það? Það er alltaf verið að tala við mig um eitthvað, sem kallað er fólk, og mér er ekki ennþá full- komlega ljóst, hvað átt er við. Stundum held ég, að það sé kannske vinur minn Dósóþeus Tímóteusson eða eitthvað svoleið- is, en það er víst ekki rétt. í minni sveit var þó nokkur slæðingur af huldufólki, en nú heyri ég sagt, að það hafi allt saman verið til- búningur og vitleysa. Nei, við ná- um víst aldreá til „fólksins." — Á lorm hins svokallaða atóm- kveðskapar eitthvað skylt við ab- straktiorm í málaralist? — Nei, það held ég ekki. Þetta svokallaða nýtízku ljóðíorm virðist einna helzt eiga rætur sína í súrr- ealismanum, hvort sem skáldin sjálf vilja viðurkenna það eða ekki. — Heldurðu, að Ijóðagerð með hinu nýja formi lifi? — Já, Jiað held ég geti verið, — að minnsta kosti Jiangað til eitt- hvað annað og betra tckur við. Hið hefðbundna ljóðform er nú loksins dautt. Það er víst öllum Ijóst, jafnvel „Jajóðskáldunum" okkar. Tilraunir ungu skáldanna eru að sjálfsögðu ófullkomnar og oftlega misheppnaðar, en ég held þó að Jiær beinist í rétta átt, eða öllu heldur þá einu átt, sem um er að ræða. — Er ekki hætt við, að farið sé á mis við boðskap (móral) í ný- kveðskap? — Það er ekki gott að segja, en það er líklega ómóralskt í eðli sínu, að yrkja mjög vel. Hugsaðu Jaér Byron og Verlain — J^að er meira að segja ómóralskt að kasta kúlu yfir 16 metra, aftur á móti hefur mér ævinlega fundizt Davíð frá Fagraskógi móralskt skáld. — Heíirðu trú á sumum atóm- skáldum okkar? — Eins og sakir standa virðist Hannes Sigfússon efnilegastur hinna yngri manna. — En Thór Vilhjálmsson? — Það veit ég ekki, en það er gaman að Thorsættin skuli vera íarin að yrkja. — Hefirðu ekki kynnt þér ensku atómskáldin svokölluðu? — Ég hefi drukkið bjór með Dylan Thomas og MacNeice, þeir eru ekki hættulegir lengur. — Helirðu lesið Eliot eitthvað? — Eliot, æ já, nú er ég orðinn þreyttur á honum, Jjegar allt kem- ur til alls er hann bara leiðinlegur kristinn hundur. Samt sem áður held ég, að hann sé mikið skáld, og kvæði hans „The Waste Land“ er í raun og veru guðspjall 20. aldarinnar, en J>að er líka ort hér um bil 30 árum áður en Jjeir veittu honum Order of Merit og Nóbelsverðlaunin. — En hvernig lízt Joér á Ezra Pound? — Hann er sennilega mesta skáld okkar tíma. Eliot, Heming- way, Joyce og jainvel Yeats gamli eru lærisveinar hans. — Það er kvartað undan mikl- um öldudal hér og annars staðar í heiminum um Jæssar mundir. Finnst Jjér list samtímans vera í öldudal? — Það er erfitt að dæma um sína eigin samtíð. Skáldskapur og listir virðast J^urfa nokkra tíman- lega fjarlægð til Jtess að sanna eða afsanna gildi sitt. Stundum, þegar maður er á sjó í vonduveðri, finnst manni skipið alltaf vera á leiðinni niður í öldudalinn, livað sem það á að þýða. Þessi mein- lausa skynvilla á sér ef til vill hlið- stæður á öðrum sviðum. — Er bókmenntagagnrýni rit- höfunda okkar í Alþýðublaðinu og Morgunblaðinu eins ábótavant og sumir vilja vera láta? — Það er gaman að henni og hún er ekki eins vitlaus og margur hyggur. Hániarkið er gagnrýnand- inn sjálfur og verk hans, Þeir, sem v ekki komast yfir, verða hólpnir. — Svo að við víkjum okkur í annað Viðeyjarklaustur — hvenær fannstu til þessarar bókasöfnunar- náttúru þinnar? — Ég held, að það hafi verið í vetur sem leið. — Hvernig lýsir sú náttúra sér? — Það á eiginlega ekkert skylt við náttúru. Fyrir ári keypti ég mér ofstóran bókaskáp. Mér fannst ég endilega verða að fylla hann með einhverju. Og nú er hann orð- inn oflítill — helvítið að tarna! Köttur skáldsins. — Hvernig áskotnaðist þér kött- urinn? — Ég vann liann í spilum af Hjörlcifi Elfassyni suður í Hafn- arfirði síðastliðið vor. — Hvað heitir kötturinn? Þetta er læða og hún hét upp- haflega Búkolla, síðan Tvíbaka, svo var hún allt í einu farin að heita Þorbjörg, og nú veit enginn hennar rétta nafn með vissu. Hún er nú trúlofuð sæmilega stöndug- um fressketti, hér í nágrenninu, hvað lengi sem það varir. Hún er dálítið forfrömuð, til dæmis hefir hún borðað miðdag niður á Hótel Borg og ennfremur var einu sinni minnzt á hana á Þjóð- varnarfélagsfundi, en ekki veit ég hvort Jjað var frekar til lofs eða lasts. o Oo 4 LÍF og LIST

x

Líf og list

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.