Líf og list - 01.10.1950, Blaðsíða 16

Líf og list - 01.10.1950, Blaðsíða 16
LEIKLIST ÞJOÐLEIKHUSIÐ: 99 ÖVÆNT HEIMSÖKN“ Eftir John P. Priestley Leikstjóri: Indriði G. Waage Það var vormisserið 1937 í ensku- deild háskólans í Berlín, sem ég kynnt- ist skáldritum Priestleys fyrst. Ég las þá Angel Pavement ásamt þýzkum stúdentum undir handleiðslu kennara. Síðan hef ég ekki sett mig úr færi að lesa skáldrit Priestleys. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að bera lof á heimskunnan rithöfund eins og Priestley, en þó hygg ég, að hann sé ekki jafnmikið lesinn hér og hann á skilið. íslenzkir þýðendur hafa yfirleitt sniðgengið rit hans, þó að skáldsögur hans séu engu síður spennandi en sölureyfarar þeir, sem gefnir eru út í gróðaskyni með litlu eða engu bók- menntalegu gildi. Af þeim kynnum, sem ég hef af ritverkum Priestleys, er fjölbreytnin sérlega einkennandi. Hon- um er jafnlétt um að bregða upp sprenghlægilegum myndum og atburð- um úr þjóðlífinu eins og háalvarlegum þjóðfélagsádeilum, sem Óvænt heim- sókn hefur sannað íslenzkum hlust- endum og leikhúsgestum bæði í út- varpi og á sviði Þjóðleikhússins. Aðal- áhugaefni Priestleys er manneskjan í straumiðu þjóðfélagsins. Óvænt heim- sókn er í senn þjóðfélagsádeila og af- hjúpun sálarlífsins, þannig að hinn harðsvírasti borgari stendur hjálpar- vana fyrir áhorfendum. Hann hefur líka gaman af að beita fyrir sig dul- rænum brögðum og leysa vandamálin á frumlegan hátt eins og í þessu leik- riti. Hér er samvizka mannanna sjálf gerð að persónu í lögreglufulltrúanum til að ná sterkari tökum á áhorfend- um. Að öðru leyti hirði ég ekki um að rekja þráð leiksins, þar sem menn geta lesið hann í ýmsum leikdómum dagblaðanna, ef þeir eiga þess ekki kost að sjó leikinn sjálfan. Þeir sem eitthvað hugsa um leikrit, komast fljótt að raun um það, að leik- rit lýtur öðrum lögmálum en skáld- sagan. Snið þess er ákveðnara og leik- ritahöfundurinn er bundnari fastari reglum en skáldsöguhöfundurinn. Ó- vænt heimsókn er fast í sniðum og miðar leikrænt séð öruggt að ákveðnu marki án útúrdúra, sem gefur leikrit- inu hinn nauðsynlega spenning og Indriði Waage endar á. frumlegri og óvæntri lausn. En svo auðveldur sem hann er áhorf- endum að einbeita sér að viðfangs- efninu, þá er hann leikurunum ekki jafnléttur. Það er nú einu sinni svo með leikrit, að þau setja höfundi sín- um vissar skorður með hinni ströngu tækni, sem góð leikrit krefjast. Og hér er það þannig, að heil fjölskylda er tekin til meðferðar í samleik, sem krefst þess, að allir meðlimir hennar séu lengi inni á sviðinu í einu og sjaldnast eða aldrei færri en þrír leik- arar, sem leiðir aftur af sér, að flestir leikaranna verða að sýna mikið af þögulum leik. En þögull leikur er erfiður og veikir leik allra nema beztu leikara. Þögli leikurinn veldur ekki hvað sízt sjálfum leikstjóranum marg- víslegri erfiðleika. Enda fór það svo, að þetta atriði veikti leikinn til muna og gerði hann þunglamalegri en ella hefði orðið. Leikstjórinn Indriði Waage hefur oft sýnt það áður, að hann er glöggur og vel æfður leikstjóri, en hér ótti hann við óvenjumikla örðugleika að stríða. Hann þurfti að staðsetja marga leikara á sviðinu í einu, leið- beina þremur ungum leikurum og leika þar að auki aðalhlutverkið sjálf- ur. Það hefur nokkrum sinnum verið bent á í leikdómum, að illviðráðan- legt sé hverjum leikstjóra að leika sjálfur í aðalhlutverki og ættu leik- stjórarnir að vita það bezt sjálfir. Mannlegur máttur nær nú einu sinni ekki lengra en það, að geta skilað meiru en einu verki vel í einu. Aníiað verður að lúta í lægra haldi, og hér kaus leikarinn Indriði Waage að leika á kostnað leikstjórans Indriða Waage. Hins vegar hygg ég, að fæstir hefðu viljað missa Indriða sem fulltrúann Goole, en var þá ekki hægt að fá ann- an hvorn hinna leikstjórannatil aðtaka leikstjórnina að sér? Ætli sú tilhögun hefði ekki borgað sig með betri leik og lengri aðsókn? án þess þó að ég vilji spá þessum leik neinum hrak- spám. Leikur Indriða í hlutverki Gooles var greinilega skemmtilegasti og svip- mesti leikurinn. Indriði er þeirri gáfu gæddur, að geta sýnt skýra og eftir- tektarverða persónu á leiksviði og í þessum leik er óhætt að segja, að leik- urinn hófst ekki að neinu marki fyrr en Goole lögreglufulltrúi vindur sér inn úr dyrunum. Að vísu var hlut- verk hans sérkennilegast frá höfund- arins hendi og því ekki eins erfitt í höndum góðs leikara og ýmsir leik- dómarar vilja vera láta. En Indriði nóði líka þessum sérkennum, svo að ekki varð betur á kosið. Hann var 16 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.