Líf og list - 01.10.1950, Blaðsíða 19

Líf og list - 01.10.1950, Blaðsíða 19
Feðgin á skólagöngu Það er þýðingarmikil stund í lífi barnsins, þegar það fer í skóla — í fyrsta sinni. Þetta var mér sjálfum sem föður fullvel ljóst. Ég liafði sjálfur einu sinni verið ung- ur, þó að ég myndi raunar óljóst eftir því. Ég hafði að vísu aldrei gengið í barnaskóla, því að það var ekki í tízku þá í minni sveit En ég skildi vel fyrir því þýðingu þessa augnabliks fyrir dóttur mína, sem nú átti að fara í skóla. Ég man nefnilega vel eftir barna- prófunum og hve mjög þau fengu á mig. Ég álít þau sjálfur meðal stærstu augnablika lífs míns. Auk þess hef ég, þó að ég segi sjálfur frá, kynnt mér sérstaklega sálarlíf barna og álít að enginn skyldu- rækinn faðir geti látið hjá líða að lifa sig sem bezt inn í sálarlíf barna sinna. Þessi frásögn á ekki að vera neitt sjálfshól um mig sem föður, ég hef bara rækt mín- ar sjálfsögðustu föðurskyldur. í tilefni af því, að ég varð fjöl- skyldufaðir, sökkti ég mér á sínum tíma niður í sálarfræði barna. Las tímaritsgreinar, cinkum norskar, því að Norðmenn standa að mínu áliti mjög framarlega á því sviði. Einnig las ég Freud og ýmis rit eft- ir lærisveina hans. Mér hefur því lengi verið Ijóst, að fyrsta skylda foreldranna er að skilja barnssál- ina, setja sig í fótspor barnsins og vera, ef svo má segja, í öllu sam- lífi við barnið á sömu bylgjulengd og það. Maður á að hlæja, þegar barnið hlær og vera alvarlegur, þegar maður sér, að barnið er al- varlegt eða hnuggið. Það getur oft kostað föðurinn mikla áreynslu, þegar liann kemur þreyttur heim frá vinnu sinni og vill helzt hvíla sig eða lesa kvöldblaðið. En það má góður faðir ekki láta á sig fá. Hann verður að yfirstíga þá byrj- unarörðugleika. Og detti barninu í hug að fá sér reiðtúr á baki föð- ur síns, þá verður hann að veita því það, enda þótt hann verði að leggjast á fjórar fætur á gólfið og þeysa með það á harða spretti um alla stofuna. Aðalatriðið er, að það skapist ekki bældar hvatir eða dulkenndir hjá barninu, sem geta komið við eitt ógætilegt orð, því að það getur beðið við það ómet- anlegt tjón alla ævi. Sálarlíf barna er svo viðkvæmt. Það er vísinda- lega sannað. Og nú átti dóttir mín að fara í skóla í fyrsta sinni. Ég skildi strax, hvílík hugarraun það mundi vera fyrir hana að hugsa til þess og vissi, sem betur fór, hvernig bezt væri að létta undir þá byrði á hin- um litlu herðum. Ég minntist þess, þegar ég sá móður og dóttur vera að raða niður skóladótinu í skólatösku Eddu litlu, að ég hafði lesið sögu eða frásögu í einhverju barnablaði, þegar ég var ungur, um það, hvernig faðirinn fylgir dóttur sinni í skóla. Ég man það glöggt, að mynd var með frásögn- inni, þar sem faðirinn sést leiða dóttur sína sér við hönd. Annars fjallar hún um það, hvernig fað- irinn ryður henni braut yfir fyrstu örðugleikana á skólagöngu henn- ar, kynnir hana fyrir kennslukon- unni og biður hana að taka barn- ið í ásjá sína svona fyrsta kastið, meðan hún er að venjast skólalíf- inu. Síðan kveður hann dóttur sína blíðlcga og biður hana að vera góða stúlku. Hún þurfi ekk- ert að óttast, hún sé í góðum höndum. Svo klappar hann á litla kollinn hennar og kyssir hana í kveðjuskyni. Þetta er mikil uppörvun fyrir barnið, sem skelfur auðvitað af ótta við allt hið ókunna, sem nú er í vændum. Þessi saga kemur mjög vel heim við kenningar barnasálfræðinga vorra tima. Ég sá í huga mér, hvernig ég gæti brúað þá byrjun- arógöngur, sem litlu öngunum vaxa svo mjög í augum, enda þótt okkur hinum fullorðnu finnist þeir smámunir einir. Bara eitt föð- urlegt handtak myndi verða mikil uppörvun fyrir þá litlu. Og finna sig örugga við hlið föður síns, þegar hún kynnist kennslukon- unni, þessari óráðnu gátu, já og ég vil leyfa mér að segja óhugn- anlegu ófreskju í augum allra barna í fyrsta sinn, það er meira virði i'yrir barnið en menn gera sér almennt í hugarlund. Og síð- ar á ævinni mundi hún alltaf hugsa með sérstökum hlýleika til föður síns fyrir hina föðurlegu umhyggju og þann styrk, sem liann gaf því á mestu alvörustund þess. Ég tók saman smá ræðustúf í huga mínum, sem átti vel við tæki- færið bæði gagnvart dóttur mii*n og kennslukonunni. — Hérna kcm ég þá með litla augasteininn minn, ætlaði ég mér að segja, og ég vona að hún verði nú þæg og hlýðin. Og þú þarft ekkert að óttast kennslukonuna, ætlaði ég að segja um leið og ég beygði mig niður að dóttur minni, þú sérð, hvað hún er vingjarnleg, og það er hún allt- af við góð og þæg börn. Og svo klappaði ég henni á koll- inn og kyssti hana á kinnina. Þar á ég auðvitað við hana dóttur mína. — Jaeja, Edda litla, ætli það sé ekki bezt fyrir okkur að fara að pota okkur af stað, kallaði ég til Eddu, þegar ég var búinn að liugsa mér ræðustúfinn. LÍF og LIST 19

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.