Líf og list - 01.10.1950, Blaðsíða 21
haldi jafnan virðingu minni. Ég
hugsaði mér að ganga niður aftur
og út til að líta eftir telpunni. Ég
þurfti að ná í hana, áður en börn-
in fóru inn og leiða hana fyrir
kennslukonuna.
Þegar ég stóð þarna fyrir utan
dyrnar, fann ég alveg á mér, að
börnin voru að gjóta til mín aug-
unum og kannske segja hvert við
annað: — Sérðu ljóta karlinn
þarna við dyrnar? Hvað ætli hann
sé að flækjast hér?
En það var nú sama. Ég hafði
a-‘ðri skyldum að gegna.
Loks var hringt inn í tíma.
Börnin þyrptust inn um dyrnar
eins og kindur út úr fjárrétt. Hvar
var nú Edda? Ég kom fyrst auga á
hana, um leið og hún tróð sér inn
Um dyrnar með hinum, en leit þó
hl mín spyrjandi og brosandi um
leið, sem mér fannst einhvern veg-
mn þýða sama og hvort ég vildi
ekki fara að hypja mig heim og
kaupa í matinn.
Þegar ég kom að kennslustof-
unni voru börnin öll setzt, og ég sá
þar Eddu vera að tína ritföngin
UPP úr skólatöskunni og sýna þau
vinkonu sinni. Hún hafði bersýni-
gleymt mér, sem stóð þarnS
eins og einstæðingur við dyrnar
°g vissi ekkert, hvað ég átti af mér
gera. Þó vildi ég ekki kalla á
hana, því að góður barnasálfræð-
mgur truflar aldrei ró barnsins.
Svo kom kennslukonan. Ég
kynnti mig fyrir henni á ný og mér
virtist hún ekki vera neinn sérstak-
ur engill í pylsum, eins og ég hafði
reynt að telja dóttur minni trú
l,m. Ég tjáði henni, að ég hefði
koniið með barnið. Hún væri víst
kominn inn og sæti hjá vinkonu
smni. Kennslukonan sagði, að það
væri ágætt. Hún gæti setið þar á-
ham. Þetta var óþolandi lilutverk,
sem ég var nú að leika í. Engin
'elpa við liönd mér, sera væri
hrædd við ógnarvættinn, kennslu-
Líf
konuna og ég þyrfti að hugga.
Ræðuna hafði ég nokkurn veginn
ennþá í réttri röð í huga mér. Þá
datt mér í liug að kalla á Eddu.
Einhvern veginn varð ég að bjarga
við virðingu minni, þó að Eddu
liði þarna ágætlega og kennslu-
konan vissi vel, hver liún væri. —
Edda, komdu hingað, kallaði ég
óþarflega hátt. Rödd mín glumdi
um alla skólastofuna og ganginn.
Stelpan hlýddi. Hún tók í hönd-
ina á kennslukonunni og hneigði
sig.
— Þetta er þá hún dóttir mín
sagði ég, þó að ég vissi, að nú væri
það orðið alveg óþarft. Edda not-
aði tækifærið og smeygði.sér aftur
inn í kennslustofuna og ég stóð
einn gagnvart ófreskjunni.
— Hún virðist vera röskleg,
sagði kennslukonan. Ég skal hafa
auga með lienni.
— Já, þakka yður fyrir, sagði ég
og kvaddi.
Hlutverki mínu var nú lokið, án
þess að ég hefði komið að ræðu-
stúfnum, huggunarorðum og getað
klappað á kollinn á dóttur minni,
svo að kennslukonari sæi, eins
og föður bar að gera, þegar hann
fylgir dóttur sinni í skóla.
Ég var í djúpum þönkum á
lieimleiðinni. Ég var að hugsa um
söguna í barnablaðinu með mynd,
þar sem faðiririn leiðir dóttur sína
við hönd sér og brúar auðsjáanlega
fyrstu torfærurnar á skólagöngu
hennar.
Skyldu tímarnir liafa breytzt?
Nei, það gat ekki verið. Maður er
þó alltaf íaðir dóttur sinnar, en
ekki öfugt. En mér datt í hug, þeg-
ar ég var að kaupa kolann í mat-
inn, en það man ég að ég gerði, því
að ég hafði nærri gleymt að borga,
að ég þyrfti að ná mér í nýjustu
rit um barnasálfræði. Þar hlyti að
standa einhvers staðar sérstakur
kafli um sérkennileg börn.
Sveinn Bergsveinsson.
Sigurjón frá Þorgeirsstöðum:
SVONA ER VORIÐ
Smásaga.
Hafið niðar dreymandi við
sendna ströndina; einstaka hnút-
ur springur með þungum dunum
í landsoginu, veldur tyuflun í jöfn-
um hrynjanda bárunnar.
Uppi í blátæru loftinu, bryddu
ljósbrúnum flauelsmjúkum bönd-
um, sveima kríur yfir grænum
töngum og vingjainlegum varp-
hólmum. Þær eru háværar, stinga
sér eftir æti í lognkyrran fjörðinn;
hreyfingar þeirra eru léttar,
vængjablakið fjaðurmagnað.
Óðinshanar synda á smátjörn-
um, kvikir og pattaralegir, — litlir
kropparnir iða af lífsgleði. Þeir
hnykkja höfðinu, eins og veraldar-
vanar hispursmeyjar á kvöldgöngu
í Austurstræti. Þeir synda í smá-
um hringjum á vatninu, mynda
grunna gára, sem eftir augnablik
eru horfnir. Og vatnsflöturinn er
jafn spegilsléttur og áður.
Á eyjum í firðinum liggja mó-
brúnar æðarkollur í hreiðrum.
Þær kúra sig niður, samlitar sól-
brenndu grasinu, þolinmóðar og
kyrrlátar. Af fórnfúsri móðurást
hafa þær reytt af sér hlýjan dún-
inn, til að fóðra innan vögguna,
sem geymir aleigu þeirra: grábrún
egg, blundandi líf komandi kyn-
slóðar.
Úti á hleinum við fjörumálið
sitja skrautbúnir blikar, með kýtta
liálsa, prúðir og áhyggjulausir,
eins og heimspekingar, sem njóta
unaðssemda hvers dags, er líður.
Þegar á daginn líður, kemur
hægur andvari utan frá hafinu.
Sjávarniðurinn berst lcngra inn
yfir landið. Yfir fjöllin leggst
þunn þokuslæða, hrynur um herð-
ar þeirra og hálsa, eins og fíngert
brúðarlín. Það eru regndropar í
Frh. á bls. 23.
og LIST
21