Líf og list - 01.10.1950, Síða 6

Líf og list - 01.10.1950, Síða 6
MORÐINGJARNIR SMÁSAGA eftir Ernest Hemingway Dyrnar á veitingastofu Henrys opnuðust, og tveir náungar gengu inn. Þeir settust við afgreiðslu- borðið. — Hvað er það fyrir ykkur? spurði Georg. — Ég veit ekki, sagði annar þeirra. — Hvað langar þig til að éta, Al? — Ég veit ekki, sagði Al. — Ég veit ekki, hvað mig langar til að éta. Úti var farið að'skyggja. Það var kveikt á götuljósinu fyrir utan gluggann. Mennirnir tveir við borðið lásu matseðilinn. Nick Adams virti }rá fyrir sér frá hinum enda borðsins. Hann hafði verið að tala við Georg, þegar þeir komu inn. — Ég ætla að fá mér steikt svíns- kjöt með eplasósu og jarðepla- stöppu, sagði sá náunganna, sem fyrr hafði orðið. — Það er ekki til ennþá. — Hvers vegna í djöflinum set- urðu þetta á matseðilinn? — Þetta er kvöldverðurinn, sagði Georg. — Þú getur fengið þetta klukkan sex. Georg leit á klukkuna á veggn- um fyrir aftan afgreiðsluborðið. — Klukkan er fimm núna. — Samkvæmt klukkunni þarna er hún tuttugu minútur gengin í sex, sagði annar. — Klukkan á veggnum er tutt- ugu mínútum of fljót. — Ó, fari klukkan til hclvítis! sagði sá fyrsti. — Hvað cr að éta hjá þér? — Ég get látið ykkur fá alls kyns samlokur, sagði Georg. — Þið get- ið fengið reykt svínslæri með eggj- um, svínaflesk með eggjum, eða smásteik. — Láttu mig fá kjúklingabollur með grænum baunum og rjóma- sósu og jarðeplastöppu. — Það er í kvölclverðinn. — Allt, sem við viljum fá, er í kvöldverðinn, ha? Þú sérð um það. — Ég get látið ykkur fá reykt svínslæri mcð eggjum, svínaflesk með eggjum, lifur —. — Ég ætla að fá svínslæri með eggjum, sagði náunginn, sem hét Al. Hann var nteð harðkúluhatt og klæddur svörtum, tvíhnepptum frakka. Andlitið var lítið og fölt og varirnar samanherptar. Hann var með hanzka og með silkiklút um hálsinn. — Láttu mig fá svínaflesk með eggjum, sagði hinn náunginn. Hann var á stærð við Al. Andlit- in voru ólík, en þeir voru klæddir eins og tvíburar. Báðir í alltof þröngum frökkum. Þeir sátu og studdust við olnbogana fram á borðið. — Nokkuð að drekka? spurði Al. — Engifersöl, kóla og límonaði, sagði Georg. — Ég á við áttu nokkuð til að clrekka? — Bara það, sem ég taldi upp. — Þetta er æðisgengin borg, sagði hinn náunginn. — Hvað heitir hún? — Summit. — Nokkurn tíman heyrt hennar getið? spurði A1 vin sinn. — Nei, sagði vinurinn. — Hvað gera menn hér á kvöld- in? spurði Al. — Þeir borða kvöldverðinn, sagði vinur hans. — Þeir koma all- ir hingað til að borða hina miklu kvöldmáitíð. — Laukrétt, sagði Georg. — Svo að þú heldur, að það sé rétt, spurði A1 Georg. — Vitaskuld. — Þú ert snillingur, ekki svo? — Vitaskuld, sagði Georg. — Einmitt það, karlinn, það ertu bara hreint ekki, skal ég segja þér, sagði hinn pjakkurinn. — Er hann það, Al? — Hann er eitthvað bilaður, sagði Al. Hann sneri sér að Nick. — Hvað heitir þú nú? — Adams. — Annar snillingur, sagði AI. — Er hann ekki snillingur Max? — Borgin er full af snillingum, sagði Max. Georg sétti tvær skálar, aðra með svínslæri og eggjum, hina með fleski og eggjum, á borðið. Hann setti niður við hliðina á þeim tvo diska af jarðeplastöppu og lokaði lúkugatinu að eldhúsinu. — Hvort er þitt? spurði hann Al. — Manstu það ekki? — Svínslæri og egg. — Alltaf sami snillingurinn, sagði Max. Hann hallaði sér á- fram og tók við svínslærinu með eggjum. Báðir mennirnir átu með hanzkana á höndunum. Georg horfði á þá éta. — Hvað ertu að glápa á? spurði Max og leit á Georg. — Ekkert. — Því lýgurðu, helvítis beinið þitt. Þú varst að glápa á mig. — Kannske hefir strákskinnið haldið, að þetta væri fyndið, Max, sagði Al. Georg hló. — Þú mátt ekki hlæja, sagði LÍF og LIST C

x

Líf og list

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.