Líf og list - 01.10.1950, Blaðsíða 10

Líf og list - 01.10.1950, Blaðsíða 10
— Það er aðeins eitt, sagði hann og sneri sér að veggnum. — Ég get ekki gert það upp við mig að fara út. Ég hefi verið hér í allan dag. — Gætirðu ekki farið úr borg- inni? } — Nei, sagði Ole Andreson. — Ég er steinhættur öllu þessu hring- sóli. Hann starði á ve gginn. — Það er ekkert hægt að hafast að núna. — Geturðu ekki tekið einhverja ákvörðun? — Nei, mér hefir skjátlazt. Hann talaði enn í þessum sama, jafna og hæga tón. — Það er ekkert hægt að gera núna. Eftir nokkra stund ætla ég að taka ákvörðun og fara út. — Ég held ég ætti að fara að hitta Georg, sagði Nick. — Vertu sæll, sagði Ole Andre- son. Hann leit ekki í áttina að Nicka. — Þakka þér fyrir innlitið. Nick fór út. Urn leið og hann lokaði hurðinni, sá hann Ole Andreson liggja alklæddan í rúm- inu og stara á vegginn. — Hann hefir verið í herberg- inu sínu í allan dag, sagði konan, þegar hann kom niður. — Ég býst við, að hann sé ekki hress. Ég var að segja: Þú ættir að fara út núna, herra Andreson, og labba um á þessum fagra haustdegi, en hann kvaðst ekki vera í skapi til þess. — Hann vill alls ekki fara út. — Mér þykir leitt, ef honum líð- ur illa, sagði konan, — hann er svo yndislegur maður. Þú veizt, að hann var hnefaleikakappi. — Ég veit. — Þú gætir ekki vitað það ,nema þú sæir framan í hann, sagði kon- an. Þau stóðu og töluðu saman rétt fyrir innan dyrnar, sein lágu út að götunni. — Hann er alltaf jafn-yndisleg- ur. — Jæja, góða nótt, frú Hirsch, sagði Nick. — Það er ekki ég, sem heiti frú Hirscli, sagði konan. — Hún er eigandi hússins. Ég lit aðeins eftir Ég heiti frú Bell. — Jæja, góða nótt, frú Bell, sagði Nick. —• ^Góða nótt, sagði konan. Nick gekk upp dimmt strætið að liorninu hjá götuljósinu og síðan sömu leið til baka fram hjá bif- reiðaslóðinni og upp á matstofu Henrys. Georg var fyrir innan afgreiðslu- borðið, þegar hann kom inn. — Fannstu Ole? — Já, sagði Nick. — Hann er inni í herberginu sínu og vill ekki fara út. Kokkurinn opnaði dyrnar inn úr eldliúsinu, þegar hann heyrði rödd Nicks. — Ég vil ekki einu sinni hlusta á þetta, sagði hann og lokaði dyr- unum. — Sagðirðu honum frá þessu? spurði Georg. — Auðvitað sagði ég honum það, en hann veit um það allt. — Hvað ætlar hann að gera? — Ekki neitt. — Þeir munu drepa hann. — Ég býst við því. — Hann hlýtur að hafa lent í einhverju þarna í Chicago. — Trúlegt, sagði Nick. — Djöfull er það. — Hryllilegt, sagði Nick. Þeir sögðu ekki neitt urn stund. Georg náði í þurrku og sópaði burt af borðinu . — Hvað skyldi hann hafa gert? sagði Nick við hann. — Leikið á einhvern. Þeir drepa víst menn fyrir það. — Ég ætla að flytja burt úr borg- inni, sagði Nick. — Já, sagði Georg. — Það er heillaráð. — Ég get ekki þolað að hugsa til lians, þar sem hann bíður í her- bergi sínu og veit, að hann fær að kenna á því. Það er allt of hræði- legt að hugsa til þess. — Jæja, sagði Georg, — ég held þú ætth ekki að hugsa um það. Sýningarsalur Málarans- PÉTUR FRIÐRIK SIGURÐSSON sýnir vatnslitamyndir í salarkynnum Málarans í Bankastræti. Opið daglega kl. 10—18 og kl. 20—23. 10 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.