Líf og list - 01.10.1950, Blaðsíða 8

Líf og list - 01.10.1950, Blaðsíða 8
úr eldhúsinu. Hann hafði sprengt upp lúkugatið með tómatsósu- flösku. — íleyrðu mig, litli minn, sagði hann við Georg úr eldhúsinu. — Staltu dálítið fjær við borðið. Færðu þig svolítið til vinstri, Max. llann var eins og ljósmyndari, sem hýr sig til að taka hópmynd af fólki. — Talaðu við mig, snillingur, sagði Max. — Hvað heldurðu, að sé í vændum? Georg mælti ekki orð af vörum. — Ég skal segja þér nokkuð, sagði Max. — Við ætlum að drepa einn Svía. Kannastu við stóran Svía, sem heitir Ole Andreson? - Já- — Hann kemur hingað til að borða á hverju kvöldi, ekki satt? — Hann kemur hingað stund- um. — Hann kémur hingað klukkan sex, ekki satt? — Ef hann á annað borð kemur. — Við vitum þetta allt, snilling- ur, sagði Max. Tölum um eitthvað annað. Ferðu nokkurn tímann í bíó? — Kemur fyrir. — Þú ættir að fara oftar í bíó. Það er gott fyrir snilling eins og þig að fara í bíó. — Hvers vegna ætlið þið að drepa Ole Andreson? Hvað í ó- sköpunum hefir hann gert á hluta ykkar? — Hann hefir aldrei fengið ráð- rúm til að gera nokkuð á hluta okkar. .Hann hefir ekki einu sinni séð okkur. — Og hann á aðeins eftir að fá að sjá okkur einu sinni, sagði A1 úr eldhúsinu. — Hvers vegna ætlið þið þá að drepa hann? spurði Georg. — Við ætlum að drepa hann fyrir vin okkar. Aðeins til þess að gera vini okkar greiða, snillingur. — Haltu kjafti, sagði A1 úr eld- húsinu. — Þú segir of mikið, mann- djöfull. — Ojæja, ég verð að skemmta aiillingnum. Verð ég ekki að gera pað, snillingur? — Þú talar alltof andskoti mik- ið, sagði Al. — Svartur og snilling- urinn minn eru einfærir um að skemmta sér sjálfir. Ég hefi fjötrað þá eins og tvær stúlkur í klaustri. -- Ég býst við, að þú hafir verið í klaustri. — Maður veit það náttúrulega aldrei. Georg leit á klukkuna uppi á veggnum. — Ef einhver kemur hingað, verðurðu að segja, að kokkurinn sé ekki viðlátinn, og ef einhverj- um er mjög umhugað um að fá að éta, þá skaltu segja honum, að þú munir sjálfur fara inn í eldhús- ið og matreiða. Ertu með á nót- unum, snillingur? — Allt í lagi, sagði Georg. — Hvað ætlarðu að gera við okkur á eftir? — Það Cr undir ýmsu komið, sagði Max. — Það er eitt af því, sem aidrei er hægt að vjta um fyr- iriram. Georg -leit á klukkuna á veggn- um. Hún var korter yíir sex. Dyr- unum að matstofunni var lokið upp. Inn kom bifreiðarstjóri frá götunni. — Sæll vertu, Georg, sagði hann. — Get ég i'engið kvöldverð? — Sam skrapp frá, sagði Georg. — Hann vcrður kominn aftur eftir hálftíma. — Ég hcld ég ætti þá að reyna einhvers staðav ofar í götunni, sagði bifreiðaií.i'órinn. Georg leit á klukkuna. Hú ■ ,ar tuttugu mínút- ur yfir sex. — Þetta var laglega af sér vikið, snillingur, sagði Max. — Þú ert sannkallaður heiðurskarl. — Hann vissi, að ég hefði kálað honum annars, sagði A1 úr eld- húsinu. — Nei, sagði Max. Það var ekki það. Snillingur er ágætur. Hann er góður drengur. Mér geðjast vel að honum. Þegar klukkan átti eftir fimm mínútur í sjö, sagði Georg: — Hann kemur ekki. Tveir menn höfðu komið inn í matstofuna á meðan. Georg hafði einu sinni þurft að skreppa inn í eldhús til að steikja svínslæri með eggjum og framreiða samloku með svínaketi og eggi, sem maður nokkur vildi fá að taka heim með sér. Þegar hann kom inn í eldhús- ið, sá hann A1 sitja á stól við lúku- gatið með harðkúluhattinn aftur á hnakka. Hann hélt á afsagaðri kúlubyssu og lét hlaupið hvíla á syllunni hjá lúkugatinu. Nick og negrinn sneru saman bökum úti í horni; báðir voru þeir með handklæði bundið um munninn. Georg hafði framreitt samlokuna, vafið henni inn í smjörpappír og stungið henni i poka, farið með hana fram, og maðurinn hafði borgað fyrir hana og farið út. — Snillingur getur gert allt, sagði Max. — Hann getur búið til mat og yfirleitt gert allt milli him- ins og jarðar. Þú átt eftir að gera einhverja stúlku að góðlri eigin- konu og húsmóður, snillingur. — Heldurðu það, sagði Georg. — Vinur ykkar Ole Andrcson ætl- ar ekki að sýna sig. — Við ætlum að gefa honum tíu mínútur í viðbót, sagði Max. Max leit í spegilinn og gaf klukkunni gætur. Vísarnir á veggklukkunni bentu á sjö, svo fimm mínútur yf- ir sjö. — Komdu, Al, sagði Max. — Ég held við ættum að fara. Hann ætl- ar ekki að koma. — Ég held við ættum að gefa 8 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.