Líf og list - 01.11.1950, Page 11
ARTURO BAREA er fæddur í Kastilíu á Spáni 1897 af fátækum forcldr-
um. Hann missti föður sinn ungur og varð snenuna að byrja að vinna fyrir scr,
fékkst við bankastörf framan af, en gerðist síðar verkfræðilegur ráðunautur
ýmsra fclaga og gegndi því þar til er borgarastyrjöldin á Spáni brauzt út. Þegar
loftárásirnar á Madrid liófust, fór hann að skrifa, en við það liafði hann ekkert
fengizt frá því á bernskuárunum. Sjálfur segir hann svo frá, að hann hafi gripið
til ritstarfsins „sem emhvers konar lífsflótta, á meðan ég vann í þeirri byggingu í
Madrid, Tclefonica, sem tíðastar loftárásir voru gerðar á.“ Hann vann þar sem
blaða- og ritskoðunarfulltrúi í utanríkisráðuneyti lýðvcldisstjórnarinnar og
veitti forstöðu útvarpi til útlanda. B r e n n i v í n er ein af tuttugu smásögum,
sem hann skrifaði í Madrid og kom út í Barcelona undir nafninu V a I o r y
mie do (Hugrekki og ótti). Allar eru sögur þessar svipmyndir af daglegu lífi al-
mennings í Madrid í umsátrinu. Þetta var síðasta bókin, sem út var gefin í Barce-
lona meðan lýðveldisherinn hélt borginni. Nokkurra mánaða stöðugar loftárásir
á Barcelona urðu ofraun fyrir Barea, svo að hann neyddist til að fara úr landi.
Hann leitaði sér hvíldar í Frakklandi, og þar byrjaði hann á stærsta og frægasta
ritverki sínu, skáldriti í þrem bindum, sem er sumpart yfirsýn yfir sögu Spánar
á þessari öld. Arturo Barca átti ekki afturkvæmt til Spánar og settist að í Eng-
landi, þar sem hann hefur haldið áfram að skrifa, m. a. ritgerðir um spænskar
bókmenntir.
fyrir það, hvað hann hefði ágætan
reikningshaus.
Hann lyfti sænguríaldinum,
sjálfumöruggur á ný. En áður en
varði heyrðust óskaplegir brestir —
einhvers staðar í grenndinni. Hús-
ið hristist. Úti rigndi niður járn-
tætlum, múrsteinum, glerbrotum.
Það brakaði x öllum viðum. Ljós-
ið, þetta lítilfjörlega ljós, sem nú
var orðið að daufri týru, blakti.
innýflin í honum gengu upp og
niður.
Hann féll á hnén við rúmstokk-
inir og þorði hvorki að hreyfa legg
né lið, hver veit hvað lengi: eina
ntínútu, tíu mínútur, hálftíma?
Þegar liann kom til sjálfs sín, var
sem Ijósið sveipaðist um hann eins
°g blár hjúpur. Dona Júaníta
nraut sældarlega með annan hand-
legginn út undan sænginni. Hann
Þataði hana. Utan af götunni bár-
nst skelfingarkvein frá mörgu fólki,
skrölt í slökkviliðs- og sjúkrabíl-
uni, ókvæðisorð og guðlast.
Don Manúel skalf þegjandi í
rnyrkrinu. Hægt og rólega gekk
Þann aftur berfættur fram í borð-
stofuna. Hann læddist á tánurn og
litaðist um eftir brennivínsflösk-
unni, fann hana og bar hana blíð-
lega inn í svefnherbergið. Þegar
hann var korninn upp í, lagði
hann við hlustirnar og hélt áfram
að drekka. Drykkurinn fyllti heila
hans með hávaða og öryggi. Þegar
hávaðinn keyrði úr hófi, fékk hann
ser sopa. Þegar öryggið var að fá
yfirlxöndina, sagði hann við sjálfan
sig: „Þú verður fullur.“
Klukkan hálfsjö —- Don Manú-
el mundi aldrei gleyma því augna-
hliki, einmitt því augnabliki —
siaðist dagsljósið gegnum rifurnar
á gluggahlerunum. Síðasta hugsun
hans var: Ef ég hefði kveikt ljós,
niundu þessar rifur hafa gefið flug-
vélunum meiki.
Svo datt hann út af á koddann.
Þennan mox'gun fann Dona
Júaníta, saklaus og fáfróð, við
loðinn sér feitan, lilið, sköllóttan
mann með slapandi skegg, lirjót-
andi eins og hrút, og brennivíns-
flösku, sem hafði dottið tóm á gólf-
ið.
Nú er Don Manúel orðinn dag-
legur gestur á barnum, biður unt
brennivín og drekkur það auð-
mjúklega. Þegar hermenn koma
inn á barinn í leyfinu, byrjar hann
ætíð á sömu sögunni:
„Nóttin 9. nóvember 1936 var
hreint ekkert grín. Júnkararnir
komu. Við urðunt að tína upp þá
dauðu og særðu á meðan sprengj-
urnar féllu allt í kringum okkur.
BLÓÐFÓRNIR - Frh af bls. 9.
ir manna lieimili sín og hverfa til
vígvallanna. Meðal þeirra er Ant-
on Sjdanov.
Meðan hann var í borginni að
færa veitingamanninum hænsnin
sín í veizluna handa stórmennum
heimsins, kom lierkvaðningin.
Hann á að mæta strax í 37. her-
deild, en liún á að leggja af stað
úr borginni í nótt og vera komin
til landamæranna í fyrramálið.
Þaðerbarizt á öllum vígstöðvum.
Þúsundir lierflugvéla kljúfa loft-
ið, og þær bcra skugga á jörðina
líkt og flugvélin, sem flutti herráð-
ið, og stjórnmálamennina, er hún
Við gátum ekki einu sinni notað
kastljósin okkar. Það minnir mig
líka á þá tíma, þegar ég var í stríð-
inu á Kúbu og . . .“
Hann kemur lieim fullur og
Dona júníta háttar hann. Nú er
það liún, sem starir hrædd út í
myrkrið í svefnhcrbeiginu og þor-
ir ekki að kveikja ljós. Hún veit
ekki, hvað komið hefur fyrir mann-
inn hennar og mun aldrei fá að
vita það. Gamli drykkjurúturinn
Don Manúel mun aldrei segja
konunni sinni, hvað hann hataði
hana nóttina forðum fyrir það, að
liún gat sofið, á rneðan hann var
hræddur.
flaug yfir hænsnahópinn hans
Antons Sjadnovs. Og orustuflug-
vélarnar spúa eldi og sprengiregni
yfir löndin. Loftið fyllist púður
eim, og loga brennandi borga ber
við himin. Gróðurinn þyrlast upp,
og jörðin verður að flagi — grænir
akrar að eyðimörk, ilmandi skógar
að svörtum öskubing, en niður í
sár jarðarinnar rennur fagurrautt
blóð fólksins, sem engist í fjörbrot-
unum, meðan síðasti lífsneistinn
dvínar í bijóstinu . . . Þetta eru
fórnarlömb herráðs heimsins og
æðstu stjórnmálamanna þjóðanna,
eins og hænsnin hans Antons
Sjdanovs. —
LÍF og LIST
11