Líf og list - 01.11.1950, Blaðsíða 20
LJtvarpsleikritið „Browningþýðingin“
Að öllu jöfnu er hyggilegra að
vera á varðbergi fyrir því, sem er
á boðstólum í hæstvirtu Ríkisút-
varpi. Þó að þessum menningar-
gjafa þjóðarinnar sé, því miður,
ærið áfátt í ýmsu um tilvöndun
dagskrár og efnisval að öllum jafn-
aði og obbi hlustenda skrúfi frá
tækjum sínum af eins konar vana-
bundinni hversdagsskyldu eða þráa
við guð og menn, bregður þó við,
að útvarpið íslenzka gerir lýðum
ljóst, hve ómissandi það getur ver-
ið. En slíkt má þó teljast viðburð-
ur. Síðastliðið laugardagskvöld
flutti útvarpið erlent leikrit, eink-
ar gott, sem ekki má láta hjá
líða að geta sérstaklega.
Flutningur leikenda og framsögn
var í fullu samræmi við efnið
sjálft. Leikritið hefir Bjarni Bene-
verður óeðlilegur og þunglama-
legur í snúningum, og handahreyf-
ingar hans verða sér í lagi klaufa-
legar — „Nor do not saw the air
too much, thus. Use all gently"
(„. . . Sagið ekki heldur og saxið
loftið svo með höndunum, en far-
ið að öllu hóflega." Hamlet eftir
Shakespeare, 3. þáttur, 2. atriði.
Þýð. Matt. Jch.). Þetta er eitt af
heilráðum Hamlets til leikaranna.
Jóni ætti að vera innan handar að
lagfæra þetta.
Þargrímur Einarsson fer þarna
með smáhlutverk og er ekkert að
því að finna.
Bjarni Guðmundsson hefir snú-
ið leikritinu á íslenzku. Þýðingin
er víðast hvar góð, en á stöku stað
virðist þýðandinn vera of háður
frummálinu.
Halldór Þorsteinsson.
diktsson frá Hofteigi íslenzkað, og
nefnist það Browning-þýðingin.
Höfundur er enskur, Rottigan að
nafni. Sennilega hefir Bjarni sjálf-
ur valið leikritið, og á hann þakkir
skyldar fyrir þá smekkvísi sína.
Þýðingin er smekkleg að sama
skapi og hún er lifandi. Tilsvörin
Jijál og án þýðandablæs — auð-
sýnilega ekki verið kastað höndun-
um til þýðingarinnar. Það ríður á
miklu, að þýðendur erlendra leik-
rita, sem flytja á í útvarpinu séu
starfi sínu vaxnir, kunni skil á
fögrum bókmenntum og séu gædd-
ir tilfinningu fyrir viðfangscfninu.
Hitt er auðvitað ekki síður mikil-
vægt, að leikritið sjálft sé innviða-
mikið og eigi einhverja köllun. í
þetta skipti réð hvort tveggja:
vandvirkni og fágun í hinni ís-
lenzku þýðingu og inntaksmikið
efni leikritsins sjálfs. Leikritið er
sálgreining — skapgerðalýsing —
heilsteypt persónueinkenni krufin
til mergjar. Barátta milli sundur-
leitra skaphafna. Andstæður leik-
ritsins eru sterkar, en þó hvergi
yfirdrifnar eins og oft hættir við í
mörgum svokölluðum tízkuleikrit-
um nútímans. Hver athöfn virðist
vera markmið í sjálfu sér, og hvcrt
atvik er á rökum reist og skýrt til
botns. Grunntónninn er hlýr og
samúðarkenndur. Mannúð og víð-
tækur skilningur á öfugstreymi í
mannlegu eðli er sterkasti þáttur
höfundar. Hér er ekki farið í laun-
kofa með þá sannreynd, að óhrein-
lyndi og ótrygglyndi eiginkonunn-
ar við eiginmanninn á sér engin
takmörk, ef ástríðuin hennar er
ekki fullnægt. En höfundur kafar
dýpra og sér fram á fleiri sjónar-
mið en þau, er beinast í þá átt að
fordæma siðferðisbrot þessara ó-
lánsömu mannvera. Hið kvikinzka
er ekki sprottið af illu einu — und-
irvitundin getur verið jafn-hrein
og óspillt eftir sem áður. Hér birt-
ist mönnum engin predikun eða
vandlæting yfir mannlegum löst-
um — hver persóna á sama rétt á
samúð að dómi liöfundar. Höf-
undi er ljóst, að mannskepnan er
flóknari og óútreiknanlegri en
svo, að hún verði afgreidd með
Jjví einu að skipta henni í tvo
hópa, annan hvítan og hinn svart-
an. Samúð höfundar nær til allra
persónanna — að minnsta kosti
þeirra, sem skipta einhverju máli í
leiknum — hann er eliki að ná sér
niðri á einstaka misbresti í skap-
höfn mannanna (smbr. Kiljan á
Magnúsi í Bræðratungu — alas!) —
hann er stærri karl en Jiað. Þó
sparar hann hvergi til að segja
sannleikann. Táknrænt er fyrir
leikritið, að Jsað fjarar út — í því
er stígandi og eins konar andstíg-
andi. Leikurinn er eins og lieit
bylgja, sem skellur með sívaxandi
hraða á ískaldri klöpp (eftir því
sem fram í sækir, vitnast manni
sannleikurinn á svipaðan hátt).
Síðan virðist sem hann fjari út
bæði snöggt og hægt í senn. Sum-
um kann því að þykja leikritið
nokkuð snubbótt í endalokin, en
Jrað er Jió í fullu samræmi við þá
atburði, sem gerast í sjálfu leikrit-
inu. Það er harmleikurinn innan
sjálfs harmleiksins, sem fjarar út
eða sem höfundur ætlast til að
fjari út. Þess vegna er leikritið svo
rökrænt og listrænt byggt upp. —
Leikrit þetta hlaut að ná til
hja"fa hvers þess, sem á hlýddi.
Vonandi verður Þjóðleikhúsið ekki
eftirbátur útvarpsins í Jiví að flytja
jafn-merkileg leikrit og Jietta, Jieg-
ar fram vindur. Ennfrcmur er þess
að vænta, að útvarpið haldi nú
uppteknum hætti og flytji landslýð
boðleg leikrit.
Þökk sé leikendum og þýðanda!
29. oct. 1950.
20
LÍF og LIST