Líf og list - 01.11.1950, Síða 21

Líf og list - 01.11.1950, Síða 21
Eiiin þáttur úr Lundúnaveldi EFTIK ELÍAS MAR Teikning eftir Sverri Haraldsson Sú von hefur rætzt, að hvít- glóandi torg dagsins sveipaðist bláum slæðum ævintýrisins. Undir bláum himni verða stein- hellurnar kaldar líkt og ofnplöt- ur sem einu sinni voru rauð- kyntar verða bláar og kaldar, þegar glóðin er kulnuð ogenginn eldur meir.Enhvernigverðaand- lit fólksins ? spyr þú, andlitin hálf í skugga, hálf í ljósi, hvernig verða þau? Við því eru eins mörg svör og andlitin eru mörg. Tíu milljón svör, ef þú vilt. En þú átt vitanlega við svipina, sem birtast eftir að dagsljósið er horfið og aldrei sjást á torginu meðan það glóðir í sólarhitan- um. Þú átt við það. Þig langar til að sjá þá. Hér eru þeir: Láttu þér ekki bregða. í andliti þeirra er nefnilega þjáning og tortíming, sekt og skömm, von- leysi og tortryggni. Það eru gagnsæ andlit. Og meir viltu vita. Þú vilt vita, af hverju þessi andlit eru einmitt svona, af hverju þessi brosleitu og þó gleðivana augu stara á þig um leið og þau forðast þig. Á ég að svara því? Ég kemst í vanda. Ég veit ekki, hvort þú trúir mér. Ég geri ekki ráð fyrir því, að þú skiljir mig, þótt ég haldi fyr- ir þig langa ræðu, hlæi í eyru þín á sama hátt og þessir æp- andi barkar, sýni þér inn í alla þá heima, sem augu þeirra geta tjáð með snöggu bliki; ég geri ekki ráð fyrir því, að þú tryðir mér, skildir mig. Þú vilt koma á söfnin að degi til, þegar hit- inn er mestur og forsælan innan við raka veggi er komumannin- um líkn. Þú vilt geta sagt, að þú hafir skoðað British Muse- um, Saint Paul’s og Westminst- er Abbey. Á heimleiðinni skrif- arðu svo langa ferðapistla og birtir myndir af gömlum liúsum, sem þú hefur heimsótt að degi til. Og samt hefurðu ekki hina minnstu hugmynd um Lundúna- borg; vegna þess að þú hefur aldrei lagt það á þig að ganga uti að nóttu til, segja um stund skilið við betri fötin þín og tek- ið á þig mynd fátæklings; aldrei kynnzt lífi þjófsins, svartamark- aðsbraskai’ans, kynhverfingsins, eiturlyfjaneytandans, skækj- unnai-, fjárhættuspilarans eða betlarans. Heimsborgin er ekki glæsileg bygging, konungafólk eða trjágarður. Heimsborgin er hið gulbláa, tæra andlit nætur- innar, andlitið sem aldrei lítur sólina, andlit þess sem Dyggir undirheima. Þau sjást innan um þúsundirnar á götunum, án þess þú takir sérstaklega eftir þeim. Það er ekki fyrr en Picca- dilly og Soho hafa tæmzt af þessum sljóa og skilningslausa múg, sem gengur þar um mest- an hluta sólarhringsins, að þau andlit verða eftir. Og bak við reykskýið á kránni glotta þau, talast við — á því máli sem þú ekki skilur, því þar hafa flest venjuleg orð aðra og dýpri merkingu en þér hefur auðnazt að vita; og aðeins ein synd til. Ein synd? spyr þú. Svar: Það er sú synd að vera ekki þögull um hluti sem fóllc ekki skilur, þögull um fyrirætlanir hins þrönga samheldna hóps, hvort sem þær eru innbrot, svarta- markaðsbrask eða mansal, þög- LÍF 0g LIST 21

x

Líf og list

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.