Birtingur - 01.09.1954, Blaðsíða 8

Birtingur - 01.09.1954, Blaðsíða 8
stöðuatriðin, starfserai vélarinnar. Vélin geng- ur fyrir olíu, vatni og bensíni. Olía og vatn ráða hitastigi vélarinnar, en bensínið er afl- vakinn, sem springur með miklum þrýstingi í holruminu þegar stimpillinn er í toppstöðu og neisti hefur kviknað milli jákvæðs og neikvæðs póls við neðrihluta kertisins. Kanntu þetta? — Já, hvíslaði hún. — Lof mér að heyra. — ... með miklum þrýstingi í holrúminu þegar stimpillinn er í toppstöðu og neisti hefur kviknað milli jákvæðs og neikvæðs. póls við neðrihluta kertisins. — Gott, þú ert yndislegur nemandi. Komdu nær, og haltu hérna. Við skulum byrja nú þeg- ar. Hann sá hvítar, grannar hendur hennar á svörtu stýrinu; hann hélt laust utan um hana undir kápunni svo hún yrði öruggari, fyndi leiðsögn hans í mjúkri snertingu. — Þú mátt gera það . .. — Ha, hvað? greip hann fram í, og rödd hans var dálítið óstyrk og loðin. Gtómljóð úi föiblíuittoil Ritstjóri Birtings hefur lesið ljóðbrotið á næstu síðu að framan fyrir 10 manns af ýmsum stéttum og stigum og spurt: Telur þú þetta atómljóð eða ekki? Einn þekkti ljóðið áður, einn sagðist engan greinarmun gera á atóm- ljóðum og öðrum ljóðum, einn hafði grun um að verið væri að ginna sig í gildru og vék sér undan að svara, hinir sjö svöruðu umsvifa- laust: atóm. — Því næst var spurt: Hver held- ur þú, að sé höfundur Ijóðsins, ef þér er sagt, að upphafsstafir hans eru S. D.? Einn svaraði rétt, einn vék sér undan að svara, allir hinir svöruðu: Sigfús Daðason. Þetta er brot úr Ljóðaljóðunum eftir Salómó Davíðsson, ísraelskonung. Hvað segir séra Ingimar? Útlenzkur fjandi, kannski? — Kenna akstur? spurði hún. — Ha, já, já, laug hann. Og hann skildi ekk- ert í, af hverju hann fór að ljúga um svo auð- virðilegt atriði sem þetta. — Og svo, sagði hann og leit snöggt á fölan vanga hennar og beint nef. — Svo er það hnappurinn þarna niðri . .. niðri í gólff j ölinni, — ég kalla það reyndar skemilinn, það er svo heimilislegt. Ef maður þrýstir á hnappinn, heyrist mjúkt hljóð líkt og eithvað slitni, — og það gerist í raun og veru, þegar rofinn er straumurinn milli ljósanna, þeirra háu og lágu. Sjáðu. Hann þrýsti á hnappinn í gólfinu. — Er það svona auðvelt? spurði hún undr- andi. Á leiðinni upp tröppurnar að íbúð hans hélt hann kennslunni áfram, og í því hann opnaði dyrnar, sagði hann: — En háuljósin blinda og eru hættuleg á dimmum vegi, hættuleg þeim, sem mætir manni. — Nú er það, sagði hún, og leit undrandi í kringum sig í íbúð hans. Á vegg gengt rennihurð var mynd af Kristi máluð á silki. Meðan hún horfði á myndina, varð hún óróleg, neri saman höndum eins og henni væri kalt. — Hver hefur gert hana? spurði hún og leit hvasst á hann. — Ég keypti hana í Englandi, þetta er gam- alt og líklega stæling. Henni varð sýnilega rórra. Hann kom með sítrónvatn og kökur á fati. Á meðan hann lagði á borðið hinum megin við rennihurðina, virti hún fyrir sér skrautritaða áletrun í svartri um- gerð. Hún las: — Þar, sem góðir menn fara, eru Guðs vegir. Hún byrjaði að ganga um gólfið, starði fram undan sér eins og hún væri að rifja eitthvað upp, leit í kringum sig eins og hún væri hrædd, nam staðar fyrir framan áletrunina og sagði: — Ég hef heyrt þetta áður, einhverntíma í myrkri, — hver sagði það? — Já, alveg rétt, Björnson sagði það. En gjörðu svo vel og seztu. 44 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.