Birtingur - 01.09.1954, Blaðsíða 18

Birtingur - 01.09.1954, Blaðsíða 18
að auglýsingastjórinn ætlar ekki að komast inn. Erfiðast hefur þó reynzt að hafa upp á atómsprengjuheldri geymslu fyrir öll þau hand- rit sígildra verka, er ritstj órninni hafa borizt. Atómskáld sem áttu ekki fyrir molakaffi til skamms tíma eru farin að veifa um sig með Ijósbrúnum seðlum fengnum að ritlaunum hjá oss, og er nú almennt farið að nefna fimm- hundruðkallana birtinga. Eins og vænta mátti, hefur fiskisagan flogið, og er undirbúningur hafinn að útgáfu tíu nýrra menningarrita. Vér munum ekki kvarta undan samkeppninni: Lifi einstaklingsframtakið! HOSPÍTAL FYRIR KARRÍERSJÚKLINGA En þótt margt verði til að gleðja hugann, er sannarlega margs að óska. — íslenzk bók- menntagagnrýni er sennilega sú lélegasta í heiminum og svo fjarri því sem hugsazt getur að vera samboðin íslenzkum nútímabókmennt- um. Ritdómar blaðanna eru undantekningar- lítið frauðkenndir frasar, væmið kunningjalof, lágkúrulegt nart í pólitíska andstæðinga eða flaustursleg flj ótaskrift, sem engum kemur að notum. Þegar skáld eða rithöfundur hefur efn- að í bók með margra ára ósíngjörnu starfi, á hann þá siðferðiskröfu á hendur ábyrgum bók- menntagagnrýnendum að þeir dæmi um fram- lag hans af fordómaleysi og samvizkusemi, en hripi ekki niður nokkur innantóm orð á skammri kvöldstund jafnvel án þess að hafa lesið bókina niður í kjölinn eða gert tilraun til þess. — Ætla mætti að þeir sem lesið hafa ís- lenzkar bókmenntir við norrænudeild Háskóla íslands hefðu meiri áhuga á bókmenntum en allur almenningur og kunnáttu með smekkvísi til að leiðbeina öðrum. En það hefur orðið mér sárust raun á skammri ævi að horfa upp á hina hörmulegu öfugþróun flestra kunningja minna sem farið hafa í norrrænudeildina. Ég hef þekkt nokkra brennandi hugsjónamenn, frjóa anda og góð skáldefni talin, er höfnuðu í norr- ænudeildinni og komu þaðan kalnir á sálinni, með sljó augu, andlega dánir menn. Það er eins og norrænudeildin sé eins konar andleg hrað- frystistöð, er tekur við spillifandi fögrum fisk- um úr sjó og skilar þeim aftur stokkfreðnum líkum. Ef þú ferð á fund þeirra vonglaður og býst við að fyrirhitta fjörmiklar vakandi sálir, verðurðu illa svikinn; á móti þér koma litlir lotnir karlar mæðulegir á svip og segja: Ég er allur á kafi í kennsiu. Og raddblærinn er gam- als manns sem mælir: Eg er nú orðinn sá bless- aður aumingi, að enginn má vænta neins af mér framar. Kennarar og nemendur norrænu- deildar ættu að hugleiða í alvöru þetta báglega ástand. Ranglátt væri að leyna því, að undan- tekningar eru til: Ég þekki ungan norrænu- mann, sem skýtur hér upp kollinum á vori hverju að vetrarönnum loknum, alltaf reifur og glaður með glóð í augum, tekur mann tali, sezt hjá manni á grasbala eða gangstéttina í sólskin- inu og sýnir manni inn í heillandi töfraheima erlendra skáldverka. Einn hinna ungu rithöf- unda okkar hefur líka unnið það afrek að kom- ast lífs af úr norrænudeildinni. En þetta eru sem sagt u'ndantekningar reglunni til staðfest- ingar. — Annars þurfa menn ekki að vera norr- ænufræðingar til þess að vera áhugalausir og leiðinlegir. Segja má að karríersýkin þjái meginþorra allra ungra menntamanna á ís- landi, frá því þeir koma frá prófborði og suma miklu lengur. Maður hefur þekkt hundruð ungra menntaskóla- og háskólamanna, sem fannst sinn dalur þröngur og myrk og meinleg ævi, en þeir eru næstum því eins margir, sem maður gat sagt um fyrirfram án þess að vera gæddur nokkurri spádómsgáfu: Þú minnkar bráðum sjálfur, og þá er allt við hæfi. Við þurf- um ekki annað en líta í kringum okkur til að fá staðfestingar. Fyrsta áhugamál flestra háskóla- 54 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.