Birtingur - 01.09.1954, Blaðsíða 15

Birtingur - 01.09.1954, Blaðsíða 15
■\ JONAS E. SVAFAR: ÞÓRSHANAR OG NÁNASIGÐ Brot úr atómrímu i ÞrýstiloftiS hjá frjálsri þjóð þriðja vídd tímans magnar við eldingu vaknar mitt æfiljóð og elskan syngjandi fagnar II („seven lonely days") djarfur helga daga er draumurinn til þín í mittið undir maga á meyjarbrjóstin fín III mín hugsjón er blind og brjálað mitt hjarta (með sínu lagi) IV matarmeyjan heit en hvít í hugarhjartað trúna tekur á kökukeflið sykur „sveet" og kraftaskáld í rúmið rekur en hér vantar tímavísira tvo í vegginn er gullstafi hringi þá líða tíðirnar tvíbura svo að tvær konur verði á þingi Þá kom á daginn að eftirlælisangi fjölskyld- unnar, elsku lilla kornið, hafði falið hatt herra Jones, og Jjví sagði pabbi að hann yrði að vera kyrr, bauð honum í pípu og bað liann skrafa við sig dálitla stund. Pabbi reykti pípu sína og akrafaði, og Jones sat kyrr. Hann ællaði alltaf að manna sig upp í að stíga hið stóra skref, en hann gat það ekki. Pabbi var farinn að verða leiður á Jones; hann hreyfði sig óþolinmóður í sæti og sagði í spaugsömum tóni, að hann ætti bara að gista hjá þeim í nótt: Þau myndu hafa einhver ráð með að hýsa hann. Jones misskildi skensið og þakkaði honum grátklökk- ur fyrir hugulsemina; pabbi vísaði honum til samgur í sérstöku herbergi og bölvaði í hljóði. Daginn eftir að loknum morgunverði fór pabbi til vinnu sinnar og skildi Jones eftir til að hafa ofan af fyrir elsku litla korninu. Hann var gjörsamlega bugaður — átti ekkert vilja- þrek til lengur. Allan daginn var liann að hugsa um að fara, en hann var búinn að fá þetta allt saman á heilann og gat það hreinlega ekki. Þegar pabbi kom heim um kvöldið varð hann bæði undrandi og gramur yfir að Jones skyldi vera ófarinn ennþá. Hann reyndi að reka hann af höndum sér með háði — sagðist líklega BIRTINGUR 51

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.