Birtingur - 01.09.1954, Blaðsíða 11

Birtingur - 01.09.1954, Blaðsíða 11
SIGURÐUR BLONDAL: Nokkur orð um kuíkmyndalíst í vitund almennings telst kvik- myndin ekki til lista. „Ég fór bara í bíó,“ heyrist oft sagt, þegar spurt er, hvað viðkomandi hafi verið að gera eitthvert kvöld. Það liggur við, að mönnum finnist minnkun í að þurfa að gera slíka játningu. Samt er kvikmyndin ein helzta dægrastytt- ing tugmilljóna manna á hverjum degi ársins. Hvernig stendur þá á, að litið er niður á kvikmyndina? í fyrsta lagi er hún ung listgrein. Hún er ekki nema liðlega hálfrar aldar gömul. Hún byrjaði 'sem föndur nokkurra sérvitringa og lengi vel þótti t. d. leikurum ósómi að láta bendla sig við slíkt. Auk þess er kvikinyndin nokkurs konar iðnaður, sem fjöldi manns vinnur við. Og iðn- aður hefur ekki verið talinn geta átt sandeið með listinni. —“f öðru lagi hefur skorturinn á virðingu gagnvart kvikmyndinni sprottið af því, að örlítill hluti þeirra þúsunda mynda, sein gerðar hafa verið, hefur átt nokkuð skylt við list. Orsök þess er hins vegar. að framleiðsla kvikmynda krefst fjármagns, en fjármagninu gera, hefur hann notað allar þessar þrjár að- ferðir. Listgrein þessi hefur lengi legið niðri í Evr- ópu, reyndar í Asíu líka, en nú eru listamenn farnir að vakna til meðvitundar um fegurð hennar og möguleika fyrir listtjáningu nútím- ans. Margir merkustu listamenn álfunnar hafa spreytt sig á þessu hin síðari ár, og í sumar sem leið, var haldin sýning á emaljemunum margra þjóða í Sviss, er vakti mikla athygli. Sigurður Blöndal ráða oftast menn, sem meiri hug hafa á að ávaxta sitt jarðneska pund en stuðla að sköpun listar. Þess vegna hafa auðveldustu leiðirnar verið farnar í kvikmyndaiðnaðinum eftir þeirri reglu viðskiptalífsins að ná sem mestum ágóða með sem minnstum tilkostnaði. Þess vegna hefur stjörnudýrkunin skapazt: Þeg- ar framleiðandi verður þess var, að fríð og fagurlimuð leikkona dregur áhorfendur á bíó, leiðir það af sér, að farið er að gera myndir sérstaklega fyrir þessa léik- konu. Þá er myndin orðin til fyrir stjörnuna, en ekki leikkonan fyrir myndina. Megnið af Hollywoodmyndum er til orðið þannig. Það er harmsaga kvikmyndarinnar, að hún skuli hafa orðið fjárplógsmönnum féþúfa. Hún býr nefnilega yfir meiri möguleikum til áhrifa- Bandaríkja- maðurínn John Huston er meðal slyng- ustu kvik- myndatöku- stjóra í lieima- landi sínu. —- / tveimur af beztu myndum hans „Trea- sure of Sierra Madre“ og Af- rican Queen“ er engin spenn- andi atburða- rás, en samt eru þœr þrungnar spennu vegna þess að liann notfœrir sér hreyfanleika myndavélarinnar. I báðum þessum myndum eru líka persónur mjög fáar, en þeim mun skýrar mótaðar. BIRTINGUR 47

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.