Birtingur - 01.12.1954, Side 3
Víllíöndín í Þjóðleíkllúsínu
Natúralistar og sýmbólistar hófu snemma
togstreitu um Henrik Ibsen. 1 heimsborg list-
anna var Gengangere tekið tveim höndum við
aðalleikhús natúralista Théatre libre, og fáum
árum síðar var Ibsen orðinn átrúnaðargoð
sýmbólista og verkum hans ákaflega fagnað í
aðalbækistöð þeirra Lugné-Poes L’Oeuvre,
einkum Bygmester Solness.
Fá leikril meistarans skýra betur en Villi-
öndin, hvers vegna báðir þessir aðilar töldu
hann sinn mann: Táknið — villiöndin væng-
brotna — er tvífari veruleikans í leikritinu og
jafnframt eins konar þriðja vídd alls sem á
sviðinu gerist, þar sem hún kúrir í körfu sinni
frammi á loftinu. Werle stórkaupmaður hefur
sært öndina eitt sinn, er hann var á veiðum,
og komið henni eftir krókaleiðum til Ekdals-
fjölskyldunnar sem fátæklegri uppbót handa
fórnardýri sínu, gamla veiðimanninum Ekdal
lautinant. Werle hefur einnig á annars konar
veiðum spjallað Gínu, komið henni ófrískri
inn á Hjálmar Ekdal, og upp frá því lifir Ek-
dalsfjölskyldan að verulegu leyti á náðargjöf-
um sem hrjóta af borðum stórkaupmannsins og
berast henni eftir svipuðum krókaleiðum og
öndin villta. Þessi tækni — að flytja táknið
holdi klætt inn á sviðið (baksviðið að vísu)
— var djarfleg nýbreytni í leikritagerð Ibsens,
og hafa mörg skáld síðar farið að dæmi hans.
En þótt táknið (sýmbólikkin) sé svo áberandi
fólksins og verka vorra og gera listina að sam-
eign fólksins. Listin er vaxin up]> úr skauli
þess, hún er þess afkvæmi, þess réttur. Alþýð-
an á að hlynna að henni sem sjálfri sér, varð-
veita hana sem fjöregg sitt og njóta hennar sem
lífsins sjálfs.
(Þetta ávarp var flutt í útvarpsþœttinum „Ur heimi
myndlistarinnar daginn áður en sýning B. G. var opn-
uS).
í Villiöndinni, er það ekkert aðalatriði: Ibsen
notar táknið fyrst og fremst til að bregða róm-
antískum ljóðrænublæ yfir leikinn á sviðinu,
og allt sem þar er sagt og gert á þessum þremur
dægrum miðar að því að afhjúpa forlíðina og
gegnumlýsa persónurnar, svo að raunsær veru-
leiki er sízt veigameiri þáttur verksins en
sýmbólikkin. Afhjúpunin og sálkrufningin eru
kjarni leiksins. Til þess að komast að honum
og færa hann í skáldlegan búning neytir skáld-
ið allra bragða, enda er leikritið í meira lagi
margslungið: Stórbrotið breitt drama, Ijós-
brota- og blæbrigðaríkur skáldskapur, skarp-
legar og oftast heilsteyptar persónulýsingar, og
fyrir þá sem vilja kynna sér byggingarlist leik-
ritahöfunda er Villiöndin hreinasta gullnáma.
Ef mörg þúsund ára reynsla væri ekki búin
að sanna, að þeir einir sem kunnu handverk
sitt liafa reynzt færir um að skapa sígildar leik-
bókmenntir, gæti maður freistazt til að óska
þess, að Ibsen hefði ekki verið alveg eins ó-
brigðull kunnáttumaður í grein sinni og raun
ber vitni. 1 Villiöndinni sem flestum öðrum
leikritum Ibsens eru örlagaatburðirnir um
garð gengnir, þegar leikurinn hefst. (Það er
hin ævaforna tækni Aiskýlosar í Oidipus kon-
ungi.) Atvik eftir atvik er grafið fram úr
skúmaskotum, hverri hulunni af annarri svipt
burtu til að draga hið liðna fram í dagsljósið,
unz öll svik eru upp komin; spjör eftir spjör er
tínd af persónunuin, hver blekking og sjálfs-
lygi lætt í sundur, hvert viðbragð hvers inanns
sálfræðilega skýrt. Og þegar liinu mikla af-
hjúpunarstarfi er lokið, tilganginum virðist
náð og engu er líkara en allt sé að falla í ljúfa
löð, lífið sé að hefjast á nýjaleik 'sannara,
fegra og betra en áður — þegar Gregers álítur
sig vera búinn að sigra („þetta vissi ég alltaf;
endurreisnin fyrir tilverknað barnsins“).
Hjálmar .er laus undan kvöl efans og hefur lát-
BIRTINGUR
67