Birtingur - 01.12.1954, Page 5

Birtingur - 01.12.1954, Page 5
INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON: A RAUÐU LJOSI Það snjóaði upp úr hádegi. Undir kvöld skein föl sól á hvítum þökum. Snemma nætur rigndi og snjórinn var horfinn upp úr mið- nætti. Yfir Laugaveg bar dapra birtu götuljósa, er skinu örföl við gljáðu malbikinu. Nóttin var köld og regnið þyrlaðist í æsisveipum fyrir horn húsanna undan snörpum vindi af Faxa- flóa. í þann mund að klukka Dómkirkjunnar sló þrjú, kom maður í brúnum frakka fyrir horn- ið hjá Markaðinuin á mótum Laugavegar og Snorrabrautar og spretti fingrum lil þeldökkr- ar konu, er var máluð bláum og dimmgulum litum, sem gerðu hana kaldlega og skeggjaða innan um dökkt krep og rautt pluss á slám og ásum i breiðri kistu gluggans. Er hann hafði sprett fingrum framan í myndina og glott við henni, eins og blautur maður glottir, þegar vætan hýrgar hverja grettu og gerir himneskt bros úr pírðum aug- um, hélt hann áfram niður götuna, hnakka- kertur og gleiðgengur og reikull; allt í senn og horfandi hátt og óskeikullega og með storm í blautu hári. Flann stanzaði snögglega og það lak á hann úr þakskeggi. Hann sinnti því ekki, svo blaut- ur sem hann var og svo hlustandi sem hann var. Það gladdi hann mikillega að heyra það; fyrst í kringum hjartað, síðan hann allan. Það barst til hans ósegjanlegt, hlýtt og markráð- ugt. Það var eins og hann fyndi þef veizlunnar í vitum sér, reykþrunginn, blandaðan eim af ákavíli og Eue de Colongne og Savon de Paris og ilmvatni úr hvítum glösum, er konur báru á bak við eyrun og á hálsinn og alls staðar. Hann heyrði að það var sungið. Og upp úr söngnum skar sig titrandi rödd, eins og barki konunnar væri strokinn þumalfingri og vísi- fingri annarrar handar. — Ekki á hann Grím- ur gott, að gifta sig. Að gifta sig í þessu. Það varð þögn eftir sönginn, svo var hlegið. Það var kona sem hló. Hlátur hennar var sér- kennilegur; bjartur og með skæran hljóm og eggjandi; líkt og hann einn byði honum að gera það, sem hann hafði ekki hugsað um á þessari nóttu, né hugsað um, síðan hann byrj- aði túrinn. Hann leit uppfyrir sig og sá ljós í þremur gluggum á annarri hæð hússins. Einn glugginn var opinn. í því kom breiður kvenmannsrass út í opna ^luggann, síðan baklínan öll með gúlum undan höndum. Konan lagði rauðan og þykkan oln- bogann á krókjárnið, sem hélt glugganum úti. Hann horfði á ferlíkið og kallaði. Ferlíkið sneri höfðinu og leit yfir olnbogann á krókjárninu og rýndi út. Hann færði sig lengra út á gangstéltina, svo hún sæi hann. — Nei, halló manni, sagði konan, þegar hún sá hann og hann heyrði að þetta var ekki rödd- in, áem hafði sungið um Grím, né að honum dytti í hug að þessi kona gæti hlegið. — Alll í ganni, sagði konan. — Bö, sagði hann. — Hvað ertu að gera? — Litli kall er á fylliríi, sagði hann. Höfuð ferlíkisins hvarf úr glugganum og konan sagði inn í húsið. — Litli kall er á fylliríi. — Segðu honum að stóri kall sé líka á fylli- ríi, var sagt inni í húsinu. — Rektu hann burt, kona, sagði önnur rödd. 69 BIRTINGUR

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.