Austurland


Austurland - 23.12.1981, Page 18

Austurland - 23.12.1981, Page 18
Gerður G. Óskarsdóttir: ■ Strætislíf i Boston, Mossochusetts „Draumurinn um Ameríku" hefur svo sannarlega á sér margar hliðar. Hér á eftir langar mig að deila með lesendum Austurlands svolitlu af reynslu minni hér vestur í Bandaríkjunum og segja frá hlutum sem ekki blasa við öllum sem hér fara um. Sandý og Junior Sandy og Junior hafa verið saman í mörg ár. Öll þau ár og miklu lengur hefur gatan verið þeirra heimili. Junior sem nú er 32 ára kom bam að aldri til Bandaríkjanna frá Puerto Rico. Foreldrar hans komu trúlega í leit að atvinnu og „betra lífi,“ ásamt púsundum annarra landa sinna. Junior talar blending af ensku og spönsku sem er erfitt að skilja bæði fyrir ensku- og spænskumælandi fólk. Sandy er frá Boston. Hún er 33 ára (lítur út fyrir að vera 10, jafnvel 20 árum eldri). Hún á tvö böm, sem hún hefur ekki séð í nokkur ár, en hún segist vita að þau séu hjá góðu fólki. Þegar við hittumst og hún heyrði að ég var frá íslandi, spurði hún: „Slást þeir mikið á götunum }>ar?“ og „hafa þeir staði þar, þar sem fólk getur fengið að gista frítt yfir nótt og fengið mat?“ Þetta varð henni hugleikið þegar fjarlægar slóðir bar á góma. Ráðgjafar- og félagsmiðstöðin „Project Place” Junior -og Sandy em meðal um fimm púsund karla og kvenna í Boston sem eiga sér engan fastan bústað (íbúar borgarinnar em um Gestir og ráðgjaji í félagsmiðstöðinni. (Norma lengst til vinstri). 650.000, á öllu Boston-svæðinu búa um 1,2 milljón manns). Þau flækjast um og borða og sofa hér og J?ar, allt eftir veðurfari og möguleikum á húsa- skjóli. Þau eru fastir gestir í „Project Place“ sem er ráðgjafar- og félags- miðstöð í einu af fátækari hverfum Boston. Ég hef kynnst „Project Place“ í gegnum starf )>ar sl. hálft ár, en hluti náms míns í ráðgjafarsálfræði við Boston háskóla er starf á vettvangi í 20 klst. á viku allan námstímann. „Project Place“ er rekið af áhugamannahópi. Þar starfa átta fastir starfsmenn, flestir í hlutastörfum, og um 60 sjálfboðaliðar sem gengið hafa í gegnum ákveðna pjálfun. Starfsemin er fjármögnuð af styrkveit- ingum frá ríki, bæ og einkaaðilum. Húsnæði er leigt af einkaaðila fyrir einn dollar á ári. Starfið í Project Place“ er þríþætt. Þar er símaþjónusta allan sólarhringinn, svonefnd „hot line“. Tveir sjálfboðaliðar eru á síma- vakt í einu og fólk hringir vegna allra hugsanlegra vandamála. Sumir )>urfa leiðsögn við að komast í gegnum kerfið og pama eru upplýsingar um alla hugsanlega pætti heilbrigðis- og félagslegrar pjónustu. Á mörgum sviðum er sú þjónusta mjög vel þróuð. Aðrir hringja til þess að tala við einhvem um persónuleg vandamál í sambýh, fjölskyldulífi, starfi, kynh'fi, o. s. frv. Enn aðrir eiga við drykkju- og eiturlyfjavandamál að stríða og hringja gjaman í örvæntingu, sumir hverjir með enga aðra lausn í huga sér en sjálfsmorð. Þá getur verið hjálp í að tala við skilningsríka manneskju sem hefur tíma og vilja til að hlusta og getur jafnvel hjálpað viðkomandi við að átta sig betur á aðstæðum. Annar þáttur starfseminnar er persónuleg ráðgjöf eða félagsráðgjöf. Fólk pantar tíma eða kemur fyrirvaralaust og hefur kost á að tala við ráðgjafa augliti til auglitis. Sumir koma einu einni, aðrir koma vikulega í skemmri eða lengri tíma. Þessi Jrjónusta er ókeypis en gjafir þemar af þeim sem em aflögufærir. Vandamálin eru af sama toga og ]>au sem nefnd voru í sambandi við símaj>jónustuna. Takmarkið er að reyna að hjálpa skjólstæðingnum að skilja betur sjálfan sig og eigin aðstæður. Fólk sem J>ama kemur er aðallega af lægri millistétt og lágstétt. í „Project Place" er einnig opin félagsmiðstöð síðdegis }>ar sem fólk getur komið til að tala saman, spila, búa til mat. föndra. o. fl. Af gestum í félagsmiðstöðinni Sandy og Junior koma reglulega í félagsmiðstöðina. .Tunior hefur unrnð ötullega í garðinum bak við húsið í sumar. Þar vom ræktaðir tómatar, agúrkur og annað grænmeti. Starfsliðið vissi ekki fyrr en síðla sumars að Junior hafði laumað maríuana plöntum bak við tómataplöntumar. Af öðmm gestum má nefna Charline. Hún er ung blökkustúlka sem vinnur 18 Austuiland jólablað 1981

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.