Birtingur - 01.06.1957, Qupperneq 5
biblíubókstaf og kreddum. Þegar ég var að
alast upp gekk ungmennafélagshreyfingin
yfir landið og hafði mjög vekjandi áhrif á
hugi æskulýðsins. Hún var öllu líkari hlýjum
hressandi vorblæ en snöggum gusti: róman-
tísk sveitalífsstefna, komin frá Norðurlönd-
um, með glaðværa bjartsýni, trú á landið og
félagslegar framfarir, gróandi þjóðlíf í skjóli
friðsællar náttúru. Þegar ég kom svo seinna
í Kennaraskólann féllu þessi heimafengnu
viðhorf mín mjög saman við hugsjónir séra
Magnúsar Helgasonar: um menntaða alþýðu
að þjóðhollu starfi í trú á forsjá kærleiks-
ríks guðs. I fyrstu bókum mínum blandast
þessvegna náttúrudýrkun guðstrú og ung-
mennafélagsanda jafn eðlilega og efnasam-
böndin í loftinu sem við öndum að okkur.
— Hvenær fórstu fyrst að heiman?
— Strax eftir fermingu fór ég í lýðskóla
sem séra Ólafur í Hjarðarholti hélt árum
saman á heimili sínu. Þar var ég tvo vetrar-
tíma, gerðist síðan farkennari næstu tvo vet-
urna þar á eftir. Síðan fór ég í Kennaraskól-
ann.
— Það hefur þá aldrei vakað fyrir þér að
verða bóndi?
— Nei, mig langaði ákaflega mikið í lang-
skólanám, en til þess skorti öll efni og
kannski líka hæfileika. Ég var alltaf óhneigð-
ur til bústarfa, þó ég væri við heyskap fram
eftir öllum aldri og hafi margt kvæðið ort
við orfið.
— Og þér tókst að kenna Steini að stafa?
— O-nei-nei, það stóð aldrei til. Hann var
löngu orðinn læs og kominn að fermingu þeg-
ar ég var að reyna að uppfræða hann.
— Er þá ekkert hæft í þeirri frægðarsögu
hans að hann hafi barið þig fyrir að kenna
sér að lesa?
— Ég fer að halda að þú þekkir ekki Stein
Steinarr. Ég skal ekki fortaka að löngu
seinna hafi hann stundum barið bónda minn,
jafnvel þegar ég dillaði barni hans •— og
þá með því ágæta priki í munninum á sér
sem við köllum tungu. En hann var snemma
merkilegur piltur og strax í upphafi strengd-
ist milli okkar sú taug sem ég held að hafi
ekki slitnað síðan. Innsæi hans var furðulegt
þegar í bemsku.
— Þú hefur náttúrlega haft náin kynni af
Stefáni frá Hvítadal eftir að hann fluttist
vestur og byrjaði búskap?
— Já, mikil ósköp. Við kona hans vorum
skólasystkini frá Hjarðarholti, og sjálfur var
Stefán einn hinn mesti öðlingur heim að
sækja og allra manna skáldlegastur þeirra
er ég hef kynnzt. Ég heimsótti þau hjón í
fyrsta skipti að Krossi á Skarðsströnd •—
var síðan heimagangur hjá þeim 1 Bessa-
tungu meðan ég var kennari í Saurbæ. Lífs-
þorsti hans og fleyg mælska komu stundum
yfir mann eins og opinberun.
— Þú hefur verið á næmasta skeiði þegar
þeir Stefán og Davíð slógu nýjan tón í ljóð-
listinni. Hvernig orkuðu Söngvar förumanns-
ins á ljóðmann innan við tvítugt þar vestur
í Dölum?
— Það vildi nú svo til að ég fékk að lesa
handrit af Söngvunum einum tveim árum
áður en þeir komu á prent — án þess að vita
eftir hvern lióðin voru. Ekki varð ég þó gagn-
tekinn af þeim við fyrstu sýn, enda kveðandin
öll næsta ólík því sem ég átti helzt að venjast.
— Kannski áþekkt þvi að ungt skáld sem
alizt hefði upp við kvæði ykkar Stefáns fengi
allt í einu handrit að atómljóðabók upp í
hendurnar?
— Það kynni að láta nærri. Aftur á móti
3