Birtingur - 01.06.1957, Side 9

Birtingur - 01.06.1957, Side 9
og ljóðagerð mína — fannst sem ég væri far- inn að haltra á eftir. Fyrstu ljóðin undir dul- nefni birti ég í Tímariti Máls og menningar 1944, áður en ég gaf út Sól tér sortna. Það er ekki að sökum að spyrja að alltaf þegar máttarstólpar þjóðfélagsins taka að verð- launa skáldskap minn, þá fæ ég vonda sam- vizku og stekk út undan mér. Samanber 1930 og 1944. En að öllu gamni slepptu: mig lang- aði til að freista nýrra leiða í skáldskapnum — heyja mér ferskara ljóðmál, ná tökum á nýju sniði líkinga og mynda sem kannski gæti síðar meir yngt upp hina rímuðu Ijóðagerð. — En hversvegna kaustu að leyna þessum landkönnunarferðum ? — það var ekki, eins og þú gazt til í rit- dómi um Sjödægru, af ótta um þjóðskálds- titil eða neitt þessháttar — ég hef aldrei talið mig annað en ósköp venjulegt alþýðuskáld. Ég vildi einfaldlega fá hlé til að átta mig og sjá hversu viðleitnin tækist, öðlast tækifæri til að birta eitthvað sem ég gæti athugað álengdar hvernig áhrif hefði. Ég var satt að segja nokkuð efandi og vissi lítt hvert mig kynni að bera. — En ljóðaþýðingarnar sem þú gafst út í Annarlegum tungum? — Þær söfnuðust í handraðann smámsam- an og voru eðlilegur þáttur í þeim athugun- um sem ég vann að. Sjálfsagt eru þær flestar misheppnaðar, en ég lét þær nú samt flakka í svipuðu skyni og þið hafið unnið að: að reyna að beina ljóðþróuninni 1 nýja og frjó- samari*farvegu — forsendurnar fyrir félags- legum baráttukveðskap voru semsé horfnar í bili, samkvæmt tilskipun stríðsgróðans. — Og nú ertu kominn fram í dagsljósið. Þér finnst þá að tilraunin hafi borið tilætl- aðan árangur? •— Hvað veit maður um það ? En satt segir þú í ritdómnum: mín rímlausu ljóð eru af öðrum toga en ljóð ykkar ungskáldanna, því náttúrlega er „tímaskynjun“ mín önnur. — Allt um það hefurðu verið dreginn í dilk með nútímaskáldum — og kannski fengið að gjalda þess? — Ég hef svo sem bæði goldið þess og notið, svarar Jóhannes og brosir við. Bless- aðir karlarnir mínir fyrir vestan bjóða mér að vísu inn sem félaga og fomvini, en skáldið þeirra gamla og góða — það er hrapað fyrir björg! Hinsvegar hafið þið, ýmsir bók- menntaskörungar, verið svo elskulegir að græða nokkuð und mína í urðinni fyrir neð- an. Annars skal ég trúa þér fyrir því að nú er ég enn einu sinni orðinn í vandræðum með sjálfan mig, hvernig sem þetta endar nú allt saman. . . — Hvernig lízt þér á hegðun stjórnmála- mannanna í herstöðvamálinu ? — Segðu heldur hegðun okkar — eða eru stjórnmálamennirnir ekki okkar fulltrúar? Til hvers er að vera að djöflast endalaust á þessum stjórnmálamönnum án þess að hreyfa legg né lið — láta þá bara sitja og sitja, kjör- tímabil eftir kjörtímabil. Misnoti þeir valdið, svíki þeir loforðin — nú þá er bara að gera byltingu, maður! Við kjörborðið ef ekki vill betur til! Jú, guð minn almáttugur — við íslendingar höfum hagað okkur eins og aum- ingjar qg flón síðan við stofnuðum okkar ástkæra lýðveldi. Ef við hefðum haldið fornu hlutleysi okkar í heiðri og tekið þátt í al- þjóðaskiptum eins og frjálsbornu smáríki sæmir, þá gætum við verið orðnir andlegt stórveldi í heiminum, með Kiljan, Snorra, Kjarval, Ásmund og alla þessa miklu snill- inga okkar eins og ljómandi stjörnur á himni 7

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.