Birtingur - 01.06.1957, Page 14

Birtingur - 01.06.1957, Page 14
Iðnmenningin og stórborgin voru erkióvinir þessarar hreyfingar, og þótt undarlegt megi virðast var Le Corbusier í æsku talsmaður hins forna handverks og skreytistíls. Hann stofnsetti meira að segja í félagi við nokkra vini sína skreytilistarskóla, þar sem kenndar voru þær greinir er hann réðst harkalegast gegn síðar. Talið er að efasemdir hans hafi fyrst vaknað í kynnisför til Þýzkalands 1910, þegar hann sá vél breyta sléttum gljáfægð- um járnbútum í eftirlíkingar handhamraðs járns. Mikil áhrif hafði upphafs- maður járnbentu steinsteypunnar August Perret á þróun hans, og meðal annarra sem hann telur fyrirrennara sína eru: Peter Behrens í Berlín, Josef Hoffmann í Vín og ameríkaninn Frank Lloyd Wright. En það var ekki fyrr en eftir langferð um Litluasíu og Grikkland að hann kom fram sem fullmótaður persónuleiki. Um þá ferð hefur hann sagt: ,,Þá opinber- aðist mér byggingarlistin.“ Árið 1919 stofnaði hann hið fræga tímarit sitt „l’Esprit Nouveau“ sem hafði álíka áhrif í Frakklandi og Bauhaus í Þýzkalandi. Fyrsta setning hans um byggingarlist í fyrsta hefti ritsins er þannig: „Byggingarlistin er hugvitsamlegur, nákvæmur og glaðlegur leikur forma í ljósinu." Hann átti þó ekki við að byggingarlistin væri leikur einn óháður lífinu og mönn- unum: „Byggingarlistin — listin að fara á undan — er að reisa híbýli.“ Alla tíð síðan hefur Le Corbusier verið umdeildasti maður vorrar aldar. Sumir líta á hann sem spámann og bjargvætti mannkynsins, aðrir sem hreinan skýjaglóp. Við skulum nú leyfa honum sjálfum að tala svo að hver og einn geti þar um dæmt. Myndir og textar eru tekin úr bókinni „La maison des hommes", er gefin var út í París 1942. Því miður birtast hér aðeins fáein blöð úr þessari stórfenglegu bók, en ættu þó að nægja til að gefa mönnum nokkra hugmynd um bjartsýni höfundarins.

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.