Birtingur - 01.06.1957, Page 26
Og svo var það náttúrlega París. Stokk-
hólmur hefur fallið burt við flutning aðal-
bækistöðva einangrunarsinna frá Hveragerði
til Hafnarfjarðar, og segir sú limafallssýki
meira en mörg orð um heilsufarið í herbúð-
unum. Væri ekki ráð til að skýra málin að
snúa sér aftur að málefnalegri blaðamennsku
í stað alhæfinga? Ég man í svip aðeins eftir
tveimur ungum höfundum sem dvalizt hafa
langdvölum í París: Sigfúsi Daðasyni og Thor
Vilhjálmssyni. Sigfús hafði gefið út sína einu
bók áður en hann fór til Parísar, svo að
skeytinu hlýtur að vera beint að Thor einum.
Hvers vegna hálfkveðnar hendingar? Hvers
vegna ritar Jónas ekki rökstudda gagnrýni
um verk Thors í stað þess. að vera með
dylgjur um einhverjar háskalegar ávirðingar
allra ungra skálda og rithöfunda á íslandi?
Thor er vígreifur maður og þarf þess ekki
með að aðrir beri hönd fyrir höfuð honum,
þó að hann sé ekki á landinu þessa stundina.
En ég skora á Jónas að koma út úr þokunni.
Reyndar er það rétt: að staðgóð þekking
á þjóðlífi annarra landa og bókmenntum
heimisins er hvergi nærri einhlít til bók-
menntalegra afreka. En einstrengingsleg út-
skagastefna (próvinsíalismi) er það enn síð-
ur. Komizt menn ekki langt með því að etja
kappi við fræknustu menn heimsins í sinni
grein, er heimalingsviðhorfið enn fráleitara
til mikils árangurs. Öllum er þó ljóst, að
meira þarf en viljann einn: Sölvi Helgason
hefði aldrei skákað Sókratesi, þó að hann
hefði sett sér það mark, en Halldór Laxness
ihefði ekki heldur orðið skáld á heimsvísu, ef
hann hefði alltaf setið á sömu þúfunni og
mælt verk sín við stökur meðalhagyrðings í
Mosfellssveit. Það er ekki tilviljun að öll
mestu skáld okkar hafa verið hámenntaðir
menn með víðan sjónhring — og er Stephan
G. ekki undanskilinn, þó að hann færi aldrei
í skóla og væri fátækur erfiðismaður alla
sína tíð. Vanþekking á íslenzku þjóðlífi hefur
aldrei orðið íslenzku skáldi fjötur um fót.
Uppruni skáldanna flestra, lítill stéttarígur, t
náið samlíf fólksins og lifandi tengsl þess
við landið hafa séð fyrir því. Aftur á móti
vofir sú hætta alltaf yfir þegnum lítillar þjóð-
ar á hjara hins byggilega heims, að menning-
arleg einangrun og of smá sjónarmið hefti
þroska þeirra. Þess vegna er illt verk að reka
áróður fyrir þjóðrembingslegri innilokunar-
stefnu í menningarmálum eins og Jónas
Árnason gerir. Hann segir að vísu: „Enginn
skilji orð mín svo að ég sé andvígur því að
ung skáld og rithöfundar skoði sig um í
heiminum.“ En hér og víðar í greinum hans
koma manni í hug orð hins spaka bónda: í i
sérhverri afsökun ásökun var / sem eitri í
kaleikinn bætt.
Mér er ekki kunnugt að ungum höfundum
hér á landi standi neinir ferðapeningar til
boða. Áhyggjur Jónasar af úthlutun þeirra
virðast því ótímabærar. En tillögur hans bera
honum ófagurt vitni. Mér ofbýður þessi lág-
kúruskapur: að vara aðila sem hugsazt gæti
að greiða vildu fyrir utanferðum ungra skálda
við slíkri óráðsíu, hvetja þá til að veita þeim
ekki eyri nema að undangengnu prófi í jafn
óljósum fræðum og „mannlífi sinna eigin
heimkynna." Kannski er heimilt að spyrja
nokkurra einfaldra spurninga: hverjir eiga >
að prófa og vera prófdómendur ? hvaða regl-
ur á að nota við einkunnagjöfina ? hve háa
einkunn til að komast utan? Ríkið ver millj-
ónatugum árlega til að senda alls konar
préláta um allar trissur þarfra en aðallega
óþarfra erinda. Væri ekki nær að stinga upp
22