Birtingur - 01.06.1957, Page 30

Birtingur - 01.06.1957, Page 30
þótta hlutdrægra ráðherra hvort þeir fá störf við sitt hæfi að námi loknu eða ekki, og þar gildir reglan: því meiri tuska, þeim mun meiri möguleikar. Sjálfstæði þjóðarinnar og heiður, efnahagur landsmanna og menningar- líf eru í bráðum voða vegna alræðis óhlut- vandra stráka sem kalla sig stjórnmálamenn. Og þá rís upp ungur rithöfundur til að færa þjóðinni boðskap: að menningunni sé hætta búin af völdum annarra ungra rithöfunda! Þetta kalla ég að taka heldur en ekki skakkan pól í hæðina. Listamenn eiga að kæra sig kollótta um þótt pólitísk málgögn klifi á því að list þeirra sé óalþýðleg. — Það er vænlegt til stund- argengis að leggja sig ekki í neina hættu, en ganga í slóð fyrirrennaranna, tileinka sér viss ytri tækniatriði sem þeir hafa innleitt (oft 1 harðsnúinni andstöðu við ríkjandi við- horf) og aflað vinsælda. En listinni er tak- markað lið að slíkum mönnum. Ég veit ekkert sem kippt hefur menningunni og mönnunum eins rösklega fram á við og „óvinsæl" list. — Almenningur ætti að kynna sér verk lista- manna milliliðalaust og opnum huga í stað þess að hlusta á són dagblaðanna um að listamennirnir fari of geyst, mál þeirra sé óskiljanlegt venjulegu fólki og þar fram eftir götunum. I aðra röndina byggist þetta f jas á tilefnislausu vanmati á andlegum gáfum al- þýðu — sem pólitíkusarnir reyna að telja okkur trú um að sé eins og sjálfir þeir ónæm á annað en brúkunarlist — í hina röndina þýðir hjal þeirra umbúðalaust: hinir „óalþýð- legu“ listamenn eru ófáanlegir til að láta pólitíkusa skipa sér fyrir verkum, ófáanlegir til að verja svik þeirra í herstöðvamálinu, ófáanlegir til að berjast fyrir sósíalrealisma eða rjómatertuarkitektúr, ófáanlegir til að verja ódæðisverk erlendra hernaðarsinna í vestri eða austri; þeir líta svo á að listin sé göfugri en pólitískur hráskinnsleikur, Iista- menn æðri en atvinnupólitíkusar, skapandi störf séu heiðarlegri en brask, menntun og mannkostir æðri auði og völdum, listamenn og alþýða skilgetin systkin sem eigi að standa saman: þeir eigi að njóta óskoraðs frelsis til að skapa fögur skáldverk, fagrar myndir, fagra tónlist — hún óskoraðs réttar til að njóta alls sem fagurt er skapað. Þessi við- horf eru hinum pólitísku svikabarónum, sem tefla refskák um líf og hamingju þjóðar sinn- ar, ógeðfelld og hættuleg. Þess vegna s k a 1 djúp staðfest milli beztu liðsveita hverrar þjóðar: listamanna og alþýðu. Ritsmíð Jónasar Árnasonar er því miður til þess eins fallin — þó að hann geri sér það vonandi ekki ljóst — að breikka bilið sem hann hugðist brúa: hjálpa pólitíkusum til að einoka listirnar fyrirætlunum sínum til framdráttar, beygja bæði alþýðu og lista- menn undir okið með því að sá sundrungu og tortryggni meðal þeirra sem saman ættu að berjast. Mér er óskiljanlegt hvað hann hyggst vinna með ósmekklegum glósum um að ungum rithöfundum finnist alþýðufólk „ómenntað og leiðinlegt" eða „ófrumlegur efniviður." P.s. Síðan þetta var ritað hefur Jónas brugðið sér á hausaveiðar einu sinni enn: þriðja greinin birtist á tveimur síðum Þjóðviljans 13. október. Þá hefur hempurændur kross- riddari bætzt í liðsveit hans: séra Pétur í Vallanesi. Þannig hefur gervitunglhausinn fengið að fylgihnetti leifar þeirrar klerk- 26

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.