Birtingur - 01.06.1957, Blaðsíða 40

Birtingur - 01.06.1957, Blaðsíða 40
rússneskan sósíalisma af öllum lífs og sál- ar kröftum, en þessi ríki geta eigi að síður ástundað ófriðvænlega og harðleikna utan- ríkispólitík. Ef við viðurkennum að ný heims- styrjöld sé mesti háskinn sem yfir okkur vofir eins og sakir standa, þá markast við- horf okkar við utanríkispólitík þessara ríkja ekki af því, hvort sé réttara þjóðfélagsform: bandarískt lýðræði eða rússneskur sósíal- ismi, heldur af hinu, hvort hún er friðvænleg eða ekki. Hvorki þessi hugmyndakerfi né önn- ur nein sigra hvort sem er né verða sigruð á vígvöllum, heldur í hjarta mannsins. Af þeim sökum er það ekki stuðningur við sósíalism- ann, heldur valdstefnuna, að verja íhlutun Sovétríkjanna í Ungverjalandi. Sósíalisminn væri einmitt miklu sterkari siðferðilega, ef Sovétríkin hefðu tekið afleiðingunum af fyrri ráðsmennsku sinni í landinu og haldið að sér höndum í fyrrahaust. Sá sem segir nú að þessi íhlutun hafi verið nauðsyn, hann segir um leið að ein þjóð hafi rétt til að beita aðra valdi — ef hún á annað borð er þess umkom- in og telur það haldkvæmt hagsmimum sín- um. Og þegar hann er búinn að fallast á íhlutun hins austræna forusturíkis um mál- efni annars lands, þá getur hann ekki frá röklegu sjónarmiði sagt neitt við íhlutun hins vestræna forusturíkis um málefni ennþá ann- ars lands. Þá hefur aðeins skapazt það við- horf, að einn æpir: auðvaldið fer í stríð!, en hinn öskrar á móti: kommúnistar hefja styrjöld! Fullyrðing stendur gegn fullyrð- ingu, óp gegn öskri; og báðir þykjast hafa jafnrétt fyrir sér. Annar aðilinn kveðst vera að berjast gegn kommúnistum, hinn gegn fasistum — það er valdstefnan í algleymingi. Og út um allar jarðir klappa skammsýnir karlar mannaveiðurunum lof í lófa, unz þeim sprettur blóð undan nöglum í hrifningunni. Þó eru f asistarnir stundum ekki aðrir en járn- smiðir í ungverskri verksmiðju, kommúnist- arnir löngum aðeins stúdentar sem vilja hugsa á eigin ábyrgð. 4: Sósíalisminn fer um alla jörð, hvað sem hver segir. En það verður honum aldrei til verulegs framdráttar, að fylgjendur hans ger- ist auðsveipir taglhnýtingar Sovétríkjanna; enda ómæld sú bölvun, sem hlotizt hefur af þeirri auðsveipni á liðnum áratugum. Og er undarlegt langlundargeð sumra manna: að láta sjálfa valdhafa Sovétríkjanna gera sig að ómerkingum um helming þess, sem þeir hafa sagt um þetta land, en gapa engu síður upp á þá af sömu auðtryggninni og jafnan áður. Þessi orð lúta að útlendu ástandi; en ef einhverjir íslenzkir sósíalistar skyldu þó hafa litla aðkenningu af þessu þolinmóða langlundargeði, skal hér með á það bent að nú eru ýms verkefni nærtækari en liggja í vímu austur í löndum. Það væri til dæmis æskilegt, að við rifjuðum öðru hvoru upp það stefnuskráratriði okkar að koma her- námsliðinu úr landi; og er bezt að segja það fullum fetum: ef ríkisstjórnin gerir ekki gangskör að brottför hersins, þá eigum við sósíalistar að láta það varða stjórnarslitum. Því er haldið fram. að hætti sósíalistar stuðn- ingi við ríkisstjórnina vegna ágreinings um hersetuna, þá komi íhaldið til valda og her- inn verði fastari í sessi en nokkru sinni. En slíkt er engin röksemd. Það er engin pólitík að miða verk sín við það, hvað aðrir mundu gera við þær og þær aðstæður, heldur er spurn- ingin sú, hvað maður gerir sjálfur, hvort maður stendur við fyrirheit sín og stefnu — hvort maður ástundar pólitískt siðgæði. Sósíalistar hafa látið ýms fleiri hagsmuna- 34

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.