Birtingur - 01.06.1957, Side 42

Birtingur - 01.06.1957, Side 42
Jórunn Viðar: ÍSLENZKA TÖNLISTARHÁTÍÐIN Hin fyrsta hljómleikahátíð íslenzkra tón- skálda var haldin í Reykjavík dagana 27.— 30. apríl 1957 í tilefni af 10 ára afmæli Tón- skáldafélags íslands. Að vísu voru tvö ár liðin frá afmælinu, og hugðu flestir að erfið- leikarnir hefðu sigrað framtakssemi og bjart- sýni forgöngumannanna. En svo var þó ekki. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst að halda hátíðina ekki aðeins með einum tónleikum, heldur þremur í röð. Ýmist 1 ökla eða eyra, sögðu sumir. Áhugi reykvíkinga fyrir þessum tónleikum var eins og við var að búast: núll. Aldrei hefur verið reynt að koma með ein- hverja nýjung hér á sviði lista svo að hún hafi ekki mætt áhugaleysi. Menn hefja ævi- starfið fullir lífsgleði og bjartsýni, en um leið og þeir reyna að framkvæma eitthvað af áformum sínum er þeim greitt rothögg ein- hversstaðar frá. Þeir átta sig um stund, •— en sköpunarþráin verður ekki bæld. Þeir reyna aftur — högg — og aftur: högg högg. Samt eru rothöggin betri en sinnuleysið. Og svo er það þó vonin um samsæti á sjötugsaf- mælinu: Hver veit? II faut continuer, sagði skáldið og hélt áfram að borða grautinn. Þessi fyrsta íslenzka tónlistarhátíð var okkur sem fáumst við tónlist mikið gleðiefni. Hún sýndi að ihér er unnið og meitlað úr ís- lenzku Lm af hugkvæmni og kunnáttu; tugir manna vinna á sinn hljóðláta yfirlætislausa hátt að verkefnum sem láta þá ekki í friði. Um einstök verk verður ekki rætt hér né flutning þeirra. Ekki verður samt hjá því komizt að minnast þess flytjandans sem gerði hátíðina ógleymanlega: Olavs Kiellands sem með sínum kyngimagnaða tónsprota lýsti upp hvern krók og kima hinna íslenzku tónverka og var tónskáldunum til ómetanlegrar upp- örvunar við undirbúning og flutning verka þeirra. Dvöl þessa mikla stjómanda hér á landi hefur þegar haft mikil og djúp áhrif á íslenzka hlustendur, því öll meðferð hans á verkefnum sinfóníuhljómsveitarinnar frá upphafi hefur verið með þeim hætti að maður hlýtur að bera allt annað saman við hana. Að einn mesti andans maður á sviði tónlistar í Evrópu skuli nenna að eyða hér starfsorku sinni er okkur mikil gæfa. Árum saman hefur undirrituð setið á fund- um Tónskáldafélagsins og Bandalags ís- lenzkra listamanna og hlustað á þann manna- mun sem gerður er á ,,skapandi“ og „túlk- andi“ listamönnum. Alltaf hefur þetta haft sömu áhrif á taugakerfið í mér. Hvers vegna ? Vegna þess að: ef túlkandi list er ekki skapandi, þá er hún engin list ef skapandi list er ekki túlkandi, er hún engin list ef list er ekki sköpuð og túlkuð, er hún ekki list. Listin er óður hugans og hjartans borinn uppi af háleitum hugsjónum og heitri skap- gerð þess er skapar hana og túlkar. Flutning- ur Kiellands er staðfesting þess. Ég óska Tónskáldafélaginu til hamingju með 12 ára afmælisdaginn og hlakka til þess dags er önnur íslenzka tónlistarhátíðin verð- ur sett. 36

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.