Birtingur - 01.07.1960, Síða 3
Hörður Ágústsson:
Byggingarlist VIII
Hugleiðing í tilefni af bók Almenna bókafélagsins:
Islenzk íbúðarhús
Þakka ber Almenna bókafélaginu þá viðleitni að kynna íslenzkan
húsakost, ekki sízt vegna þess hve fræðsla um byggingarlist hefur
verið vanrækt hjá okkur Islendingum. Þeir, sem hlut áttu að máli,
virðast flestir hafa brugðizt skyldu sinni í þeim efnum, einkum þó
íslenzk yfirvöld og íslenzkir arkitektar — stjórnmálamenn með
áhugaleysi sínu, skammsýni eða pólitískri blindu, arkitektar með
þögn sinni. Hvergi var þó meira í húfi en á Islandi, þar sem þjóðin
var algerlega ómenntuð í greinum fagurra lista og virðist að auki
hafa glatað eða gleymt þeirri frumstæðu hefð, sem er í raun og
veru hennar eina stolt í byggingarlist: Hinn íslenzki burstastíll. Það
hefur sýnt sig að afleiðing þessarar vanrækslu og gleymsku er ein-
hver ömurlegasta og á köflum kostulegasta byggðarmenning, er
sögur fara af í nútíma þjóðfélagi. Sem betur fer eigum við undan-
tekningar. (Sjá myndir á bls. 3).
Hvernig á að semja slíka bók? Hvaða sjónarmið eiga að ráða um
val verka og höfunda? Ég veit að menn munu segja: Það eru skiptar
skoðanir um það, og til frekari áherzlu bæta þeir við: og smekkur-
inn er svo misjafn. Ég hef illan grun um það, að fjas manna um
margbreytileg tilbrigði smekks, sé dulin afsökun á eigin vanþekk-
ingu og áhugaleysi á list. Satt er það, ekki eru menn alvitrir þótt
þeir afli sér menntunar og reynslu á sviði lista, og því fer fjarri,
Birtingur 1