Birtingur - 01.07.1960, Qupperneq 6
Bók sú, er gefur tilefni til þessara hugleiðinga, virðist samansett
af mönnum, sem leiða hjá sér ýmsar vandasamar spurningar, meðal
annars þessa: Munu hús þau sem þar eru birt standast lágmarks-
kröfur, sem gera verður til nútíma byggingarmáta, þ. e. a. s., eru
einkenni þeirra „einfaldleiki, hagkvæmni og látlaus fegurð“, eins og
annar höfundanna segir í formálsorðum? Auðveld leið er valin. Flestir
ef ekki allir starfandi húsameistarar, sem teiknað hafa íbúðarhús,
eru teknir með. Einn er kostur við þá aðferð og hann er sá, að hér
gefur að líta gott sýnishorn af smekk borgaranna á Islandi í dag
og í raun og veru alls þorra landsmanna, því Blesugróf er einungis
ofboðlítið breytt spegilmynd af Bingóbúlevard. Bók á borð við þessa
ætti hins vegar að vera strangur skóli og agasamur. Sannleikurinn
er sá, að sum verk í bókinni virðast varla standast lágmarkskröfur
prófborðsins. Hæpin fullyrðing má ef til vill segja, því vissulega
hafa höfundar bókarinnar bréf upp á sína kúnst. Hvernig má það
vera að mönnum, sem komizt hafa klakklaust gegnum skóla og
margir hverjir sýnt heiðarlega viðleitni í byrjun starfsferils síns,
skuli mistakast svo mjög sem dæmin sanna og hvers vegna hefur
ekki rætzt betur úr íslenzkum arkitektúr yfirleitt? Ef til vill má
orða þessa spurningu öðru vísi: Hvers vegna hafa hinir gáfuðustu
íslenzku arkitektar ekki mótað umhverfi okkar meira en raun
ber vitni? Orsakirnar tel ég einkum vera tvær: í fyrsta lagi að
aðhald það, sem húsameistarar fá erlendis af sterkri sögulegri
hefð ásamt hinni almennu skólun og ögun fyrir tilstilli sýninga,
menntastofnana, tímarita o. fl. fyrirfinnst ekki hérlendis. í öðru
iagi tel ég að orsökin sé sá óeðlilegi stríðs- og hernámsgróði, sem
yfir Island og íslendinga hefur flætt síðastliðin 20 ár og sú spilling
og upplausn í þjóðfélaginu, sem í kjölfar gullsins hafa siglt.
Ekki má þó skella allri skuldinni á íslenzka arkitekta einvörðungu,
húsagerðarlist er ekki síður afsprengi heillar þjóðar en fárra
manna. Við eigum því öll nokkurn hlut að máli, en aðallega þó
þeir, sem við veljum til forustu í þjóðmálum.
Hvað er hús? Hús veita okkur nauðsynlegt skjól fyrir kulda, regni
og stormi, hagkvæmt skjól. Við erum þess konar lífverur að án
slíks skjóls getum við ekki lifað. Gott hús er því „líffræðileg stofnun
með þeim tilgangi að vernda og viðhalda lífi okkar eða með öðrum
orðum, þar eiga börn okkar að fæðast og alast upp, taka við menn-
ingu okkar til afkomenda sinna. Þar á að vernda heilsu okkar og
h'kamsþroska, og síðast en ekki sízt, þar á persónuleiki einstaldings-
4 Birtingur