Birtingur - 01.07.1960, Síða 8
ins að þróast og vaxa. öll þessi skilyrði þarf húsið að uppfylla“
(Hannes Kr. Davíðsson). En hús er meira. Við tölum um beizlun
orku, raforku, vatnsorku. Hér mætti tala um beizlun rúms. Hús
afmarkar, umlykur rúm. Hús er rúmeining samsett eða stök. Eins
og hljómur eða litur hefur rúmtak mismunandi sálræn áhrif á
mannshugann eftir lögun eða stærð. Þegar hús eru metin koma því
tvö andstæð sjónarmið til greina: sjónarmið notagildis og sjónarmið
fagurgildis. TJtlit húsa fer að sjálfsögðu mikið eftir því til hvers
þau eru notuð, íbúðarhús hefur aðrar þarfir að leysa en verksmiðja,
kirkja aðrar en sjúkrahús. Samhliða því ræður efniviður og bygg-
ingartækni miklu um gerð húsa. Hús hlaðið úr steini lýtur öðrum
lögmálum en hús reist úr járnbentri steinsteypu.
Hins vegar er sjónarmið fagurgildis. Hver maður virðist búa yfir
í mismunandi ríkum mæli hæfni til þess að meta slíkt gildi, hvort
sem það er að finna í höggmynd, húsi eða könnu. Hæfileikinn til
þess að nema fegurð rúmtaks, sem og þekking á lögmálum í sjónar-
heimi, gerir mönnum kleift að ganga til móts við verk arkitekta og
meta þau að verðleikum. Það má reyndar segja: til móts við allar
greinir listmótunar.
6 Birtíngur