Birtingur - 01.07.1960, Side 16

Birtingur - 01.07.1960, Side 16
Tökum annað dæmi. Á næstu síðu eru fimm ferhyrningar.Við skulum hugsa okkur að það séu gluggar. 1 annan stað er langur ferhyrn- ingur og stærri, og hugsum hann sem fábrotna húshlið. Einföldust hrynjandi fæst með því að setja minni ferhyrningana með jöfnu millibili á lengdina og jafna hæð fyrir ofan og neðan þá. Þegar betur er að gáð sjáum við að um allmikla einhæfni er að ræða, eitthvað þarf til mótvægis, eitthvað sem raskar of miklu jafnvægi myndarinnar. Við skulum t. d. lengja yzta gluggaferhyrninginn og minnka bilið milli hans og þess næsta og hækka gluggaröðina alla á stóra ferhyrningnum. Tvennt vinnst: gluggarnir sitja betur í hús- hliðinni og með því að trufla hina einhæfu endurtekningu myndast andstaða milli hins einhæfa og fjölbreytta, lítil tilraun til sam- ræmis. Við tökum líka eftir öðru. Við mældum nákvæmlega stærð- irnar fyrir ofan og neðan glugga, en samt virðast þeir vera fyrir neðan miðju flatarins og hafa tilhneigingu til þess að falla niður. Þess vegna hækkuðum við þá. Hér kemur til greina sjónfræðilegt fyrirbæri, sem ekki er að fullu skýrt, en flestir kannast við er fengizt hafa við hvers konar teiknun. Guðmundur Finnbogason segir eftirfarandi: „Til skýringar þessu hefur verið bent á þá missýningu, að oss sýnist efri helft lárétts tvíhverfs hlutar stærri en neðri helftin. Eigi menn að skipta lóðréttri línu í miðju eftir augnmáli einu, þá gera þeir að jafnaði efri hlutann minni. Efri hluti stafanna S og 8 er minni en neðri hlutinn, og munu þó fáir taka eftir því; sé þeim snúið við, kemur munurinn greinilega í ljós. Lóðrétt lína sýnist og lengri en jafnlöng lína lárétt. Sálarfræðingum ber ekki saman um það, hvernig á þessari mis1- sýningu standi. Halda sumir að hún komi af því, að erfiðara sé að renna augunum upp og niður en til hliðanna, þar sem fjórir af þeim sex vöðvum er augað hreyfa starfa saman, er vér lítum upp eða niður, en ekki nema tveir, er vér lítum til hliðar. Aðrir halda að missýningin stafi af því, að reynslan hefur kennt oss, að það sem ofar er í sjónarfletinum er að jafnaði fjær oss en það sem neðar er og því í raun og veru stærra en það sýnist". Hús er samsettar einingar frumforma, línu og flata. Tölum um lín- una. Lína er ýmist bein, brotin, bogin eða hverfist í ótal hlykkjum 14 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.