Birtingur - 01.07.1960, Síða 18

Birtingur - 01.07.1960, Síða 18
og skrikkjum. Lína getur verið kát, lína getur verið döpur. „Lóð- rétt iína er oss tákn afls og festu, tignar og jafnvægis. Hún er stefna þess, sem hefst sigursælt gegn þyngdinni“, segir Guðmundur Finn- bogason og um þá láréttu: „Hún er hin trausta undirstaða alls sem rís. Allt stendur þá fyrst öruggt þegar það er á láréttum grunni“. Þegar lóðrétt og lárétt lína mætast sýnist það veita auganu ró og jafnvægi. „lína getur verið kát“. „lína getur verið döpur“. „ró og jafnvægi". Einföldustu flatarmyndir eru þríhyrningur, ferhyrningur og hring- ur. Ferhyrningur, sem er jafn á allar hliðar, orkar öðru vísi á okkur en t. d. sá sem er helmingi lengri en hann er hár. Sambandið milli hæðar og lengdar köllum við hlutfall. I byggingarlist skiptir sam- ræming hlutfalla höfuðmáli og að vissu leyti hefur húsagerðarlist, allt frá dögum Egypta, verið leikur með hlutföll, hlutfallafræði. Forum Romanum virðist þann veg reist, að ekki megi raska hæð eða breidd forhliðar, ella missi húsið hin sterku tök sem það hefur á vitund okkar fyrir samspil hlutfalla. Eitt hlutfall virðist falla mönnum bezt í geð, er um leið ráðgáta, hulinn dómur, ágætir menn hafa ritað um það fjölda bóka, en það er gullinsniðs-hlutfallið. Guðmundur Finnbogason segir eftirfarandi í bók sinni Frá sjónarheimi um gullinsnið: „í fagurfræðinni hefur mikið verið hugsað og ritað um stærðarhlutfall það er gullinsnið nefnist og stærðfræðingar hafa þekkt allt frá dögum Pyþagórasar spekings. En gullinsnið er það, ef heild er þann veg skipt í tvo parta, að sama hlutfall er milli minni hlutans og stærri eins og milli stærri hlutans og heildarinnar, eða sama hlutfall er milli breiddar og lengdar flatar eins og milli lengdarinnar annars vegar og samanlagðrar breiddar og lengdar hins vegar, a : b = b : (a+b). Þetta hlutfall er þann veg vaxið, að sé minni hlutinn einn, þá er stærri hlutinn = 1 + K5 eða því sem næst 1,618. Ef vér skrifum 16 Birtingur 2

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.