Birtingur - 01.07.1960, Side 20

Birtingur - 01.07.1960, Side 20
brotaröðina 1/2. 2/3, 3/5, 5/8, 8/13, 13/21, 21/34 sem er þannig gerð, að teljari hvers brots er jafn nefnara næsta brots á undan, en nefnarinn jafn teljara þess og nefnara samanlögðum, þá kemur j)ví nær gullinsniði sem lengra er farið í röðinni. Fjórða brotið í röðinni 5/8 nægir nokkurn veginn fyrir augnmál, en sjöunda brotið 21/34 er = 1 og er talið jafngilt réttu gullinsniði. X6Í9 Þýzkur maður, Adolf Zeising að nafni, gaf út nokkur rit á árunum 1854—1856, þar sem hann reyndi að sýna fram á, að þetta hlutfall gullinsniðs væri eitthvert merkilegasta hlutfallið í náttúrunnar ríki. Hann segir um það m. a.: „Vér berum það hið innra með oss, eins og siðalögmálið, eins og hugsanalög sannleikans; það er mælikvarði nálega allra dóma um fegurð hlutanna, já, óbeinlínis einnig fyrir þá dóma er snerta hið sorglega og hið kýmilega. Það kemur meira eða minna ljóst fram í nálega hverju formi eða mynd, fullkomnast í fagurri mannsmynd. Það lifir og starfar í verkstöð náttúrunnar jafnt og 1 sál skapandi listamanns, húsgerðarmeistarans, líkansmiðsins, málarans, tónskálds- ins, Ijóðskáldsíns, leikarans. Já, það hefur og vald yfir handverks- mönnum, er þeir smíða. Það er dulið vald, sem enginn fær með öllu undan komizt, jafnskjótt sem hann á að skapa eitthvað sem form er á“. Zeising benti m. a. á það, að sé vel vaxinn maður mældur frá hvirfli til mittis, þar sem hann er mjóstur, og þaðan til ilja, þá sé sama hlutfall milli efra hlutans og neðri hlutans eins og milli neðri hlutans og hæðár mannsins allrar. Sé neðri hlutinn tekinn sem heild og honum skipt rétt fyrir neðan hnéskelina, eða efri hlutinn sem heild og honum skipt um hálsgrófina, þá komi enn sama hlutfall fram, er einnig gildir fyrir höfuðið og armana. Að vísu séu mörg afvik frá þessu, en oss þyki maður því betur vaxinn, sem líkamsvöxtur hans nálgast meira þetta hlutfall, enda sé það einmitt á þeim líkneskjum, sem taldar hafa verið mælikvarði fagurs líkamsskapn- aðar. Þessi kenning Zeising varð til þess, að Gústav Theodor Fechner, hinn ágæti þýzki heimspekingur, sem lagt hefur grundvöll að vísinda- legum tilraunum í sálarfræði og fagurfræði, tók gullinsnið til rann- sóknar. Honum var það ljóst, að öruggasta ráðið til að ganga úr skugga um það, hvort gullinsnið á hlutum þætti almennt eins fagurt og af var látið, væri það að prófa það á einföldum hlutum, þar sem 18 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.