Birtingur - 01.07.1960, Qupperneq 21
i & * * £
lögunin ein kemur til greina um fegurðina. Þegar vér lítum á manns-
ííkamann eða meistaraverk húsgerðarlistar og myndlistar, þá er
svo margt sem ræður fegurðinni, að erfitt er úr að skera, hvern
þátt stærðarhlutföllin út af fyrir sig eiga í henni. öðru máli gegnir
ef vér virðum fyrir oss t. d. tvískipta beina línu, eða einfaldar
flatarmyndir, svo sem ferhyrninga, sporöskjur o. s. frv.
Fechner valdi sér 10 rétthyrnda ferhyrninga úr hvítum pappa
og alla af sama flatarmáli. Hliðahlutföllin voru þessi 1/1, 6/5, 5/4,
4/3, 29/20, 3/2, 34/21, 23/13, 2/1, 5/2.
Hann festi þessa ferhyrninga á svarta töflu í ýmislegri röð og lét
þá sem hann náði í, menntað fólk af ýmsum stéttum, athuga þá og
segja sér, hver þeim þætti fallegastur og oft jafnframt hitt, hver
þeim þætti ljótastur. Þetta gerði hann við og við í nokkur ár og
fékk þannig dóm 228 karla og 119 kvenna um það, hver væri feg-
urstur, en 150 karla og 119 kvenna um það, hver væri ljótastur.
Niðurstaðan varð sú, að full 35% af öllum dómunum dæmdu gullin-
snið fegurst, en 39% þá tvo rétthyrninga er nálguðust gullinsnið
mest.
Ferningurinn og aflengsti rétthyrningurinn fengu flest atkvæði um
það að þeir væru ljótastir.
Þá lét Fechner menn skipta lóðréttri línu í því hlutfalli er þeim
þætti fegurst, með því að færa þverslá upp og ofan eftir stöng, unz
þeir fundu þann stað er þeim þótti hún fara bezt. En það fer nokkuð
eftir því, hve þversláin er löng, svo á því er lítið mark takandi.
Þriðja leiðin sem Fechner fór er sú, að mæla alls konar hluti, sem
gerðir eru af manna höndum og athuga hlutföll þeirra, því að gera
má ráð fyrir, að menn velji almennt það hlutfallið sem þeim þykir
fegurst, ef það kemur ekki í bága við tilgang hlutarins að öðru leyti.
Birtingur 19