Birtingur - 01.07.1960, Blaðsíða 22

Birtingur - 01.07.1960, Blaðsíða 22
Þar bar enn að sama brunni: gullinsniðið reyndist vinsælast. Fechner fann það almennt á letursíðum bóka, á skrifpappír, bréfapappír, umslögum, ljósmyndum blaðahylkjum, reikningsspjöldum, skraut- kössum, tóbaksdósum, tígulsteinum o. fl.“. Fyrir þá er áhuga hafa sýnir meðfylgjandi teikning hvernig finna má gullinsnið: AB er lína er skipta skal í gullinsnið. AB/2 er sett hornrétt á AB í B. Myndast þar þríhyrningur ABC. CB = AB/2 er sett út á hliðina AC frá C. Mismunur AC og AB/2 eða AC AB/2 er þá lengra hlutfallið í gullinsniði á AB. Le Corbusier, einn frægasti núlifandi arkitekt heimsins og annar frumkvöðull nútímabyggingalistar, hefur frá fyrstu tíð hallazt að :gullinsniðs-hlutfalli og þóttist snemma sjá að hinir gömlu grísku húsgerðarmeistarar notfærðu sér það í list sinni. Le Corbusier hefur síðari ár unnið að nýju mál- eða mátkerfi, sem á rót sína að rekja til gullinsniðs. Það skal gilda fyrir alla hluti, gerða af manna hönd- urn enda segir hann sjálfur að skilningur sinn á arkitektúr sé miklu víðfeðmari en almennt gerist. Hann segir: Orðið arkitektúr þýðir: Listin að reisa hús, hallir eða hof, smíða skip, bíla, járnbraut- arlestir, flugvélar. Framleiðsla heimilistækja og iðnaðarvara. Prent- list. Málkerfi þetta kallar hann Modulor af orðunum „modul“, sem þýðir mælieining eða mát og „or“, sem þýðir gull, gullinmát gætum við kallað það á íslenzku. Mér vitanlega hefur þessi merka hugmynd eða tillaga til þess að fá samræmi í formmótun manna í dag, ekki verið kynnt Islendingum, einmitt þeirri þjóð, sem mest hefði þurft á samræmisbundinni ögun í framleiðslu sinni að halda. Hugmynd Le Corbusier er í sem styztu máli þessi: Metramálið er ekki sniðið við 20 Birtingur

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.