Birtingur - 01.07.1960, Blaðsíða 23

Birtingur - 01.07.1960, Blaðsíða 23
226 hæfi mannsins, það er einungis brot af ákveðnu máli jarðkúlunnar. Okkur vantar mál, sem sniðið er út frá stærðum mannslíkamans og á í sér um leið fögur hlutföll og hentug til fjölbreytilegra sam- setninga. Um leið gæti þetta nýja málkerfi orðið upphaf að alls-i herjar máti fyrir stöðlun í iðnaði. Því miður get ég ekki í þetta sinn útskýrt nákvæmlega eða rakið þróunarferil gullinmáts umfram það, sem kemur fram í eftirfarandi myndum og skýringum við þær. Tveir ferningar 113x113 eru lagðir hlið við hlið. Þriðja fern- ingnum sem er jafnstór hinum, er þannig fyrir komið innan þeirra að gullinsnið hans er sett í miðju samanlagðrar lengdar þeirra fyrrnefndu. Síðan er þessum ferningum snúið upp á rönd og sex feta hárri mannsmynd komið fyrir í þeim, eða eins og Le Cor- busier segir: „Modulor eða gullinmát er mælitæki sem sniðið er eftir stærð mannsins og stærðfræðilegum útreikningi. Stærðin „maður með uppréttan handlegg“ með línum dregnum um iljar, nafla, höfuð og fingurgóma þegar handleggurinn er uppréttur, myndar þrjú bil sem af má leiða gullinsniðsröð í samræmi við talna- hlutfall það sem kennt er við Fibonaci". „Grind þessi“, segir hann ________226_______________ UO 86. Teikningar: Le Corbusier. Birtingur 21

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.