Birtingur - 01.07.1960, Síða 27

Birtingur - 01.07.1960, Síða 27
stæðna en þó þannig, að þeim sé haldið í hóflegum skefjum heildar, að þar sé um hæfilega fjölbreytni að ræða. Þetta kölluðu Grikkir harmoniu eða symetriu. Platon segir: „Hinir vitru 0 Kallikles segja að vináttan, skipanin, skynsemin og réttlætið haldi uppi himni og jörð, guðum og mönnum, því er það að þeir kalla þessa heild Kosmos, eða hina góðu skipan“. Fegurð mætti einnig nefna hina góðu skipan. Við sáum hér á undan, að byggingarlist er ofin tveim meginþráð- um, fagurgildi og notagildi. Við getum orðað þetta á annan hátt og fullyrt: að reisa hús telst til listar, efni og not hússins er sú mót- staða er listamaðurinn verður að sigra til þess að koma tilfinning- um og hugsunum sínum á framfæri. Allt of fáir gera sér grein fyrir þessum mikilvægu sannindum. Emerson kallar egoisma, allt sem mótað væri án listar. Já arkitektúr er listgrein, góðir hálsar. í ox-ðabókinni stendur meira að segja arkitektúr: Listin að reisa hús og fegi’a þau eftir ákveðn- um reglum. Margar skilgreiningar hafa komið fram um það hvað byggingarlist sé. Svo ég vitni aftur í Le Corbusier, þá segir liann að húsgei’ðarlist sé: „Hugvitssamur, nákvæmur og glaðlegur leikur forma í ljósi“. Þannig vantar okkur ekki skilgi’einingar og athug- anir um það hvað byggingarlist sé né list yfii’leitt og’ þær verða sjálfsagt jafn margar og mennirnir eru margir; en sarnt megurn við ekki gefast upp á því að gei’a okkur gi’ein fyrir hvers eðlis listin sé, álíta það vonlaust vex’k vegna þess að enn hefur ekki verið fundin stærðfræðileg formúla eða vísindaleg niðui'staða um list. Það er eðli listar að vera síbreytileg, síkvik eins og bii’tan yfir íslandi, en þó alltaf söm við sig: vekja fui’ðu, undrun, unað. List er útrás hugsana og geðbi’igða, viðleitni mannsins að hneppa skynjanir sínar og hughrif í viðjar efnis og forms. Listin er þöi’f mannsins að ná sambandi við gildi alli-a hluta, kafa undir yfirborð þeirra og reyna að sjá það sem ex*. Listin er því dýpkun hins innra lífs hans, allra manna, hún er leit þeirra hvers að öðrum, tilraun til fylli-a skilnings og tengsla við náttúruna dauða sem lifandi. Birtingur 25

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.