Birtingur - 01.07.1960, Side 28
Snúum okkur að verkunum í bókinni Islenzk íbúðarhús. Tökum fyrst
tvö andstæð dæmi og bregðum á þau mælikvarða þeim, er við höfum
reynt að lýsa hér á undan.
Hér eru tvær myndir: önnur af forhlið hússins nr. 6 við Dyngjuveg,
hin af suðvesturhlið hússins nr. 18 við Háuhlíð, Reykjavík.
Þegar við fyrstu sýn er augljóst, hvort húsið orkar heillegar og
betur á áhorfandann: Dyngjuvegur 6. En þá er að rökstyðja mál
sitt. Með skírskotun til þess sem áður var sagt um samræmi, skulum
við athuga, hvernig því er háttað í þessum tveim tilvikum.
i húsinu við Dyngjuveg er markviss hrynjandi: hin reglubundna
skipan uppistöðusúlna, á þær stefnir svo lárétt hreyfing glugg-
anna, sem rofin er á skemmtilegan hátt. Annars vegar með því
að láta gluggasamstæðu efri hæðar ekki ná alveg í gafl, hins
vegar eru tilbrigðin í staðsetningu hurða á neðri hæð. Við minn-
umst setningar Le Corbusier um leik ljóssins. Hér sjáum við, hvernig
höfundur brýtur Ijósið á tvennan hátt: annars vegar hið meira 1 jós-
brot með súlunum (það er harðara), hins vegar hin síkviku birtu-
brigði veggjarins á milli súlna (og þau eru mýkri). Eiginlega eru hér
þrir hættir í leik, því gljáfægður flötur glersins og speglun þess
grípur inn í. En fleira kemur til greina en fagurfræðileg hlið máls-
ins: gerð hússins, nútímaskilningur á því, hvað hús ei’, og rökrétt
ályktun af notkun byggingarefnis og tækni, koma skýrt fram.
Skemmtilegast er, að fagurskyn og notagildi renna hér eðlilega
saman í eitt. Húsið veit mót sólar- og útsýnisátt, það er opnað fyrir
birtu og fegurð náttúrunnar í kring. Það er eðlilega staðsett í
brekkunni, eins og glöggt kemur fram, ef litið er á sneiðingu af
því. Súlurnar sem brutu svo skemmtilega birtuna eru byggingar-
tæknileg nauðsyn, þar eð hæðirnar eru að mestu glerveggir.
Við virðum fyrir okkur hitt húsið: það orkar órólega á okkur, eins
og það sé allt í brotum, engin heild er haldi innan vébanda sinna
einstökum hlutum hússins. Gluggarnir eru á tvist og bast um hús-
hliðarnar, og ekki bætir það úr skák, að gluggagerðir eru sex á
ekki stærra rúmtaki. Ekkert bendir til, að höfundur beini húsinu
í sérstaka átt, það er eins og húsið sé áttavillt, viti ekki hvert skal
horfa. Hér er enginn markviss leikur með ljós eða stærðir, hver
hlið er annarri lík, svo að lítil sem engin spenna fæst í stærðir.
Þakið er kyndugt: að formi mitt á milli söðulþaks og brotins skúr-
þaks, verkar nánast eins og smíðisgalli á húsinu. Það minnir á
virðulega frú, sem hefur lent í mannþröng og veitir því ekki at-
26 Birtingur