Birtingur - 01.07.1960, Síða 49

Birtingur - 01.07.1960, Síða 49
menn, er ekki sagt eitt orð um listir, stærðir eða hlutföll, lit eða forai. Gerið ykkur í hugarlund hljómsveitarstjóra, sem fær í sveit sína menn, sem hafa ekki hugmynd um sögu tónlistar, hafa enga þekkingu í tónfræði, vita jafnvel ekkert um hvað list er. En arkitekt má líkja við hljómsveitarstjóra. Menntaskólar, gagnfræðaskólar, barnaskólar stagla í unglingana ár eftir ár málfræði, sögu, eðlis- fræði, landafræði, en aldrei er minnzt einu orði á þá málfræði, sem unglingarnir þurfa engu minna á að halda, þegar þeir verða full- tíða menn: að meta af skynsemi og smekkvísi fagra hluti. Það er því engin furða þótt íslendingar standi illa að vígi, þegar þeir eiga að velja sér húsakost og híbýlabúnað. Afleiðingin er sú að hver þjösnast sína leið af fullkomnu tillitsleysi, sem kallað er hátíðlegu máli „hin ríka einstaklingshyggja fslendinga". Hér hefur vantað forustu í þjóðmálum. Byggingarlist er þjóðfélags- leg sameign, ekki lúxus fárra manna. Þess vegna verður að stýra þeirri grein af festu og djörfung. Þegar þess er gætt, að hér er engin hefð ríkjandi, engar menntastofnanir veita almenningi fræðslu um byggingarlist og innsýn í það stórkostlega vandamál að koma upp sameiginlegri byggð, er sómi siðuðum mönnum, þá er engin furða þótt bögglazt hafi fyrir brjóstinu á mörgum að koma sér upp húsi, eins og dæmin sanna. Það er hroðalegt að sjá, hvernig fólk fer með sig í þessum efnum og ekki síður hvernig máttarstólpar þjóðfélagsins fara með flesta þá, sem vilja koma sér upp þaki yfir höfuðið. í fyrsta lagi búa menn of stórt hér, í öðru lagi nýta menn húsrými illa, í þriðja lagi er ekkert skipulag sem heitið getur til að samræma eða létta af mönnum byrðunum. Afleiðingin er oft sú, að menn missa heilsuna um aldur fram og gerast vegna ofþreytu sinnulausir um menningarmál. Þeir geta ekki veitt sér þann sjálf- sagða munað, sem hverjum manni sem andlegu lífi vill lifa er nauðsynlegur: að kaupa sér bók, fara í leikhús, hljómleikasal eða kaupa listaverk; þeir verða þrælar afborgana. Betra væri að hafa minna heldur en lifa í þeirri lífslygi að vera stór karl í þykjustunni, eins og börnin segja. Ég vil síður en svo gera lítið úr elju og dugn- aði manna, en dýru verði er sá dugnaður keyptur, ef þjóð, sem gat lifað menningarlífi um langar aldir hungurs og neyðar, á vegna bjánalegrar vanmáttarkenndar og andlegs agaleysis að sjá menn- ingu sinni hraka stórum einmitt nú þegar hefja mætti liana til hærra vegs en nokkru sinni fyrr. Frh. Birtingur 39

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.