Austurland


Austurland - 20.12.1989, Síða 8

Austurland - 20.12.1989, Síða 8
8 JÓLIN 1989. skrefum framhjá sláttumönnun- um og beint upp í hlað, dró þar upp vasabók og skrifaði eitt- hvað hjá sér. Pá hafði hann ver- ið að mæla vegalengdina milli Hala og Reynivalla. Síðan var skipst á kveðjum og haldið til bæjar. Ég minnist þess að faðir minn setti skáldið til staups og margt var skrafað og skeggrætt. Þórbergur gekk um gólf og sagði sögur m.a. af Árna Þórarins- syni. Svo fór hann að lýsa því á ævintýralegan hátt hvernig væri ef hann hefði gerst stórbóndi á Hala. Hann hefði haft margt vinnufólk, byggt stórt íbúðar- hús á þremur hæðum með mörg- um herbergjum og stórum sal á efstu hæðinni þar sem fólkið skemmti sér að loknu dagsverki við söng, hljóðfæraslátt, skáld- skap og sinnti vísindalegri iðju um samspil lífsins hér í heimi og á Astralplaninu og svo bætti hann við; „og svo hefði ég látið byggja stjörnuathugunarturn á Helghól“. Og dagurinn leið við fjölbreytilegar samræður fram á kvöld. Það var komið myrkur þegar við settumst upp í gamla jeppann og ókum meistaranum austur að Hala. Við Helghól hlupu tvær tófur þvert yfir veg- inn og stefndu til fjalls. Og á Halahlaðinu horfði Þórbergur til himins og sagði, „já, hér er pólstjarnan og hér er Fosstorfu- tindurinn. Hann minnti mig allt- af á föður minn þegar hann var að fara á hreppsnefndarfund til að jafna niður útsvörunum". Um haustið fékk faðir minn senda bók frá Þórbergi. Þarstóð skrifað, „Með þakklæti fyrir kaffið í sæluhúsinu og tungls- ljósið í sálinni kvöldið mikla“. Þorsteinn L Þorsteinsson Frá mávsungaveiði á Breiðamerkursandi. Unginn fluttur yfir jökulinn. Oskum félagsmönnum og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Kaupfélag Austur-Skaftfellinga Höfn Óskum starfsfólki og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Þökkum ánægjuleg viðskipti á árínu sem er að líða Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar Neskaupstað 9 Þórbergur Þórðarson, Margrét Jónsdóttir og Helga Jóna Ásbjarn- ardóttir (Lilla Hegga). Kaupfélag Héraðsbúa Starfsfólki okkar, viðskiptavinum og öllum félagsmönnum óskum við gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum • Seyðisfirði • Reyðarfirði Borgarfirði • Eskifirði Oskum starfsfólki okkar og viðskiptamönnum gleðilegra jóla ogfarsæls komandi árs með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða BENNI & SVENNI Eskifirði S 61499

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.