Dægradvöl - 01.06.1950, Qupperneq 5

Dægradvöl - 01.06.1950, Qupperneq 5
r HEIIABROT — Stúdentarnir og unnustur þeirra. Sex bandarískir stúdentar, Johnson, Barry, Brewster, Edwards, Adams og Hunt- er, nema hver við sinn háskóla, nefnilega: Yale, Harvard, Princeton, Dartmouth, Cornell og Columbia. Fimm stúdentanna eru trúlofaðir. Unn- usta Barrys heitir ungfrú Short, unnusta Brewsters heitir ungfrú Philips, unnusta Hunters heitir úngfrú Klag, unnusta Johns- ons heitir ungfrú Rice og unnusta Edwards heitir ungfrú West. Ungfrú Philips þekkir engan Connell- stúdent. Ungfrú Klag liefur aldrei kynnzt nein- um Columbia-stúdent. Ungfrú West hatar alla Harvard-stúd- enta.og ungfrú Rice elskar Dartmouth. Ungfrú Kent nemur við Prinseton-háskól- ann. Brewster þekkir ungfrú West, en hún vill ekkert hafa meö hann. Barry hefur látið sauma stórt Y á brjóst- ið á íþróttaskyrlunni sinni. Athugið ofangreindar staðreyndir gaum- gæí’ilega, og svarið síðan spurningunni: Frá livaöa liáslwla er hver stúdent? Hvtið ráðlagði vitringurinn? Konungur nokkur í Austurlöndum, scm átti tvo syni, andaðist og lét cftir sig svo- fellda erfðaskrá: „Hvor sona minna skal taka hest sinn og ríða honum héðan og til borgarinnar Am- begael, sem stendur á bökkum íljótsins Foalady, um 20 dagleiða vegarle ngd héð- an. Sá sona minna, sem á þann hestinn, sem verður seinni í gegnum borgarahliðið, hlýtur all konungsríki mitt.“ Synirnir stigu á bak og héldu af stað, og reið hvor sínum hesti. En þar sem hvor um sig kepptist um að verða á eítir hinum, þá sóttist þeim ferðin seint. Fyrstu 10 dagana ferðuðust þeir aðeins tvær dagleiðir, og hægðu stöðugt á sér eftir því scm þcir nálg- uðust borgina fyrirheitnu. Þeir sáu nú frarn á það, að för þcirra myndi taka óratíma, því að hvorugur vildi gefa sig. Báðir voru ákveðnir í því að erfa ríki föður síns. Þeir komu sér því að lokum saman um, að leita ráða hjá einhverjum nafnkunnasta spekingi ríkisins, góðvini þeirra beggja, sem olt liafði bjargað föður þcirra, og reyndar þeim sjálfum líka, út úr mörgum vandan- um. Spekingurinn hlustaði á vandkvæði þeirra með mikilli atliygúi, hugsaði sig unt stundarkorn og sagði að lokum við þá að- eins tvö orð. Fn Jressi tvö orð voru töfraorð, Jrví að varla hafði liann lokið setningunni fyrr en konungssynirnir ruku á dyr, stigu á bak hestunum og riðu álciðis til borgar- innar Ambegael eins og Jteir ættu líf sitt að leysa. Hver vorn þau tvö orö, sem spekingurinn sagði við konungssynina? Allt er hey í harðindum. Flækingur nokkur, sem var íorfallinn í sígarettur, átti orðið mjög erfitt mcð að sníkja sér lieilar sígarettur eða jafnvel hálf- ar. Þessir erfiðleikar lians stöfuðu af gjald- eyrisvandræðum þjóðarinnar og annari ó- áran. En sígarettur varð hann að fá. Hann varð Jjví að láta sér lynda, að tína upp, af götum og torgum, J)á stubba, sem aðrir fleygðu frá sér. Reynzlan kenndi honum brátt, að úr fjórum stubbum gat hann búið DÆGRADVÖL 5

x

Dægradvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dægradvöl
https://timarit.is/publication/825

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.