Austurland


Austurland - 23.12.1993, Blaðsíða 11

Austurland - 23.12.1993, Blaðsíða 11
JÓLIN 1993. 11 Pó svo að ýmsir Þjóðverjar hríf- ust af adgerðum Hitlers eftir að liaim kontst til valda vortt aðrir sent þóttust sja ad Foringinn myndi leiða þjóðina í ógöngur. komst inn í tannsmíðadeildina og því má segja að störf mín í bakaríi föður ntíns hafi nýst vel í náminu í Þýskalandi. Mátti ekki búa hjá Gyðingum Hjá Gyðingafjölskyldunni í Altona bjó ég einungis í sex mánuði og í sannleika sagt lík- aði mér ekki í þeirri vist. And- inn innan fjölskyldunnar var fjarri því að vera góður og sam- skiptin við húsbóndann stirð. En ástæðan fyrir því að dvölin á meðal Gyðinga var styttri en gert hafði verið ráð fyrir var ekki sú að mér gengi illa að lvnda við fjölskylduna heldur allt önnur. Þegar skólinn komst að því að ég bjó hjá Gyðingum var strax gerð við það alvarleg athugasemd og mér gert ljóst að ekki þætti tilhlýðilegt að erlend- ir námsmenn lifðu á meðal slíks fólks eða umgengust það. Þegar var gripið til ráðstafana og mér skipað að flytja í annað húsnæði sem skólinn hafði forgöngu um að útvega. Þetta var í fyrsta sinn sem ég kynntist persónulega þeim að- stæðum sem Gyðingar bjuggu við í Þriðja ríkinu en auðvitað hafði ég orðið var við hinn gegndarlausa áróður sem stjórnvöld ráku gegn þeim. Hjá sanntrúuðum nasistum voru Gyðingar álitnir skepnur og hreinræktuðum Þjóðverjum eindregið ráðið frá því að um- gangast þá. Einnig virðist það hafa verið trú menntastofnana að erlendir námsmenn ættu ekki að hafa nein samskipti við fólk af gyðinglegum uppruna. í verklegu námi á tannsmíðastofum Hluti af tannsmíðanáminu í Hamborg fór fram á tannsmíða- stofum þar sem við nemendurn- ir áttum að kynnast öllum hlið- um starfsins á vettvangi. Fyrsti tannsmiðurinn sem ég starfaði hjá var mikill ágætismaður og got't að umgangast hann og læra af honum en fljótlega kom að því að mér var ráðstafað til ann- ars tannsmiðs og reynsla mín af honum var heldur verri. Þessi nýi vinnuveitandi minn var í nasistaflokknum og hið mesta merkikerti. Mér líkaði engan veginn dvölin hjá honum en auk þess að sjá mér fyrir starfinu út- vegaði hann mér húsnæði og fæði og tók hluta af laununum ntínum upp í húsnæðis- og fæðiskostnaðinn. Eg ræddi dvöl mína hjá tannsmið þessum við kunningja mína og einn þeirra hafði fyrir því að setja sig vel inn í öll mín mál. Þegar hann hafði aflað sér upplýsinga kom hann til mín og greindi ntér frá því að það væri ekki nóg með að tannsmiðurinn notfærði sér vinnukraft minn meira en eðlilegt væri heldur hefði hann einnig af mér fé. Sagði hann mér að tannsmiður- inn tæki mun meira af launum mínum en hann síðan greiddi fyrir húsnæði mitt og fæði. Þegar þessar staðreyndir lágu fyrir spurði ég þennan kunn- ingja minn hvað væri til ráða. Hann var hinn versti yfir þessu og vildi að við færum í hart út af þessu máli. Og hann sagði að nú þýddi ekkert að skrifa ein- hverjum smámennum í kerfinu, best væri að skrifa Dr. Göbbels sjálfum en hann var yfirmaður allra menningar- og mennta- mála í Þriðja ríkinu og áróðursmálaráðherra Hitlers. Þetta kvörtunarbréf var sent til Dr. Göbbels og örfáum dög- um síðar var ég kallaður fyrir nefnd sem skipuð var nokkrum flokkslegátum og spurður nánar út í innihald bréfsins. Þegar ég kom fyrir nefndina varð mér strax Ijóst að nefndarmennirnir voru síður en svo hrifnir af því að ég, útlendingurinn, skyldi vera að kvarta yfir aðstæðum mínum í Þýskalandi. En ég bakkaði hvergi og sagði þeim að dvöl mín hjá þessum nasista- tannsmið væri síst betri en dvöl- in hjá júðanum sem ég hafði búið hjá í Altona fyrst eftir að ég kom til Þýskalands. Þessi orð mín orsökuðu mikinn hávaðaog var mér gert skiljanlegt að yfir- lýsingar af þessu tagi yrðu ekki liðnar. Dr. Jósef Göhhels að halda rœðu í miklum ham líkt og hann gerði þegar Baldur Óli sótti fund hans í Hanseatenhalle í Ham- borg árið 1935. . v.. 7-iV l r+S ■ tr J M Dr. Jósef Göbbels áróðursmálaráðherra Hitlers heldur rœðu á fjöldafundi. Ég verð að viðurkenna að mér var heldur órótt þegar ég gekk af fundi nefndarinnar en hún tilkynnti mér að láta ekki sjá mig framar á tannsmíðastofu nasistans. En óvissan um fram- tíð mína var brátt á enda; ein- ungis tveimur eða þremur dög- um eftir að ég hafði hitt nefnd- ina var ég boðaður á eina af skrifstofum nasistaflokksins í Hamborg og þar var mér til- kynnt að ég gæti hafið störf á annarri tannsmíðastofu. Ég var afar ánægður með þessi málalok enda reyndist hinn nýi vinnu- veitandi minn mikill prýðis- og heiðursmaður. Á fundi hjá Dr. Göbbels Þegar helstu forystumenn nasista komu til fundarhalda í Hamborg var algengt að nem- endur allra framhaldsskóla og háskóla væru skikkaðir til að mæta á fundina. Oft voru þessir fundir haldnir í stórum og mikl- um samkomuhúsum og þá var þægilegt að tryggja húsfylli með því að skylda skólafólk til að sækja þá. Mér þótti þetta hvimleitt tyrirkomulag en að sjálfsögðu þorði ég ekki öðru framan af en að fylgja félögum mínum á fundina enda fylgdust kennarar náið með því hvort einhver léti sig vanta. Og svo kom stóra stundin á árinu 1935; sjálfur áróðursmála- ráðherrann Dr. Josef Göbbels skyldi halda fund í Hanseaten- halle, sýningarhöll sem tók mörg þúsund áheyrendur. Miklu skipti að þessi fundur yrði sem glæsilegastur og að sjálf- sögðu skyldu allir skólanemar hlýða á þessa hægri hönd For- ingjans. Við tannsmíðanemar héldum til Hanseatenhalle undir eftirliti kennara og ekki var laust við að eftirvæntingar gætti hjá ýmsum enda Dr. Göbbels umtalaður maður og áberandi. Ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum þegar áróðursmálaráðherrann gekk fram á sviðið í sýningarhöllinni; þarna birtist lítill, veiklulegur maður með klumbufót í fremur skrautlitlum einkennisbúningi. En satt best að segja gleymdist útlit mannsins strax og hann hóf ræðu sína. Ég hef aldrei orðið vitni að annarri eins snilldar- ræðumennsku og þvílíkri mælsku. Fólk stóð agndofa og hlýddi á hvert orð og flestum fannst eins og hann væri að tala persónulega til sín og ég varð einnig var við slíka tilfinningu. Mér varð strax Ijóst að þessi litli óásjálegi ntaður gat sannfært fjöldann um að fylgja þeim málstað sem hann talaði fyrir en jafnframt var mér ljóst að áhrifamáttur manna eins og Dr/ Göbbels gat verið stórhættuleg- ur þýsku þjóðinni. Ég var þarna orðinn fullurefasemda um ágæti hins'nasíska stjórnarfars og var þegar farinn að velta fyrir mér með hvaða hætti ég gæti losnað við að sækja áróðursfundi sem þennan. Þessi eftirminnilega ræða áróðursmálaráðherrans í Hanseatenhalle gaf mér óvænt tækifæri til að komast hjá því að sækja fundi nasistaleiðtoga framvegis. A einum stað í ræð- unni sagði nefnilega Dr. Göbbels að lífssýn þýskra nas- ista væri engin útflutningsvara og mér fannst eins og þessum orðum væri sérstaklega til mín beint. Þegar hann sagði þetta benti hann fram í salinn og mér fannst hann benda á mig. Þess- um orðum gleymdi ég ekki og rifjaði þau upp aftur og aftur. Næst þegar hátt settur nas- istaleiðtogi kom til Hamborgar var okkur tannsmíðanemum skipað að sækja lund hans. Við héldum af stað frá skólanunt til samkomuhússins undir eftirliti kennara en á heppilegum stað á leiðinni laut ég niður og tók að binda skóþveng minn. Ég dund- aði við að reima skóinn þangað til félagar mínir og kennarar voru horfnir fyrir næsta horn en þá stóð ég upp og gekk í öfuga átt og fór að sjálfsögðu ekki á fundinn. Þetta fundarskróp átti eftir að draga dilk á eftir sér. Strax næsta dag var ég kallaður inn á skrifstofu rektors tannsmíða- skólans en hann hét Dr. Schultz. Og þarna tók rektor mig alvar- lega á beinið og krafðist skýr- inga á því að ég hafði ekki mætt á fund nasistaleiðtogans. Hann var mjög stóryrtur og sagði tíma til kominn að ég áttaði mig á því að ég væri útlendingur að nota mér þau gæði sem Þriðja ríkið biði upp á. Ég hlustaöi á hann þegjandi en þegar hann var bú- inn að skamma mig blóöugum skömmum sagði ég lionum að ég hefði ekki alls fyrir löngu hlýtt á ræðu Dr. Göbbels þar sem hann meðal annars hélt því fram að lífssýn þýskra nasista væri engin útflutningsvara og ég hefði tekið þessi orð alvarlega og skilið þau svo að útlendingar þyrftu ekki að meðtaka hinn nasíska boðskap. Hin orðrétta tilvitnun mín í ræðu áróðurs- málaráðherrans virtist koma flatt upp á rektor og hann stein- þagði góða stund eftir að ég hafði skýrt málstað minn. Því næst bað hann mig að bíða dá- litla stund og fór inn á kennara- stofuna sem var næsta herbergi við skrifstofu rektors. Ég gat heyrt að rektor sagði kennurun- um frá samtali okkar og þegar hann greindi frá tilvitnun minni í orð Dr. Göbbels bárust hlátra-

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.