Austurland


Austurland - 23.12.1993, Blaðsíða 20

Austurland - 23.12.1993, Blaðsíða 20
20 JÓLIN 1993. syngjandi um götur bæjarins á kvöldin. Sungiö var margraddað \ið mikla ánægju bæjarbúa. Vetrarvcrtíðar og síldveiðar settu óhjákvæmilega sinn svip á spilantennsku okkar en allir stunduðum \ið þessa vinnu. Ég man eitt sinn á gamlaárskvöld þegar \áð vorum að spila úti í barnaskóla að Esja kom siglandi inn fjörðinn og þá var okkur ekki til setunnar boðið. Við stukkum frá hljóðfærunum og inn á bryggju og vorum farnir áleiðis ;í vertíð innan viö hálftíma frá því að \ið sátum við hljóðfærin í barnaskólanum. Við Geir hófðum harmónik- urnar með okkur á síldarvertíð- amar og þegar við vorum báðir á Stellu spiluðum við stundunr á síldarböllum í landlegum. A þeim tíma voru oft veiðibönn vegna mikillar síldveiði. í einu slíku fengum við fyrirmæli um að veiða. því við fengjum löndun fyrir austan. Við fórum út og fylltum Stellu en þá komu önnur orðsending þess efnis að við fengjum ekki löndun fyrir aust- an. Við héldum því inn á Siglu- fjörð. fengum þar lánuð löndun- armál og héldum út á Siglunes- krók. Þar voru hífð við undirleik okkar Geirs. að fyrirmælum áhafnarinnar. 900 mál af síld í sjóinn. Ég man að tvö lög gerðu sér- staklega mikla lukku á okkar spilatíma. Það vom lögin Suður uin höfin og Víóletta. Annars spiluðum við mest þau lög sem gengu á stríðsárunum. Mig minnir að við fengjum tut- tugu og fimm krónur fyrir að spila í Gúttó en fimmtíu krónur fyrir skólaböllin sem voru miklu stærri böll. Þessu skiptum við í þrjá staði. Svo kom að því að leiðir skildu og Kátir félagar hættu spila- mennsku. Veiðibjallan Einu sinni þegar við vorum að koma heim af vertíð keyptum við okkur bíl af Steindóri bílakóng í Reykjavík. Þetta var Enskur Ford, 8 cynlindra árgerð 1935. Mig minnir hann kosta 3.000. Við fengum hann ekki fiuttan austur með skipi svo viö urðum að fara landleiðina. Ásamt mér fóru og sóttu bílinn Guðmundur Jónsson og Björg Sigurðardóttir á Akri og Siguröur Jensson bakari. Þrátt fyrir veg- leysur nær alla leið austur tókst okkur að koma bílnum á Reyð- arfjörð og sótti Hafaldan okkur þangað og flutti heim. Þennan bíl notuðu Kátir félagar í tengslum við spilamennskuna og einnig til fólksfiutninga og var þetta fyrsti bíllinn sem rekinn var sem leigubíll hér í bæ. Það var líka í nógu að snúast á bílnum á kjör- dögum og fólk sótt á honum og keyrt á kjörstaö. Hilmar og Geir þóttu afliurða góðir kosninga- smalar og einu sinni þegar þeir voru í slíku starli á bílnum stóð Eysteinn Jónsson ásamt flcirum hjá kjörstaðnum og sagði „þessa hefði ég viljað eiga". Þetta var mikill ævintýrabíll. Hann var alltaf kallaður Veiði- bjallan, ekki veit ég af hverju. En hann var ákaflega huggulegur m. a. voru rauðar plussgardínur fyrir gluggum og milli fram- og aftursætis. Bíllinn hafði tvær flautur og þegar ýtt var á aðra þeirra, sem var hnappur í mæla- borðinu, hljómaði fánasöngur Bandaríkjanna „Stars og Stripes" Einu sinni þegar ég var að fara á bílnum inn í sveit mætti ég am- erískum herflokki inn við Hof. Flokkurinn sem taldi 50 - 60 manns var að koma frá Reyðar- firði og marseruðu þeir á eftir borðalögðum offisera. Þetta var æfingarganga hjá þeim og héðan voru þeir fluttir sjóleiðis aftur til Reyðarfjarðar. Þegar ég kem að herflokknum skipar offiserinn þeim út á vegkantinn og ég styð á flautuna sem spilar Stars and Stripes. Hermennimir brugðust allir skjótt við báru höndina upp að húfuderunum og hrópuðu húrra meðan ég keyrði meðfram. Ekki var þó öllurn um bílinn gefið og faðir ungrar blómarósar sem hélt gangandi af stað inn í sveit á skemmtun kallaði á eftir henni „passaðu þig á helvítis glæpatíkinni. Það var mikið að gera hjá okk- ur þegar útiskemmtanirnar voru haldnar í Kirkjubólsteig. Þetta var eini fólksbíllinn á staðnum og hann stoppaði ekki allan daginn. Fólkið safnaðist saman á torginu og við keyrðum til skiptins og hættum ekki fyrr en allir voru komnir inn í Teig. Einu sinni fórum við á Veiði- bjöllunni upp á Hérað á Eiða- skemmtun. Við fengum lánaða nótabáta af Sæfinni hjá Gísla Kristjánssyni og símastaura feng- um við lánaða hjá Kristínu Ág- ústsdóttur símstöðvarstjóra. Við festum svo bátana saman hlið við hlið og lögðum síma- staurana yfir þá. Tókum svo bát- ana upp í fjöru í Víkinni og keyrðum bílnum eftir staurunum um borð í nótabátana og festum hann á staurana sem lagðir voru yfir bátana. Anton Lundbergdró okkur svo til Viðfjarðar á báti sem hann og Stefán Höskuldsson áttu og hét Björgvin. Kristján sonur Lundbergs var einn af áhöfn Veiðibjöllunnar í þessari ferð. Sama aðferð var svo notuð við að koma bílnum í land í Viðfirði. Svo var brölt á bílnunt upp á Hérað og þar vorum við í þrjá daga, aðallega á Eiðaskemmtun- inni. Svo var lagt af stað heim og að sjálfsögðu ekið í gegn um Reyðarfjörð. Þá voru þar aðal- stöðvar breska hemámsliðsins á Austurlandi. Þegar við komum nokkuð niður í Reyðarfjörð komum við að breskri varðstöð. Þar stóð breskur hermaður með byssu viðveginn. Hanngafokkur merki um að stansa en við sinnt- um því engu. Hann dró þá upp byssu og ntiðaði beint í gluggann hjá okkur en þá sagði einn í bíln- um „blessaður haltu áfram það er bara Englendingur, sem held- ur á byssunni". Svo keyrðum við framhjá og varðmanninum og all- an tímann miðaði hann bysunni á okkur. Þegar við komum niður á Reyðarfjörð var þar mikil skothr- íð og hamagangur. Við vorum stöðvaðir og hermenn tóku okk- ur og settu okkur inn í torfkofa, sem var víst ioftvarnarbyrgi. Mál- ið var þá þannig að þýsk flugvél kom fljúgandi lágt inn Reyðar- fjörðinn og byrjuðu Bretamir að skjóta á hana út við Vattanes en þar höfðu þeir herstöð. Síðan skaut hver hermaður þar sem hann var staddur og þegar flug- véiin kom inn að þorpinu tóku loftvamarbyssurnar við. Sjónar- vottar sem fylgdust með sögðu að kúlumar hefði aldrei farið nærri flugvélinni en í loftvarnar- byssunum var tíunda hver kúla upplýst svo auðvelt var að fylgjast með þeim. Svona flaug vélin í skothríðinni inn Reyðarfjörð og út aftur. Talið var víst að vélin hefði verið að taka myndir og að engin kúla hefði hæft hana. Eftir að orrahríðinni linnti var okkur hleypt út úr kofanum en þetta hafði tafið okkur í um tvo og hálfan tíma. Við keyrðum síð- an í Viðfjörð og fórum heim á sama hátt og suður. Diskótek Eftir að Kátir félagar hættu að spila saman myndaðist sama tóm- rúmið í dansmenningunni og þegar Svavar Benediktsson hætti að spila fyrir okkar tíð. Ég tók það þá til bragðs að fá Gúttó á leigu. Fékk mér stórt útvarp, upptrekktan grammofón með picup og heilmikið af góðum plötum. Út úr þessu kom ágætis músik og þannig hélt ég mörg diskótek. Diskótekin voru vel sótt, oftast nær fullt hús og inn- koman var góð, nokkur hundruð krónur í hvert skipti. Mest man ég eftir að sjö hundruð króna inn- komu og það var dágóður pen- ingur á þessum árum. Reksturinn var ódýr svo þetta kom vel út fyrir mig. Friðjón Þorleifsson var ásamt fleirum dyravörður en ég sá einn um hljómflutninginn og mundi í dag vera kallaður plötusnúður eða skífuþeytari. Ekki er ósenni- legt að hér hafi verið um fyrsta diskótekið á Islandi að ræða. Lokaorð Kátir félagar hættu að spila á dansleikjum 1942 - 43 og höfðu þá starfað saman í blíðu og stríðu síðan 1939. Á þessum árum þekktust varla hljómsveitir á böllum nema þá í Reykjavík og á öðrum stærri stöðum og mér er til efs að aðrar hljómsveitir hafi verið starfandi á Austurlandi á þessum árum. Algengast var að leikið væri á eina harmoniku á böllum og það er ekki fyrr en um og eftir 1950 sem tromman bætist við. í þessum minningarbrotum er langt frá því að allir séu upptaldir sem spiluðu í Neskaupstað á þessurn tíma, aðeins sagt frá nokkrum þeirra. Brœðurnir Óskar og Geir Bjarni með nikkurnar. Pausóttu „Veiðibjölluna", Sigurður Jensson, Óskar, Björg Sigurð- ardóttir og Guðmundur Jónsson á Akri. Veiðibjallan fyrir framan Merki, heimili Óskarsog Geirs Bjarnu. Norðf irðingar takið eftir! Frá fimmtudegi til sunnudags: 10% afsláttur af réttum á matseðli Frí heimsendingarþjónusta á pizzum og hamborgurum kl. 18 - 21 Auk þess í desember: Allt 2 lítra gos á kr. 170,- Ath.: Ef þú kaupir jólagosið hjá okkur keyrum við því heim, þér að kostnaðarlausu Gott í skóinn-tilvaliðfyrirjólasveinaáöllum aldri Nýjar vídeómyndir fyrir jólin Shellskálinn sr 71654

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.