Austurland


Austurland - 23.12.1993, Blaðsíða 16

Austurland - 23.12.1993, Blaðsíða 16
16 JÓLIN 1993. Elma Gudmundsdóttir Frá Neskaupstað til Napels Akveðinn á svip með sínum gömlu félögum í Prótti. í Evrópukeppninni í körfu- bolta 1992 - 1993 náði íslenska landsliðið góðunr árangri og var það ekki síst að þakka ungum leikmanni sem nú er kominn til Bandaríkjanna til náms en fyrst og fremst til að leika körfubolta. Þessi ungi maður er Norð- firðingurinn Helgi Jónas Guðfinnsson fæddur 18. apríl 1976 í Neskaupstað en fluttist héðan til Grindavíkur 11 ára garnall. Helgi Jónas er sonur hjónanna Lilju Báru Gruber og Guðfinns Friðjónssonar. Austurland hafði samband við Helga Jónas í Bandaríkjun- um og bað hann að segja sér frá þvf hvað hann væri að gera í dag og rifja upp veru sína fyrir aust- an. Það eru margar skemmtilegar og góðar ntinningar að austan sagði Helgi Jónas en upp úr stendur fótboltinn og skíða- íþróttin. Það var erfitt að flytja burtu frá öllum vinunum og byrja alveg upp á nýtt en það gekk. En ég er stoltur af því að vera frá Neskaupstað og upp- vaxiarárin þar verða mér alltaf minnisstæð. Of langt að fara á skíði Helgi Jónas var sem fyrr segir 11 ára þegar hann flutti frá Neskaupstað til Grindavíkur. A meðan hann bjó hér var hann á fullu í fótbolta á sumrin og á skíðum á veturna. Þegar suður var komið hélt Helgi Jónas áfram í fótbolta og stundaði skíðin í tvö ár með skíðadeild Fram. Þar sópaði hann að sér verðlaunum en erfitt var að stunda íþróttinavegnafjarlægð- ar. Mamma hans keyrði honum til Reykjavíkur og þaðan tók hann rútu upp í Bláfjöll og al- gengt var að hann væri ekki komin heim fyrr en hálf tólf á kvöldin. Hann hafði námsbæk- urnar með sér því stundum gisti hann hjá þjálfaranum. Hann fór með Fram í æfingabúðir til Nor- egs og skíðadeildin felldi niður hjá honum öll æfingagjöld því þeim var mikið í mun að hafa þennan dreng áfram. Helgi Jónas hætti að stunda skíðin 15 ára því körfuboltinn sem hann byrjaði að æfa 13 ára togaði meira og meira í hann. Fjarlægðin frá skíðasvæðinu hafði líka sitt að segja því í stað þess að vera með skíðalandið við bæjardyrnar eins og heima í Neskaupstað fór nú allur tím- inn fjórum sinnum í viku eftir skóla í æfingar og ferðalög. Af skíðamennskunni fyrir austan segir Helgi Jónas að sér sé minnisstæðast þegar hann varð Austurlandsmeistari í fyrsta og eina skiptið og bætir við að tíminn sem hann var á skíðum hafi verið virkilega skemmtilegur. Helgi Jónas sigr- aði einnig í sínum aldursflokki á Andrésar Andar leikunum 1988. Helgi Jónas segir að ntinn- ingarnar úr fótboltanum séu margar. Sá tími hafi ekki verið síður skemmtilegur en Helgi hætti í fótboltanum um svipað leyti og hann hætti á skíðunum og sneri sér alfarið að körfubolt- anum. { fótboltanum var hann valinn besti maður liðs síns ár eftir ár og var alltaf markahæst- ur, skoraði t. d. 40 mörk eitt keppnistímabilið. Hann segirað það hafi verið erfitt að segj a skil- ið við fótboltann og skíðin og þá ekki síður golfið sem hann var einnig kominn í. Yngsti leikmaður úvalsdeildarinnar Eins og fyrr sagði hefur Helgi Jónas verið einn af máttarstólp- um íslenska drengjalandsliðsins í körfubolta og hans félag er UMF Grindavíkur. Hann er yngsti leikmaður úrvalsdeildar- innar í körfubolta frá upphafi og var í fyrra kosinn nýliði deildar- innar og nú er hann kominn til Bandaríkjanna, Mekka körfu- boltans. í sumar var Helga Jónasi boð- ið í bandarískar æfingabúðir Five stars camp mjög virtar æfingabúðir og var hann einn af 400 drengjum sem þar voru. Þeir voru á hans aldri og ári eldri. Strákunum var skipt í 40 lið og stóð lið Helga Jónasar uppi sem sigurvegari í keppni innan búðanna og kom Helgi Jónas heim með stóran bikar að launum. I þessum búðum hefur verið ekki ómerkari maður en Michael Jordan en Helgi Jónas er eini íslendingurinn sem þama hefur dvalið. Og við þetta má bæta að þegar hann fór með liði sínu í stórar æfingabúðir í Banda- ríkjunum 1989 var hann kosinn besti leikmaður búðanna. Helgi Jónas stundar nám í menntaskóla í Napels í Flórída. Hann býr hjá Dan Krabs fyrrum leikmanni Grindavíkurliðsins og fjölskyldu hans. Hann lék sinn fyrsta leik með liði skólans 24. nóvember og gekk vel þrátt fyrir að hann hafi verið með fiensu vikuna áður. Hann er í skólanum frá hálf átta á morgnana til tvö á daginn og ver mest öllum frítíma sínum í körfuboltaæfingar. Hann seg- ist fara oft í bíó og á ameríska fótboltaleiki og hann segir að það sé íþrótt sem hafu heillað sig mjög síðan hann kom út. Helgi Jónas segist hafa verið með heimþrá fyrstu vikurnar en það sé búið núna. Stefnir að atvinnumennsku Helgi Jónas stefnir að því að komast í atvinnumennsku í körfubolta en segir að fyrst sé að komast í góðan háskóla og spila með háskólaliði. Hann segir að það sé dýrt að stunda háskólanám i Bandaríkjunum og eina ráðið sé að fleyta sér áfram á íþróttunum. Um mögu- leika sína vildi hann sem minnst segja enda drengurinn einstak- lega hógvær og því varð ég að leita eftir áliti annarra í þeim efnum. Fyrir valinu varð Axel Nikulásson fyrrum landsliðs- þjálfari drengja- og unglinga- landsliðsins. Mesta efni sem komið hefur fram á íslandi „Það á ekki að vera erfitt fyrir hann að komast í bandarískt há- skólalið sagði Axel, þrír háskól- ar hafa þegar spurst fyrir um hann og þeir ekki af verri endan- um, University Miami, NAVY þar sem snillingurinn David Robertsson var fremstur í flokki á sínum háskólaárum og Louiswill. Ég tel Helga Jónas vera mesta efni sem fram hefur komið í ís- lenskum körfubolta og hann er þegar orðinn algjör yfirburðar- maður í sínum aldursflokki í Evrópu og þekkt nafn. Til marks unt það get ég nefnt þér að í öllum 5 mótum drengja- og unglingalandsliðsins var hann valinn besti leikmaðurinn. Helgi Jónas er líka einstakur persónuleiki. Hann er reglu- samur og stundar sína íþrótt og nám af miklu kappi og hann uppsker eftir því. Hann er metnaðargjarn og yfirvegaður og gerir miklar kröfur til sjálfs síns en velgengnin stígur honum ekki til höfuðs. í sumar æfði hann t. d. 5 tíma á hverjum degi og stundaði jafnframt sína vinnu. Keppnisskapið er eins og það gerist best og því er kannski best lýst þegar við vorum að spila við Hollenska landsliðið vorunt við undir í hálfleik. Ég las auðvitað yfir strákunum í leikhlénu og í seinni hálfieik skoraði Helgi Jónas 30 stig og við unnum leikinn. En það má ekki gleyma því að aðrir stóðu sig líka vel en Helgi Jónas er fremstur meðal jafningja. I leik á móti Hvíta-Rússlandi skoraði Helgi Jónas 57 stig sem er algjört einsdæmi hjá svona ungum leikmanni og í þeim 27 landsleikjum sem Helgi Jónas lék undir minni stjórn skoraði hann rúmlega 27 stig að meðal- tali í leik.“ Jordan er bestur Það var ekkert auðvelt að koma þessu samtali við Helga Jónas á. Hann í Bandaríkjunum og ég í Brennu en síminn var not- aður og síðast bréfaskipti. Þegar ég spurði hann hvort hann ætti vin- konu svaraði hann því til að hann hefði ekki haft tíma til þess. Og þegar ég spurði um uppáhalds- leikmanninn svaraði hann, Micha- el Jordan þótt hann sé hættur. Flíkar ekki eigin ágæti Það var bókstaflega ekkert hægt að draga upp úr Helga Jón-

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.