Austurland


Austurland - 23.12.1993, Blaðsíða 23

Austurland - 23.12.1993, Blaðsíða 23
JÓLIN 1993. 23 Stjörnuathugunarstöðin og fieiri byggingar E1 Caracol eða stjörnuathug- unarstöðin dregur nafn sitt af stiga sem er inni í byggingunni og er hann uppvafinn eins og slanga. Þessi bygging er all frá- brugðin öðrum Mayabygging- um og ofan á pöllunum er turn sem álitið er að hafi verið stjörnuathugunarstöð og er það ekki ólíklegt þegar tekið er tillit til þess hve Mayarnir byggðu tímaútreikning og raunar allt sitt líf á afstöðu stjarna og him- intungla. Litlar raufir í veggjum snúa að höfuðáttunum og aðrar að tilteknum stjörnumerkjum. Skammt frá íþróttaleikvang- inum er Tzompantli - haus- kúpuveggurinn. Það er bygging rúmlega tveggja metra há með röðum af úthöggnum hauskúp- um allt í kring. Rétt hjá er tígris- dýrapaUurinn allur skreyttur vel gerðum lágmyndum af fiðruð- um tígrisdýrum, slöngum og ömum með mannshjörtu í klónum. Musteri hermannanna er stundum kallað Þúsund súlna húsið vegna hinna hundruð súlna sem umlykja það á tvo vegu, líklega eru þær á milli sex og sjö hundruð. Súlurnar eru flestar ferkantaðar og er talið að þök hafi hvílt á þeim áður fyrr. Fjölmargar aðrar byggingar eru ásvæðinus. s. Rauðahúsið, Nunnuklaustrið og Akab-Dzib eða Hús hins dularfulla leturs, Kirkja, Musteri veggtaflanna, Hús dverganna og Musteri hinna þriggja burðarása, svo eitthvað sé nefnt. Heitt og rakt Eins og fyrr sagði var hitinn mikill á meðan við dvöldum í Chichén Itzá. Fólk leit á mig með undrunarsvip þegar ég keypti pottflösku af vatni og í stað þess að leggja mér vatnið strax til munns hellti ég því yfir höfuð og herðar og drakk svo afganginn. Ég hefði viljað eyða helmingi lengri tíma á þessum stað, þrátt fyrir hitann, svo magnað var andrúmsloftið. En það var kominn tími til heim- ferðar og loftkæld bifreiðin flutti okkur aftur til Cancun. Tulum Nokkru síðar fórum við í dagsferð til Tulum sem er að því best er vitað eina strandborgin sem byggð er af Mayum í Quin- tana Roo sem er eitt héraðið á Yucatán skaganum. Það var ekki síður merkilegt að koma til Tulum en allt öðru vísi. Spán- verjar kölluðu staðinn E1 Cas- tillo því það minnti þá á virkin heima á Spáni, en auk kastalans eru um 60 aðrar minjar á svæð- inu. Kastalfnn sjálfur stendur á háum kletti og útsýnið yfir Stríðsguð Mayanna við Púsund súlna húsið. strandlengjuna og Karabíska hafið er stórfenglegt. Kalstalinn er píramítalagaður og eitt sinn vará honum viti. Fyrir utan sáust litaskilin í sjónum en þar liggur eitt stærsta kóralrif í heimi og því auðséð af hverju Mayarnir völdu þenn- an stað, aðeins eitt op er í rifinu og því ekki auðvelt að koma þeim að óvörum. í Tulum eins og í Chichén Itzá er stöðugt unnið að endurbygg- ingu og þarna mátti einnig sjá margar einstakar byggingar og er Fresco hofið talið þeirra merkust. Einnig er þarna „Fæðingarheimilið“ þar sem karlmönnum var stranglega bannaður aðgangur að og þar fyrir utan má sjá steingerfing sem talinn er vera af liggjandi konu. í Tulum sem og víðar á þessu svæði má sjá Igúna eðlur, stærstu eðlur í heimi, skjótast á milli steinveggjanna og, liggja á klettum og sleikja sóískinið. Á heimili Mayakonu Við urðum þess aðnjótandi að fá að koma inn á heimili Mayafjölskyldu og var það mikil upplifun. Ekki vegna íburðar á staðnum heldur hið gangstæða. Fólkið bjó í bambuskofa með stráþaki og moldargólfi. Greini- legt var að fólkið svaf í hengi- rúmum og veggskreytingarnar voru blaðaúrklippur. Eldað var á hlóðum og hreinlætisaðstaða var engin en úti í garði var gam- alt baðker sem notað var til þvotta. Á skökku borði í öðru her- berginu sem við gengum í gegn um stóð sjónvarp og fyrir fram- an það sat maður á stólræfli og horfði á sápuóperu og lét hann sig heimsókn okkar engu varða. María var elst þriggja Maya- kvenna sem þarna voru og á heimilinu voru 15 börn. Ekki var með nokkru móti hægt að gera sér grein fyrir innbyrðis tengslum allra íbúa hússins. Konurnar og börnin voru hrein íþróttaleikvangurinn í Chitchén Itzá. Svefnherbergi, stofa og eldhús á heimili Maríu. fiskar í öllum stærðum synda við fætur manns og það er hægt að skoða hrogn í alla vega litum þar sem þau hanga í steinum eða kórölum. Ekki spillir að sjórinn er mjög hlýr og allavega sjó- sport er vinsælt svo og siglingar til eyjanna skainmt fyrir utan. Cancun var ekki til fyrir tveim- ur áratugum eða svo. En þá var hafist handa um uppbyggingu með ferðaþjónustu í huga og í dag er Cancun einn vinsælasti án- ingarstaður ferðamanna hvað- anæva úr heiminum. Segja má að ferðaskrifstofan Heimsferðir hafi fært þennan heimshluta nær íslendingum eftir að þær hófu beint flug til Cancun sl. sumar og það kostar álíka mikið að fara þangað og í sólarlandsferð til Evrópu og er því ekki saman að jafna. í Mexicó er maður kominn í ann- an heim. Hitbeltisrigningin sem skall á okkur annað slagið gerði okkur íslendingana að viðundr- um í augum innfæddra. Þarna stóðum við gapandi og hlæjandi yfir stórum heitum regndropun- um en innfæddir hlupu í skjól. iil 'NESPRENT Neskaupstað og kemur það heim og saman við lifnaðarhætti Mayanna, en þeir lögðu mikið upp úr hrein- læti. Úti í garði voru ræktaðar kryddjurtir og ávextir, svín og hænsni voru í kofum úti. Við stungum nokkrum pesóum að Maríu þegar við fórum út aftur, slegin yfir aðbúnaðinum en samt ánægð að hafa átt þess kost að skoða hann. Nesprent óskar Norðfirðingum svo Austfirðingum öllum gleðilegra jóla farsældar á komandi ári Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða og og Mexicó land andstæðna Ef ég væri spurð hvort ég ætl- aði aftur til Mexicó svaraði ég því hiklaust játandi, ef ég ætti þess kost. Þessar þrjár vikur með öllum sínum uppákomum voru fljótar að líða. Mexicó, þýðir hreint loft og það var sennilega það sem gerði mig mest hissa við komuna til Cancun. Loftið er hreint á þess- um stað en það er það ekki alls- staðar í Mexicó. Sjórinn er ein- staklega tær og að kafa þar er eitt það mesta ævintýri sem nokkur getur upplifað, enda er Cancun einn frægasti köfunar- staður í heimi. Allavega litir

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.