Austurland


Austurland - 23.12.1993, Blaðsíða 4

Austurland - 23.12.1993, Blaðsíða 4
4 JÓLIN 1993. Austurland MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Útgefandi: Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson, Smári Geirsson og Steinunn Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Elma Guðmundsdóttir (ábm.) H@ 71532 Auglýsingastjóri: Rannveig Þorbergsdóttir HS 71514 Ljósmyndari: Ari Benediktsson H® 71664 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 • Pósthólf 75 • 740 Neskaupstaður S 71750 og 71571 - Fax: 71756 Útgáfudagar: Miðvikudagar AUSTURLAND er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða Prentun: Nesprent * Oskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða GhflC© Sf Nesgötu 7 Neskaupstað Þegar fyrsti vörubíllinn kom til Norðfjarðar Óskar Jónsson Jón Helgason, Sigurður Jensson og Reynir Zoéga fyrir framan Ford '35. Fyrsti vörubíllin kom til Norðfjarðar 1929, árið sem bær- inn fékk kaupstaðarréttindi. Það var Jón Þórðarson á Akri og hans fjölskylda sem keypti bílinn, sem var af Fordgerð ár- gerð 1925 og bar hann eitt til eitt og hálft tonn. Þórður, elsti sonur Jóns fór til Reyðarfjarðar til að læra á bílinn en þar var bílamenning nokkuð meiri en hér. Á meðan Þórður var á Reyðarfirði kom skip með bílinn. Skipið lagði að Sigfúsarbryggjunni og þar var bíllinn hífður í land. Þegar það var búið og átti að fara að ýta bílnum kom í ljós að afturhjólin voru föst og ekki hægt að mjaka bílnum aftur á bak eða áfram. Ýmsir spekingar voru leiddir til en enginn gat leyst vandann. Þá var brugðið á það ráð að ná í kerru. Skipskrókurinn hífði bílinn upp að aftan og kerrunni var skellt undir bílinn. Svo voru tóg fest í hliðar bílsins, þrjú hvoru megin að mig minnir og mönnum raðað á tógin, einum á hvert tóg. Síðan var lagt af stað með bílinn í togi með kerru undir afturhjólunum og Jón Þórðarson sat uppá og stýrði. Svona var bíllinn dreginn inn að Vík. Þegar kom að veginum sem lá upp að Akri var fleiri mönnum raðað á tógin og bíll- inn dregin heim í hlað. Þar fór Jón að smíða stýrishús og pall á bílinn en Jón var húsa- smíðameistari og þótti afburða fljótur að vinna t. d. við að byggja timburhús. Þessi fyrsti vörubíll var ekki með gírum, heldur með tveimur hraðastigum áfram sem hétu hæ og ló og einu hraðastigi aftur á bak og stóð bíllinn fastur í ein- hverju hraðastíginu. Þegar Þórður kom heim, fyrsti bíl- stjórinn, settist hann upp í bíl- inn tók bílinn úr hraðstiginu og afturhjólin voru laus og bíllinn tilbúinn til notkunar. Starfsfólk Landsbanka íslands Neskaupstað þakkar Norðfirðingum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða. Landsbanki íslands Neskaupstað

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.