Austurland


Austurland - 23.12.1993, Blaðsíða 27

Austurland - 23.12.1993, Blaðsíða 27
JÓLIN 1993. 27 Prúdbúid fólk á leid ií sanikoiuu. eftir hádegi þcnnan sama dag. A skemmtidagskránni voru aug- lýstar fjölbreyttar íþróttir og höfðum við því áhuga fvrir að komast í tæka tíð. til að horfa á íþróttagarpana sýna listir sínar. Þetta reyndist þó að miklu leyti vonbrigði þvt í fvrstunni var ekki nokkur bíll fáanlegur fyrir samkomubvrjun en eftir þann tíma höfðum við fengið loforð fyrir einum. Niður á Reyðarfirði biðurn við í besta yfirlæti hjá kunnugu fólki og þágum hinar ágætustu góðgerð- ir að öllu leyti. en út úr hádeginu fór að færast ókyrrð vfir fólkið. vonuðum við að bíllinn kæmi á þessurn og þessunr hálftímanum og fannst því öruggara að bíða úti en inni. enda vildum við líka nota tímann til að skoða okkur um í kaupstaðnum. Við stelpurnar héldum flestar hópinn. gengum fram og aftur um ..aðalgötu bæjarins" og lengi vel héldum við okkur á gras- bletti kringum pósthúsið. Og nokkrar höfðu hallað sér út af á guðsgrænni jörðinni og hafði svefninn sigrað því eins og löng bið getur reynt á þolinmæðina getur hún líka og ekki síður gert vansvefta ferðalöngum erfitt með að halda sér vakandi. Þetta vissum við mætavel og sumar af okkur sem ekki vildu sofna unn- um ekki kyrrsetunni, heldur lögðum leið okkar hærra upp í brekkurnar. þar sem víðsýnna var. en hættum okkur aldrei það langt að ekki sæist þegar bíllinn kærni. Reyðarfjörður var mjög mannfár þennan dag. Par hafði fólkið eins og víða annars staðar fjölmennt á Héraðið, enda var veðrið því heldur ekki til fyrir- stöðu. Seint og síðarnteir bruna tveir bílar að íbúðarhúsi Thulins Jó- hannssonar, en þar héldum við Hornfirðingarnir okkur einkum á nteðan við dvöldum á Reyð- arfirði. Er nú ekki að því að spyrja að það gekk bæði fljótt og vel að koma sér fyrir í bílunum, enda hafði liðið tvískipt sér nið- ur á þá báða þó vel hefði mátt komast á öðrum bílnum rúmsins vegna. Hitt var þó enn þægi- legra og það fór þá heldur ekki neitt amalega um okkur í dún- Nesti gerð góð skil. mjúkum viðhafnarsætum í bíln- um sem við stelpurnar vorum í, enda var sungið af lífi og fjöri alla leiðina og var presturinn okkar vitanlega forsöngvarinn því þau hjónin voru einnig í sama bíl. Bíllinn sem strákarnir voru nteð var boddíbíll í sæmilega vel útlítandi ástandi þó hann jafn- aðist ekki á við þennan fína okkar. Hann steig þó í áliti hjá okkur seinna meir og vildum við hvorki heyra né sjá annan bíl en hann, enda ferðuðumst við líka langmest í honum. En hver ástæðan fyrir því var er ekki gott að segja um og enginn heldur til frásagnar um. Það voru bara áhrif sem lágu í loftinu. Hátt til lofts og vítt til veggja Fjöllin lokast ekki fyrir botni Reyðarfjarðar eins og sumum öðrum fjörðum, heldur halda þau áfram svo að segja í beinni Iínu eftir að firðinum sleppir. Á milli fjallgarðanna liggur hinn svokallaði Fagridalur og um hann vegurinn til Fljótsdalshér- aðs. Fjallgarðurinn að sunnan- verðu heldur óslitinn áfram frá því skammt innan við fjarðar- botninn og alla leið norður á Vallaaura en þeir fá nafn sitt af Völlum, sem eru sérstakur hreppur og liggur milli Eyvind- arár og Gilsár. Um fjallgarðinn X Oskum öllum Austfirðingum og öðrum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsæls nýárs Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Viggó hf. Neskaupstað Eskifjarðarmegin er það að segja að hann nær norður að Fagradalsá þar sem hún fellur í Eyvindará en er þó slitinn sund- ur á einum stað af Sléttudal svo- nefndum. Af Eskifjarðarhálsi, við takmörk þessa fjallgarðs, blasir við sýn Fljótsdalshérað með sinni margbreyttu náttúru- fegurð. Þaðan sést Lagarfljótið, eins og það liggur út og frameftir Héraðinu, sannkölluð héraðs- prýði. Af háisinum brunaði bíllinn niður að íþróttavellinum í Egils- staðaskógi, en þar staðnæmdist hann. Eftir að hafa borgað bíl- stjóranum fargjaldið stóð ég andartak kyrr í sömu sporunt og renndi augunum ynr fjölmenn- ið. Samkomuflöturinn var orð- inn þétt skipaður að okkur virt- ist en innan um skógivaxin svæði leyndust þó auðir blettir þegar betur var að gætt. Brátt höfðum við komið okkur fyrir á ágætum stað, þar sem vel mátti sjá hvernig íþróttirnar fóru fram, en þeim var þá að mestu leyti lokið, þar eð við komum svo seint uppeftir. Á útisamkomum er allstaðar nógu „hátt til lofts og vítt til veggja“ en umhverfi er þó ekki að finna jafn fagurt hvar sem er og álít ég að þessi samkomu- staður Austfirðinga sé einstakur í sinni röð. Þegar náttúran er skrúðgræn og lifandi er yndis- legt að rnega njóta sín þar. Ef hver hrísla fengi mál kynnu þær frá mörgu að segja því ef menn upplifa ekki ævin- týri í skógum er ekki ástæða til að þeir geri það annars staðar. í Hallormsstaðaskógi er þó dýrðin ennþá meiri og þar eru líka haldnar skemmtisamkom- ur. í þessum skógum lifa engin villidýr og geta því bæði vinir og kunningjar gengið frjálsir og ugglausir um þá hvar sem er og hugsað í næði sín áhugamál. Það eykur li'ka mjög á gleði skógargestanna að hlusta á hinn unaðslega fuglasöng sem hvar- vetna kveður við. Lítill suðandi lækur sundut sker samkomuflöt- inn í Egilsstaðaskógi og hverfur á bak við hraun alsett skógar- hríslum. Mörg slík hraun eru á þessu svæði og undir einu slíku stóð veitingatjaldið sent unt leið var danssalur, mörg minni tjöld voru á víð og dreif þar um skóginn. Það var ævintýralegt að vera á slíku ferðalagi um hásumar og það var gaman að sjá öll þau hundruð manna samankomin sem þarna var. Mest af öllu var þó útí varið hvað veðrið var gott og man ég ennþá hversu hrifin ég var af að sjá þetta fagra um- hverfi eins og það kom mér fyrst fyrir sjónir baðað í geislaflóöi síðdegissólarinnar. Leiftur er varðveittur á Hér- aösskjalasafni Austur- Skafta- fellssýslu á Höfn. Óskum Austfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Vélar hf. Vatnagörðum 16 Reykjavík og farsælt komandi ár ^ ^ Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Rafgeisli - Raftækjavinnustofa Hafnarbraut 10 fi* 71175 Neskaupstað Tómas R. Zoéga

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.