Austurland


Austurland - 23.12.1993, Blaðsíða 12

Austurland - 23.12.1993, Blaðsíða 12
12 JÓLIN 1993. sköll frá kennarastofunni. Skömmu síðar kom rektor aftur inn á skrifstofu sína og tilkynnti mér brosandi að fyrst ég væri fær um að vitna orðrétt í ræður leiðtoga þjóðarinnar gerðist þess ekki þörf að ég sækti fleiri fundi á þeirra vegum. Lengi eftir þetta varð ég var við að kennarar skólans voru að gantast með það hvað Jónsson frá íslandi væri góður í fræðum Göbbels. En það grín var ávallt góðlátlegt. Á mótorhjóti um Þýskaland Fljótlega eftir að ég hóf nám mitt í Hamborg vaknaði hjá mér Á hjólinu fór ég víða um og dvaldi um tíma í ýmsum hlutum iandsins í skólaleyfum. Ég fór meðal annars til Bæjaralands og skoðaði mig unt þar og einnig ferðaðist ég mikið um miðbik Pýskalands og naut náttúrufeg- urðarinnar sem víða er mikil. Og oft fór ég í styttri ferðir um norðurhluta landsins og kynnt- ist þar fólki sem var ótrúlega líkt okkur fslendingum í háttum og viðmóti. Á þessum ferðalögum sóttist ég sérstaklega eftir að dveljast í smáþorpum og kynnast mann- lífinu þar. Fólkið í þorpunum var viðkunnanlegra og yfirveg- Baldur Óli í fjallgöngu í Bœjaralandi í Suður-Pýrskalandi. iiber Schierke iiber Dreiannen-Hohre aðra en íbúar stórborganna og ekki var laust við að ég hugsaði heim til Eskifjarðar stundum þegar ég dvaldi í sjávarþorpun- um í Norður Þýskalandi og slík- ar hugsanir yljuðu ávallt um hjartarætur og minntu mig á hvar ég ætti raunverulega heima. í Dresden Þegar ég hafði lokið tann- smíðanáminu í Hamborg ákvaö ég að halda áfram námi í eitt ár og leggja þá megináherslu á tannviðgerðir. Til að leggja stund á nám í tannviðgerðum þurfti ég að skipta um skóla og að vandlega yfirveguðu ráði ákvað ég að hefja nám í Dresden. Dresden var ægifögur borg og ég varð strax hugfang- inn af henni. Þetta var menning- arborg og í reyndinni háborg hinnar saxnesku menningar. í Dresden voru fagrar og merkar byggingar og þar voru jafnframt margvísleg söfn sem heilluðu. Svo margt var að skoða í Dres- den að ég hætti að mestu að ferðast um landið á mótorhjól- inu eftir að ég kom þangað. Mér eru minnisstæðar allar stundirnar sem ég átti á lista- safninu í Dresden en um tíma dvaldi ég þar í öllum mínum frístundum. Sérstaklega sat ég lengi fyrir framan frægt málverk af sixtínskri maddonnu því fvrst þegar ég sá myndina virtist mér Pýskir hermenn brjóta niður lálmun á landamœrum Póllands 1. september 1939. Par með var síðari heimsstyrjöldin hafin. að maddonnan hefði sex fingur mikil löngun til að ferðast um Þýskaland og skoða mig um. Ég hafði að sjálfsögðu engin ráð á að kaupa mér bíl til að ferðast á en mér tókst að eignast mótor- Baldur Óli á vegamótum I Harz I Pýskalandi. A myndinni er einnig mótorhjólið góða sem eskfirski hjól sem átti eftir að veita mér námsmaðurinn ferðaðist um á. ómælda ánægju. Baldur Óli í hópi skólafélaga í Dresden. Bakarasonurinn er ífremri röð annar frá hœgri (í Ijósum fötum).

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.