Austurland


Austurland - 23.12.1993, Blaðsíða 13

Austurland - 23.12.1993, Blaðsíða 13
JÓLIN 1993. 13 Balditr Óli og Irma kona hans. á hendi og þannig skynjuðu allir sem haldnir eru rauð-grænni lithlindu myndina. Ég er einmitt haldinn litblindu af þessari gerð og ég ákvað að hætta ekki að virða fvrir mér myndina fyrr en mér svndust fingurnir á hend- inni vera fimm. Og það tókst en þá var ég líka búinn að virða þessa vinkonu mína fyrir mér í marga tugi klukkustunda. Ann- ars er það af litblindunni að segja að hún var ekki svo afger- andi að hún væri mér fjötur um fót í tannsmíðanáminu en tannsmiðir þurfa að vera næmir á liti til að ná réttum litblæ á einstaka tennur sem smíðaðar eru í fólk. Flest dýrmætustu menningar- verðmætin í Dresden voru eyði- lögð í loftárásum bandamanna á borgina í lok heimsstyrjaldar- innar síðari. Það fer ekkert á milli mála að þær loftárásir voru glæpaverk sem þjónaði alls eng- um hernaðarlegum tilgangi. Ég hef ekki treyst mér til að heim- sækja Dresden eftir styrjöldina því ég veit að slík heimsókn myndi valda mér mikilli sorg og miklu hugarangri. Upphaf síðari heimsstyrjaldarinnar Nokkrum dögum áður en ég útskrifaðist úrskólanum í Dres- den hófst heimsstyrjöldin síðari með innrás Þjóðverja í Pólland hinn 1. september 1939. Að morgni 1. september mætti ég í skólann klukkan átta en þá var þar dauflegt um að litast. Auk mín komu í skólann þennan dag tvær stúlkur, einn Austurríkis- maður og einn Ungverji en aðrir nemendur létu ekki sjá sig enda hafði herinn boðað þá til skrá- setningar. Allir kennarar skól- ans lágu fyrir framan útvarps- viðtæki og hlýddu á þrumúræðu Hitlers. Við þessir fáu nemend- ur hímdum fram á gangi og viss- um lítt hvað var á seiði en þá kont rektor til okkar og tilkynnti okkur að styrjöld væri hafin. Mér varð óskaplega mikið um þessa frétt og ég man að mér sortnaði fyrir augu og hélt að ég ntyndi líða út af. Ekkert varð úr skólastarfi þennan dag enda höfðu flestir um annað að hugsa en hvers- dagslega iðju. Ég varð áþreifan- lega var við að fólk var mjög slegið þegar það frétti af innrás- araðgerðum Þjóðverja og marg- ir voru þeirrar skoðunar að þarna hefði Hitler gengið einum of langt og nú myndi yfirgangur hans hefna sín. Staðreyndin var sú að furðu fljótt komst regla á í samfélag- inu á ný enda má segja að alvar- leg stríðsátök hafi ekki hafist fyrr en nokkrum mánuðum eftir innrásina í Pólland. Þó var það svo að hernaðarviðhorf urðu ríkjandi í þjóðfélaginu og sam- skipti manna tóku á sig nýja mynd og mótuðust af umgengis- reglum hermanna. Þessi hermennskuhegðun breytti fljótlega öllum skólabrag eins og til dæmis þegar nemend- ur báru hærri tign í hernum en kennarar en allir karlmenn á ákveðnum aldri höfðu verið skráðir til herþjónustu. Ég man sérstaklega eftir þremur bekkjarbræðrum mínurn sem voru hinir mestu galgopar en voru hærra settir í hernum en aðrir nemendur og reyndar kennararnir einnig. Þeir skemmtu sér vel þegar ströng- ustu kennarar þurftu nú allt í einu að fara að sýna þeim hina mestu virðingu og meira að segja rektor sem varla gat hreyft sig vegna gigtar spratt á fætur þegar þeir nálguðust og rembd- ist við að heilsa að hermannasið. Þó svo að nokkurt hlé yrði á stríðsátökum fyrst eftir innrás- ina í Pólland var ljóst að allt skipulag samfélagsins tók mið af enn frekari stríðsátökum. Brátt Ljósm. AB var farið að skammta vörur og svo fór að ég fékk ekki einu sinn bensín á mótorhjólið mitt og það þótti mér slæmt. Einungis nokkrum dögum eftir innrásina í Pólland út- skrifaðist ég úr skólanum í Dresden. Haldin var útskriftar- hátíð en þar ríkti enginn gleði- bragur. Menn kviðu framtíð- inni, vonuðu hið besta en reikn- uðu hinsvegar fastlega með grimmúðlegri styrjöld sem myndi kalla yfir þjóðina ómæld- ar þjáningar. Haldið heim Strax eftir innrásina í Pólland fór ég að undirbúa heimför. Ég óttaðist að alvarleg stríðsátök brytust út þá og þegar og best væri að hafa sig á braut og þá kom ekkert annað til greina en að taka stefnuna á Eskifjörð. Að útskriftinni í Dresden lok- inni fór ég til Hamborgar og samdi við tannlækni sem ég hafði unnið hjá áður um að fá að starfa á stofu hans þar til ég fengi skipsferð til íslands frá Kaupmannahöfn. Ég vann hjá tannlækninum í Hamborg í um það bil hálft ár eða fram í marsmánuð árið 1940. Þá loksins fékk ég skeyti frá Kaupmannahöfn um að ég gæti fengið far með Lagarfossi heim til íslands. Strax daginn eftir að ég fékk skeytið varð ég mér úti um heimild til að yfir- gefa Þýskaland og hélt síðan rakleiðis til Kaupmannahafnar með járnbrautarlest. Ég dvaldi nokkra kalda og hráslagalega daga í Kaup- mannahöfn áður en Lagarfoss hélt úr höfn áleiðis til íslands og siglingin heim gekk ágætlega og var tíðindalaus. Mikið var ég feginn og glaður þegar ég sá Is- landsfjöll rísa úr sæ framundan og gleðin stigmagnaðist eftir því sem nær landinu dró. Mér fannst eins og allt óöryggi sem fylgdi styrjaldarhættunni væri á bak og burt. Sakaður um njósnir Þegar ég kom heim á Eski- fjörð hóf ég þegar að stunda tannsmíðar og fljótlega einnig tannlækningar og mun ég hafa verið fyrsti maðurinn búsettur á Austfjörðum sem fékkst við þá iðju. Áður höfðu tannlæknarnir Jón Benediktsson og Hallur Hallsson ferðast um fjórðung- inn í einhverjum mæli og gert við tennur íbúanna. Réttindi mín á sviði tannsmíði voru þeg- ar viðurkennd hér á landi en ég fékk undanþágu til að fást við tannlækningarnar. Einungis tveimur mánuðum eftir að ég kom heim frá Þýska- landi hernámu Bretar ísland og brátt hafði bréski herinn hreiðr- að um sig á Austfjörðum eins og annars staðar á landinu. Ég var.ð fljótlega var við það að breskir hermenn á Eskifirði snuðruðu mikið í kringum mig og fylgdu mér stundum hvert fótmál. Þegar tímar liðu varð ég málkunnugur sumum hermann- anna og þá tjáði mér einn úr þeirra hópi að ég væri stimplað- ur hættulegur maður. Greindi hann mér frá því að breski her- inn hefði undir höndum gögn sem sönnuðu á mig njósnir fyrir Þjóðverja og áreiðanleg vitn- eskja væri um að ég hefði undir höndum senditæki til að koma upplýsingum til hinna þýsku og eins væri ég með öflugt skot- vopn í mínum fórum. Þessar ásakanir tók ég aldrei alvarlega og mér fannst tor- tryggni Breta í minn garð bæði fráleit og barnaleg. Senditæki hafði ég aldrei undir höndum og hef aldrei kunnað með slík tæki að fara en ég átti hinsvegar start- byssu sem við bræður notuðum ' stundum til að skjóta í mark með. Auðvitað átti ég marga góða vini í Þýskalandi og hugs- aði oft til þeirra á stríðsárunum og hafði miklar áhyggjur af þeim en aldrei hvarflaði að mér að vera stuðningsmaður Hitlers- Þýskalands á meðan á hildar- leiknum stóð. Eina ástæðan fyrir því að ég var álitinn hættulegur njósnari Þjóðverja var Þýskalandsdvöl mín og ég var ekki eini rnaður- inn sem stundað hafði nám í Þýskalandi sem lenti í þvi að vera sakaður um þjónkun við Þjóðverja á meðan á styrjöld- inni stóð. Frá Eskifirði til Neskaupstaöar Allt frá því að ég kom heint frá Þýskalandi og þar til ég hætti störfum árið 1990 gerði ég við tennur Austfirðinga og smíðaði upp í þá. Aðallega starfaði ég á Eskifirði og í Neskaupstað. Vegna rneiri fólksfjölda í Nes- kaupstað var ég þar við störf sí- fellt lengri tíma úr árinu og að því kom árið 1951 að heimilið var fært yfir Oddsskarð en sanit átti ég einnig aðstöðu til tann- viðgerða á Eskifirði allt til ársins 1971. Ég er afskaplega ánægður með lífsstarf mitt og þá stefnu sem líf mitt tók þegar ég sigldi frá Eskifirði með Sviða haustið 1934. Námsárin í Þýskalandi verða mér ávallt eftirminnileg enda átti sér þar stað örlagarík þróun á þeint tíma. Ég sit oft og rifja upp einstaka atburði scm cg upplifði í Hamborg eða Dresden á árunum 1934 - 1940 eða þá að ég hugsa um ógleymanleg fcrða- lög um ÞýskUand á mótorhjólinu góða. Ogstundum trúi ég því vart að ég hafi verið þarna og staðið frammi fyrir mönnum eins og Dr. Göbbels sem sagan hefur fyrir löngu sett sinn stimpil á. 7. desember 1993. Smári Geirsson skráði. Frá Sjálfsbjörg Munið 10% afsláttinn til öryrkja og ellilífeyrisþega 5% staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum fram til jóla Allt að 40% afsláttur af eldri vörum Opiðkl. 14-18 virkadaga, á öðrum tímum eins ogaðrar verslanir. - Upplýsingar í símum 71252, 71618, 71180 Verið velkomin Sjálfsbjörg Landmenn - Sjómenn Hin árlega sveitakeppni sjómanna og landmanna í bridds veröur í Egilsbúð mánudaginn 27. desember og hefst kl. 1900 Vinsamlega skráiö sveitir sem fyrst hjá Heimi i síma 71461 eða Magnpsi í síma 71519 Glæsilegt kaffihlaðborð á boðstólum Bridgefélag Norðfjarðar

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.