Austurland


Austurland - 23.12.1993, Blaðsíða 28

Austurland - 23.12.1993, Blaðsíða 28
28 JÓLIN 1993. Hálfdan Haraldsson Kirkjumel Örnefnasögur og örnefni í Norðfirði Skólasetur og samkomustað- ur sveitarinnar í Norðfirði er Kirkjumelur. Þaðan er gott út- sýni um Norðfjörð. Ekki er vit- að hvers vegna staðurinn heitir svo. ket ég því t'ylgja með stutt- an þátt sem ég tók santan um þennan stað: Nafn staðarins bendir til þess. að þar hati einhverntíma staðið kirkja. Engar sögur eða minjar eru þó til sent benda til þess. hvorki húsatættur né nokkuð annað í næsta nágrenni við melinn. Samkomuhús Ungmennafé- lagsins Egils rauða var reist þar um 1930 og var nefnt Egilsstað- ir. Ekki festist það nafn lengi \ ið staðinn. Síðar afhendir fé- lagið sveitinni húsið og er þá byggt við það. og staðurinn verður að barnaskóla. sem var þá í eigu ríkis og sveitarfélags og rekið af þeim. Nefndist þá staðurinn Heimavistarskólinn. En Kirkjumelur var samt það nafn sem heimamenn notuðu mest. í seinni tíð er staðurinn alltaf kallaður sínu gamla nafni, þó svo skólaheitið sé á öllum op- inberum gögnum, annað hvort Grunnskólinn i Norðfjarðar- hreppi eða þá Heimavistarskól- inn. Oft hefi ég spurt eldra fólk hér í sveit, hvers vegna heitir staðurinn Kirkjumelur? Fáttvar oftast um svör. Fó sögðu sumir að þaðan hefði sést fyrst til kirkjunnar á Skorrastað þegar kontið var að utan. Frantangreind skýring á ör- nefninu finnst mér ekki nógu góð og frekar haldlítil ntiðað við nafngiftir fyrri tíma. Erefalaust unt getgátur einar að ræða, eins og ég læt líka íljóta hér með, sent mína skýringu á nafninu. Trúlegast finnst mér, að stóri steinninn sent sprengdur var í sundur þegar húsið var byggt, hafi áður fyrr talinn vera álfa- kirkja og staðurinn síðan dregið nafn sitt af þeirri kirkju. Kirkj umelur hefur alltaf verið dularfullur staður í huga Norð- firðinga. Neðan undir melnum er Draugadýið og utan við mel- inn Kjálkagrund og Kjálkalæk- ur. Korna þessi örnefni til í mergjuðum sögurn er tengjast prestum á Skorrastað og lesa má í gömlunt þjóðsögum, skráðum á bækur. Síðast en ekki síst, hef- ur sagan unt álfkonuna fínu, sem flutti úr steininum stóra í húsið, aukið á dulúð staðarins. Margir trúa því, að ennþá búi þessi svartklædda álfkona í skólahúsinu og verndi staðinn fyrir vá og voða. Af Kirkjumelnum blasir við Hellisfjarðarmúlinn og fjallið inn af honum. Úir þar og grúir af skemmtilegum örnefnum. Neðarlega í fjallinu gegnt Skorrastað er mýri sem heitir Mundlaugarmýri rétt ofan við melana meðfram ánni. í mýr- inni er stór steinn sem kallaður er Mundlaugarsteinn og á að vera undir honum grafin mund- laug full af gulli eða silfri. Ekki ntá grafa undir steininn, því þá sýnist Skorrastaður standa í björtu báli. Einu sinni, fyrir langa löngu, fór bóndinn í Skuggahlíð út að Mundlaugarsteini og tók að grafa undirsteininn. Þegarhann hafði grafið alldjúpa gryfju, leit hann upp frá verki sínu og sá sér til skelfingar að Skorrastað- urstóð íbjörtu báli. Hljóphann í ofboði í átti til Skorrastaðar til þess að hjálpa þar við björgun- arstörf. Þegar hann kom nær bænum, sá hann að enginn eldur var þar lengur í húsum og allt eins og það átti að vera. En seinna um sumarið fór kvíga sem bóndinn átti, ofan í gryfj- una við steininn og drukknaði í vatni því, sem þar hafði safnast saman. Fyrrverandi ritstjóri Austur- lands, Bjarni Þórðarson skrifaði í blað sitt skemmtilega þætti um ömefni í Neskaupstað eins og t. d. um lækinn Júdas og Júdas- arbala. Tekur hann skemmti- lega til orða þegar hann minnist á nafngiftina: „Hvernig má það nú vera að lítill og sakleysislegur lækur hér uppi á íslandi skuli hafa hlotið nafn eftir frægasta svikara allra alda?“ í Grænanesi í Norðfirði heitir vatnsból bæjarins Júdas. Þetta er svikull lækur rétt innan við bæinn og þomar upp í mikilli þurrkatð og frostum, en lætur eins og óhemja í stórrigningum og leysingum. 1 Örnefnaskrá Grænaness stendur aðeins þetta um lækinn: „En Bæjarlækurinn er nefndur Júdas“. í Örnefnaskrá Sveinsstaða í Hellisfirði er nefndur Júdas sent vatnsból meðan gamli bærinn var byggður og peningshús þar í kring. En eftir að flutt var frá gömlu Sveinsstöðum, fær lækur- inn nýtt nafn. Stendur svo í Ör- nefnaskrá: „Fyrir ofan Undir- Grœnanes í Norðfirði. túnsklett heitir Heimatún um- hverfis gamla bæinn. Austan við túnið fellur Hólshúslækur (Áður nefndur Júdas, fyrir það að hann sveik oft, (þornaði) ofan úr fjalli og niður í utan- verðan Krókinn". Hvað þessar nafngiftir á lækjum, sem svikulum vatnsból- unt eru gamlar, veit ég ekki. En fróðlegt væri að vita, hvort víðar á landinu hafi tíðkast að nota þetta heiti í sömu merkingu og hér í Norðfirði. Afréttarskarð er á milli Barðsnessbæja og Sandvíkur utan undir Sandfelli. Fyrsti hluti leiðarinnar, úr skarðinu, cr sæmilega greiðfær rák sunnan í Sandfelli, sem heitir Afréttar- rák. Utarlega í rákinni er mikill klettadrangur, sem stendur á rákarbrúninni en þröngt skarð ntilli drangsins og klettanna Ljósm. AB Skorrastaður í Norðfirði. Ljósm. AB Kaupfélag Héraðsbúa Starfsfólki okkar, viðskiptavinum og öllum félagsmönnum óskum við gleðilegra jóla og farsæls komandi árs áS w Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum • Seyðisfirði Reyðarfirði • Borgarfirði EGILSSTAÐABÆR tífó íSr iSr ijfci. Ímí m m m m m m w Bæjarstjórn Egilsstaða sendir öllum Austfirðingum bestu óskir um gleðilega jóla- og nýárshátíð og þakkar þeim árið sem er að líða Bæjarstjórinn á Egilsstöðum

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.